Verði ljós - 01.12.1904, Síða 3

Verði ljós - 01.12.1904, Síða 3
VEHÐI LJÓS! 179 En nú segir þú ef til vill: nóttiu er ekki umliðin, enn þá grúfir myrkur yfir heiminum. Það ljós, ef nokkurt er, sem lýsir i heiminura, er ekki guð, ekki Kristur, heldur ljós menuingarinnar. Þetta er ekki rétt, nema þá að nokkru leyti. Það er að visu satt, að enn er mikið af myrkri i heiminum; en hvílíkur muuur er þó á því og myrkrinu, sem forðum grúfði yfir heiminum og enn i dag grúfir yfir hinum heiðnu þjóðum. Það skín ljós í myrkrinu. Iíjörtun eru ríkari að friði, lífið er auðugra að kærleika. Og þetta er ekki að þakka menningunni. Menning án guðs flytur að sönnu ljós mönnunuin, en það er kalt ljós. Hjörtun vermast ekki við það. Það flytur hvorki frið né kærleika. Jesús einu hefir það ljós að flytja, sem hita leggur af inn í mannshjartað. Og því ljósi er það að þakka, að vér getum sagt: Nóttin er umliðin. En hvað það snertir, að enn er svo mikið af myrkri í heimiuum, þá er vert að minnast þess, að postulinn segir aðeins að „dagurinn sé í n á n d“. Hinn albjarti dagur er enn ekki upprunninu. Dagurinn þarf tínia til að fæðast, ekki sízt eftir svo langa nótt. Allur tíminn, sem liðiuu er frá fæðingu frelsarans, er einn eiuasti langur vetrarmorgun. Allan þennan tíma liafa sólargeislarnir verið að berjast við myrkrið og þokuna. Atlau þeuuau tíma hefir dagurinu ver- ið að fæðast. Og enn er dagur ekki runninn til fults. Enn er húm í lieimi. Ljósið er enn að berjast við myrkrið. Eu himinbjarminn er ekki kveld- roði, er boðar sigur myrkurs, heldur morgunroði. er boðar sigur Ijóss- ins. Það er að birta. Nóttin er uraliðin. Dagurinn er í uáud. Brátt mun uppreuna albjartur daga á jörðu. Lof sé guði! Hvað eigum vór að gjöra? Láttu ljóss-geislana skína á þig, maður. Taktu oi'an gluggatjöldin, opnaðu gluggann! Láttu ljósið streyma inn til þin, bægja burtu uótt- inni og myrkriuu og flytja þér dag, hlýjan og bjartan; láttu það skína á þig, iun í sálu þína, inn í hjarta þitt. Littu á Jesúm! Líttu á guð þinn! Hann kennir i brjósti um þig. Haun breunur af kærleika til þín. Hann kemur til þess að frelsa þig. Hann róttir út liendur síuar á móti þór, liann vill draga þig að hjarta sínu. Rek þvf á braut allar dimmar hugsanir. Vertu öruggur og glaður! Vísa á bug öllura vondnra tilhneigiugum. Vertu glaður í guði, frels- ara þiuum. Komið því allir og safnist um Jesúm. Hann tilheyrir yður ölluin Hann vill vera frelsari yðar allra, undantekningarlaust. Yður er i dag frelsari fæddur.

x

Verði ljós

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.