Verði ljós - 01.04.1898, Blaðsíða 15

Verði ljós - 01.04.1898, Blaðsíða 15
63 ekki ura málefni kristindómsins, heldur um það, að jeg megi gefa mig út fyrir flutningsmann þess heilaga málefnis. Það flýgur opt í huga mjer að segja af mjer prestskaj). En fyrir þá hugsun skammast jeg mín reyndar bæði fyrir guði og mönnum. Eu eins hefi jeg opt óskað: að jeg hefði aldrei orðið prestur; ef jeg í stað þess, með þeirri litlu guðfræðilegu mentun, sem jeg hefi fengið, hefði orðið t. a. m. bóndi, barnakennari eða eitthvað annað, þá held jeg, að jeg hefði getað orðið kristuinni miklu þarfari maður en jeg nokkurn tíma get orðið sem prestur, að minsta kosti hjer. Prestamir eru hjer næstum fyrirlitnir, fárra manna orð minna metin en þeirra; þeir eru skoðaðir sem leigu- þjónar, útsendarar stjórnarinnar, eins og aðrir embættismenn. — Jeg veit ekki livort þessi andi er víða drotnandi hjer á landi; jeg þekti hann ekki fyr en jeg kom hingað. — — Auðvitað er þetta „kirkju- lega mein“, eins og önnur, að nokkru leyti prestunum, bæði eldri og yngri, að keuna. Það held jeg að sje hverju orði sannara, sem „Verði ljós!“ segir um „meinin11. Þó held jeg, að mjer liefði aldrei dottið í hug að skrifa þá grein („Vor kirkjulegu mein“), af því að jeg hjelt, að hver einasti prestur í landinu vissi það alt og viðurkendi, sem þar er sagt. En af synodus-frjettunum liefi jeg nú sannfærzt um, að svo er ekki. Að vera að „prótestera11 hátíðlega á móti öðru eins! það geugur yfir mig. Þó að hefði verið tvistrikað undir hvert einasta aðfinningar- orð 1 greiniuni, og þó að þeim svo hefði verið beint öllum saman að mjer sjálfum, þá skyldi jeg bara hafa sagt: já og amen. Jeg hefi reynd- ar ekki ritgjörðina fyrir framan mig og man máske ekki alt, en í heild sinni hafði hún þessi áhrif á mig. Jeg veit ekki livernig sá prestur er á sig kominn, sem ekki finnur, að hann er ónýtur, að margt væri öðruvísi, ef hann væri árvakrari, áhugameiri, lægnari og um fram alt betur kristinn. Jeg skammast mín ekki fyrir það, að jeg skrifa ekki i blöðin, sæki ekki synodus til að halda þar ræður o. s. frv., en jeg er ákaflega sueyptur yfir því, að jeg er ekki betri prestur, betri maður, uppbyggilegri í mínum söfnuði, en jeg er. Og að mjer auðnist að taka framförum í þvi, það eitt er efni allra minna hæua.---------“ Upplýsing alþýðunnar í Rómaborg er sorgiegur vottur þess, live aum- logt menningarástandið er i páfakirkjunni á vorum svonefndu upplýsingartim- um. I Rómaborg sjálfri eru sem sje 190,000 fullorðinna manna, sem hvorki kunna að lesa nje skrifa! Og þó munu hvergi i veröldinni vera jafnmargir klerkar og i þessari borg. Auk páfans eru þar 30 kardinálar, 35 biskupar, 1369 prestar, 2832 munkar og 2215 nunnur, svo ætla mætti að eittlivað væri h®gt að gjöra meira en gjört hefir verið til þess að menta þessar 190,000 ólæsra og óskrifandi manna. — „Sje auga þitt gallað, þá er allur likami þinn i Ilayrkri. Nú ef það ljós, sem i þjer er, er myrkur, live svart mun ekki það rilyrkur vera.“ (Matth. 6, 13.)

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.