Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Side 3

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Side 3
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 27 Hann fálmaði og hringsnerist — Ef eg næði í þig, eiturnaðran þín, þá —.» Loks rasaði Egill. Níels þreif til hans, og lét nú höggin dynja á honum. «Ekki nú meira,» sagði Ólafur í Asi, og drengirnir gengu á milli. «Láttu hann vera, ella skulum við einu sinni taka í lurginn á þér. Egill er dugandi drengur og stóð sigágætlega, Rví hefði enginn trúað að óreyndu.» «Hann er ekki eins linur og hann sýnist vera, lymskukindin sú arna», sagði Níels Iaf- móður og all-sneypulegur. «Komi hann öðru sinni, skal eg mola í honuni hvert bein.» «F*að gerði nú ekki betur en þú hefðirvið honum», sögðu þeir og hlógu. Níels skalf af reiði. Hann vildi ekki fylg- jast með heim, heldur fór aðra leið. Næsta morgun voru stúlkurnar að pískra eitthvað sín á milli. En drengirnirtöluðu upp- hátt um bardagann. Níels hafði bláa kúlu á enninu. Hann hafði að vísu fleiri sára bletti, en enginn sá þá, og hann vildi ékki kannast við það. Hann stóð upp við arninn, og bar sig all-mannalega. Hann var ekki vel þokkaður af skólabörnun- um, sízt þeim sem minni máttar voru, því að hann var óvæginn við þau og harðhentur. Nú stríddu þau honum, og 'sögðu: «Barði Larfi þig í gærkveldi? ha,hæ.» Rau voru ekkert hrygg yfir því. Níels reygði höfuðið og mælti ail-mikilmann- Iegur: «Eg er hræddur um að eg hafi barið hann helzt til fast, vesalinginn. Hann kemur víst ekki í skólann næstu dagana», bætti hann við, og hló hæðnislega. En diguryrði hans höfðu nú engin áhrif á þau. «Hann Níels er ekki eins sterkur og menn halda. Hatm er lingerður og nautstirður. Stóru útlimirnir bera hann ofurliði. > Þessi orð bergmáluðu hvaðanæva. Helga var hálf-kvíðandi. Hún sneri sér að vinstúlku sinni og sagði við hana: «Skyldi Níels haH meitt hann mikið, aum- iiigjann íitla?« «Sussu, sussu, nei, þá væri hann varla svona borubrattur». A síðustu stundu kom Egill; einmitt þeg- ar kennarinn blés í skólapípuna til þess að kalla á börnin. Hann var hæglátur og upp- burðarlaus eins og hann var vanur, og lædd- ist hljóðlega í sæti sitt. Nú litu börnin á hann með meiri virðingu en áður. Það var, ef til vill, dugur í honum, þótt hann lítilmótlegur væri. «Pið hefðuð átt að sjá, hversu hraustlega hann barðist í gærkveldi, og hve hann var atal- legur», hvíslaði Ólafurá Ási að nokkrum dreng- jum. — «Rað var aðdáanlegt«, sögðu þeir. Rað var nokkrum dögum síðar í miðdags- fríinu. Egill sat einn í skólastofunni. F*á kom Níels þjótandi inn, og stór hópur á eftir honum. «Er það satt. að föðurbróðir þinn sé búinn að vinna björninn?» sögðu þau. «Já». «Og þú hefir ekkert getið um þetta. Var hann stór?“ «Sá stærsti, sem hann hefir nokkurn tíma skotið.» «Kom hann honum heim með sér?“ «Nei, liann varð að láta hann liggja í snjón- um, þar sem hann skaut hann. I morgun fór liann með sleða til þess að sækja hann; og hann hélt, að hann myndi ná heim aftur í kvöld, af því að færið ersvogott.» «Ó, hve það væri gaman að sjá hann í heilu lagi, ætli hann sé búinn að flá hann?» «Nei.» «Eigum við að fara heim með Agli í kvöld, drengir?» sagði Ólafur í Ási; «það er svo gott skíðafæri». «Já, já,» hrópuðu allir í einu. Allan síðari hluta dagsins sátu þeir óþreyju- fullir, og biðu þess að skólatíminn væri á enda. Pegar búið vai að syngja kvöldsálminn, þustu þeir til dyranna, hver sem betur gat, svo að kennarinn varð að hasta á þá, og biðja þá að fara hægar, en æða ekki eins og úlfar að æti. F’etta kvöld fékk Egill að vera einil alla leið, 4’

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.