Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Blaðsíða 5
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 29 gefa honum neinn gaum, en allir flyktust um þennan leppalúða. «Eg held að þetta sé alt haugalýgi,» sagði Níels, «en ef þú, Egill, hefir búið til þessi dýr, þá furðar mig ekki, þótt þú kunnir illa kverið þitt. “ «Dýrin tefja mig ekki við að læra, þau hjálpa mér til þess,« sagði Egill. Peir horfðu á hann undrandi; hvað átti hann við? «Einmitt það!» sagði Níels, og hló hæðnis- lega. «Rú ætlar auðvitað að gefa prestinum kúna; það verður feit steik af henni, Svo skaltu gefa kennaranum hafurinn, og ríða svo á hest- inum þínum til prófsins; þá held eg að þú sleppir laglega við það, og meðaleinkunnin verður líklega 51/2.» r*etta var, svei mér, fyndið, hugsaði Níels, en nú hló enginn að fyndni hans. «Eg held að hann segi alveg satt,» sagði Ól- afur á Asi; «og það er áreiðanlegt, að hvorki þú, Níels, né nokkur okkar hinna getur gert slíkt listasmíði.» «0 svei!" sagði Níels, «hvaða gagn er að þessu ólukkans föndri. Ef eg vil sjá eitthvert húsdýr, þá fer eg rakleitt út í fjós, þar er nóg af þeim, og þau eru þó enn þá betur gerð, því að þau eru lifandi. Við skulum nú láta þetta skran upp aftur, og fá okkur almennilegt skíðahlaup meðan Gunnar kemur ekki.» Reir fóru allir út. «Ætlar þú ekki að verða með og sýna eitt verðlaunahlaup, Egill?» sagði Níels ertnislega. Egill þagði. Hann varð einn eftir í stofunni, og með tárin í augunum. Sú gleði, sem rétt áður hafði skýlt honum eins og hlýtt fat, og gerl hann styrkvan og öruggan, var nú rifin af honum vægðarlaust, og hann stóð nakitin eftir, skjálf- andi og sneypulegur. «fJeir trúðu mér ekki; það fann eg núna síðast,» hugsaði Egill. «Reir halda, að eg viti ekkert og kunni ekkert; og kennarinn heldur það líka. En það er ekki satt». Síðustu orðin sagði hann ósjáltrátt upphátt, svo að bergmálaði í stofunni. Hatin tók nú dýrin sín, eitt og eltt í einu, og skoðaði þau í krók og kring, og varð ntjög glaður, þegar hann sá, að þau voru öll óskemd. Eg vildi að þeir hefði aldrei séð þatt! N ú segja þeir öllunt frá þeim, og kennaranum líka. Og svo fæ eg snuprur hjá honunt. Hann hélt auðvitað líka, að hann skeytti ekki nárninu. Og ef hnífurinn yrði svo tekinn af honum! Hann vissi það bezt sjálfur, hve iðinn hann var við lesturinn og kappsanmr. Hann fann það líka vel, að dýramyndirnar hans hjálpuðu honum við nántið. — Rær hugðu á liann á meðan hann var að lesa, og kinkuðu svo vin- gjarnlega kolli til hans. Pá var sem nýtt líf færðist í hann, og liann fékk kjark ogþrótttil þess að halda áfram við erfiðu leksíuna sína. Hann mintist þess, hve honum gekk illa eitt kvöld, þegar hann var að Iæra «fræðin». Hann las og las, og hann grét yfir bókinni, því að hann gat aldrei rnunað þessi undarlegu orð, sem hann skildi ekkert í. Pá sá hann alt í einu hafurinn. Hann stóð þar á afturfótunum beint fram undan honum. Svo hljóp hann og stökk aftur og fram um túnið, kom til hans aftur, og vildi fara að glett- ast til við hann. Hann fleygði bókinni, út- vegaði sér ofurlítinn efniviðarbút, og byrjaði að tálga. Hann ætlaði að búa til hafur. Svo fór hann aftur að lesa. Pá gekk honum miklu betur. Pá leksíu kunni hann svo vel, að kennar- inn hældi honum fyrir það — Rað hafði hann aldrei gert fyr né síðar. Og hafurinn hans varð líka fallegur. Hann var fallegastur af öllu, sem hann hafði smíðað. Nú tók hann hafurinn aftur niður af liill- unni, og kjassaði hann í sífellu. Hann gladd- ist svo innilega við það. «Húrra! þarna kemur bangsi,» hrópuðu drengirnir úti. Egill þaut út. Hann langaði líka til þess að sjá hann. Parna stóð föðurbróðir hans, og var að þurka af sér svitann; hann rétti úr sér og teygði sig allan eftir áreynsluna.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.