Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Side 2
26
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
í því sem fúið er, Rú gengur alt of illa til
fara. Faðir þinn er—« Hann þagnaði alt í
einu.
«Komdu með treyjuna».
Hann fékk sér nál og spotta, og fór að
sauma saman rifuna, og fórst honum það eins
hönduglega og æfðum klæðskera.
«Hm! Rorgrími hefir aldrei orðið neitt við
hendur fast — Ekkert nema klukkur, fiðlur og
fatadruslur. Honum væri sæmra að klæða
drenginn sinn þokkalega, en að hrúga kring-
um sig rusli og ræflum. En það er ekki ráð-
legt að fiytja öl í gisinni ámu. Pað fer alt í
hundana — Og þarna situr hann og skefur
skít úr horni.»
Líkt þessu hugsaði Gunnar á meðan hann
var að bæta treyjuna.
Hann var maður ómannblendinn, og lítt
að alþýðu skapi. Hann bjó einn þarna í skóg-
inum í útjaðri bygðarinnar, undir Seljuhnjúk.
Hann lifði á dýraveiðum, fiskiveiðum og
smíðavinnu. Lítið gaf hann sig þó að smíð-
unum, en ef hann tók sig til, var hann dverg-
hagur. Einkum smíðaði hann ágætis eggjárn,
og hvarvetna var sótst eftir ljáum þeim, hníf-
Um og öxum, sem hann smíðaði, Hann var
ekki eyðslufrekur, karlinn. Hann átti sér ofur-
lítinn jarðeplagarð, sem hann ræktaði sjálfur,
og úr honum fékk hann nóg jarðepli handa
sér. Aðra akuryrkju hafði hann ekki.
«Hana nú! nú hangir hún saman um stund»,
sagði hann og hengdi treyjuna á stólinn. «Á
morgun ætla eg að fara upp á heiðina að
leita bjarnarins. Getur verið, að eg komi ekki
heim fyr en eftir nokkra daga. Ertu nokkuð
hræddur við það að vera einn heima?»
«Nei,» sagði Egill, lagði frá sér bókina,
tók hnífinn sinn og fór að telgja skeið, er
hann hafði í smíðum.
Pegar Egill fór heim úr skólanum á dag-
inn, varð hann sumum hinna skólabarn-
anna samferða ofurlítinn spöl, þangað sem
gatan heim að kofa Gunnars lá af alfaravegin-
um. Það var honum lítil skemtun. Hann óskaði
að skíðin sín væri komin, svo að hann gæti
farið beina leið um skóginn og losast við föru-
neytið.
En faðir hans hafði ineð fám vel vöidum
orðum bannað honum að fara með skíðin.
Hann sagði, að ef hann hefði skíðin. með sér,
myndi liann sífelt verða úti í skíðabrekkunum,
en ekkert hugsa um lesturinn.
Eitt kvöld, skömmu eftir að Helga meiddi
sig, voru börnin venju fremur vond við hann.
Pau fóru að stríða honum á Helgu, og svo
tóku þau húfuna hans, og köstuðu henni upp
í grenitré. Petta bar Egill alt með þögn og
þolinmæði, eins og hann var vanur.
«Veslingur», sögðu þau, «hann Iaunar ilt
góðu. Nei, hann er aumingi, sem ekkert get-
ur, ella myndi hann bíta frá sér. Það er ekk-
ert stál í honum, eintómt deigt jarn»,
«Pú verður nú að fara að herða þig,»
sagði Níels. «Hækjan verður að vera sterk.
Pú fær allra geðugustu stelpu. En varaðu þig
á því, að hún brjóti ekki mjóu leggina þína
með hrosshófnum sínum».
Egili varð svo reiður, að hann vissi eigi
sitt rjúkandi ráð.
«Láttu hana afskiftalausa b............há-
leggurinn þinn», æpti hann, stökk að Níelsi,
og laust hann undir eyrað svo að glumdi í.
Alla rak í rogastanz, og Níels sjálfan líka.
Eigill stóð með krepta hnefa og alla vöðva
stælta, eins og rándýr, sem ætlar að stökkva á
bráð sína.
Níels varð sótrauður af reiði, og mælti:
«Sussu, Sussu! dirfist litla randaflugan að
stinga? Eg skal, svei mér, brjóta broddinn þinn».
Harni reiddi til höggs, en Egill brá sér und-
an, og setti um Ieið báða hnefana fyrir brjóst
honum. Hann var stæltur sem fjöður, stökk
alt í kringum Níels, og barði hann með hönd-
um og fótum. Drengirnir slóu hririg um þá,
og horfðu hrifnir á hnefaleikinn.
Níels öskraði, bölvaði og barðist um, en
flest högg hans urðu vindhögg, því að ekki
var gott að festa hendur á Agli, hann var svo
snar og hjólliðugur.
Níels náði ekki upp í nefið á sér fyrir reiði-