Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Qupperneq 4
28
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Jdví að hinir clrengirnir fóru beina leið á skíð-
unum, og komu heim löngu á undan honum,
þó að hann hlypi nær því alla leiðina.
Pegar hann kom á hæðina fyrir ofan bæinn,
og sá heim, furðaði hann sig á því að sjá eng-
an úti. Var Gunnar enn ekki korninn? Rarna
voru skíðin þeirra drengjanna; en hvar gátu
þeir verið? Skyldi þeir hafa farið inn ístofu?
«Ó, ef þeir tæki nú dýrin mín og bryti þau,»
hugsaði hann. Hann skalf af hræðslu, stökk
afstað, og flýtti sér heinr, sem nrest hann nrátti.
Eftir nokkur augnablik var hann konrinn heim,
og inn í fordyrið, lúinn og lafmóður. Hann
hlustaði. Ójá, þarna voru þeir inni. Hann gekk
inn. Ó, þeir höfðu tekið dýrin hans niður af
hillunni, héldu á þeim, og virtu þau fyrir sér.
«Varið þið ykkur að missa þau ekki niður
og brjóta þau», sagði Egill ákafur.
«Góðu, farið þið varlega!*
Hann rétti út höndina til þess að taka hest-
inn af Níelsi.
«Eg skal ekki eta hann», sagði hann háðs-
legur, og hratt honum til hliðar.
«Hver lrefir búið til þessi dýr?»
Rað var hestur, kýr, kind, hyrndur hafur
og maður; en maðurinn var ekki nema hálf-
smíðaður.
«Rað er vafalaust Gunnar, sem hefir smíð-
að þau,» sagði Ólafur í Ási.
«Eg hefi gert það,« sagði EgiII.
«Nú lýgurðu», sagði Níels. «Rað er trúlegt!
Pú kant víst að beita hnífnum svona!» Hann
gerði sér upp hlátur.
«Nei sko ! þessi hafur er eins og hann væri
bráðlifandi," sögðu þeir hver við annan með
hinni mestu aðdáun.
«Jú, eg hefi búið þau öll til sjálfur, og
eg á mörg fleiri heima.»
Haltu þér sanian/ sagði Níels. Hvað
skyldi Gunnar vilja fá fyrir þennan hest? Eg
kaupi hann.»
EgiII varð hræddur.
«Fáið þið mér hann,» sagðihann, og hrifs-
aði hestinn af þeim.
Níels ógnaði honum nieð kreptum hnef-
anum.
«Engan bardaga í kvöld,» sagði einn dreng-
janna, og hinir tóku í sama strenginn, svo að
Níels hélt sér í skefjum. Hann setti upp þótta-
svip, og lét hringla í nokkrum silfurpeningum,
seni hann hafði í buxnavasa sínum. En það
hafði engin áhrif; þeir létu ekki ógna sér.
Eftir áflogin við Egil náði hann aldrei því
valdi yfir hinum börnunum, sem hann hafði
áður haft.
«Nei, það er alveg dæmalaust, svona fag-
urt smíði!» sögðu þeir hver við annan. Augu
Egils Ijómuðu af gleði. Honum fanst hann vaxa.
«Heima byrjaði eg á kúnni og hafrinum,»
sagði hann, «en eg gat ekki komið neinu lagi
á þau; eg hafði líka svo vondan hníí. Pegar
eg kom hingað, sniíðaði föðurbróðir minn tvo
hnífa handa mér, stórann og lítinn, og þeir
bíta, skal eg segja ykkur.»
Hann sýndi þeim hnífana.
«Hefir Gunnar ekki hjálpað þér til?»
spurðu þeir.
«Nei, en honurn þykja dýrin mín falleg.
Rað þótti föður mínum ekki. Hann hæðist
að þeim, og finnur á þeim missmíði ein°; og
einu sinni henti hann þrem eða fjórum í eldinn."
«En hvað þessi hafur er vel sniíðaður!»
«Gunnari þykir líka mest vænt um hann,»
sagði Egill glaður í bragði. Eg var Iengi, lengi
með hann, og ætlaði aldrei að geta koniið
neinu lagi á hann. Pá tók Gunnar hann eitt
kvöld, og gerði í hann ofur litlar skorur á ýnis-
um stöðuni.»
«Eg varð hræddur um, að hann myndi ó-
nýta hann fyrir mér, en það gerði liann nú ekki.
«Líttu nú á, sagði liann, «þegar hann fékk
mér hann aftur, haltu nú áfram, |iar sem eg
liefi merkt, og Jiá held eg að hafurinn þinn
verði rétt skapaður.»
«Eg gerði það, og þá fór altað Iagast«.
Allir störðu á Egil, og hlustuðu á orð hans
með eftirtekt, eins og hann væri alt í einu
orðinn mælskumaður.
Níels einn var í illu skapi. Englnn virtlst