Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Síða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Síða 11
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 35 tíma, sem fór til borðhalds, varð hann að skilja við Cæsar. Hann hafði alt af hjartslátt, þegar hann gekk upp stigann upp til sín. Var hund- urinn þar enn ? Eða hafði lögreglan komið, og tekið hann með sér? Oft fanst honum að hann heyra fótatak ungfrúarinnar, að hún væri nú að koma og sækja eign sína; eða var hún annars komin aftur? Ætli vinnufólkið hafi látið hana vita að hundurinn var horfinn? því skrif- aði hún ekki? Rað lá þó svo beint við, að hundurinn hefði hlaupið heim til gamla hús- bónda síns, hitt gat henni ekki dottið í hug; eða hvað? Ætii hún komi sjálf, til þess að sanna hann sekan ? Hvað sem um það var — hún kom ekki. Fimta daginn var myndin fullger. Hann þorði varla að líta á hana; hann var hræddur um að hún hefði mishepnast, væri ekki eins vel gerð, eins og liann gæti, Hann gerði sér litlar vonir,- bjó þó uin hana og sendi hana til dómsnefndarinnar, til sýningarinnar. Breiða, gylta umgerð hafði nann keypt utan um hana fyrir peningana, sem hann fékk í seinna skiftið. Myndinni var veitt móttaka.' Hefði alt verið með feldu, hefði það vald- ið Max Odrich óstjórnlegrar gleði; hann hefði þótzt hafa náð þvf takmarki, sem hann gæti ítrast náð. En nú varð hann bara hissa, það er hann hafði orðið að leggja í sölurnar til þess að Ijúka verki sínu, var honum um megn fram ; það hafði kostað hann ráðvendni hans. Hann gat ekki hrist af sér byrðina, sem samvizka hans lagði á herðar honum. Fyrsta daginn þorði hann ekki að koma á sýningarstaðinn. Næsta dag eftir að hún var hafin fór hann þangað um miðdegisbilið, því að þá bjóst hann við því, að einna fæstir væri þar viðstaddir. Hann leit að eins lauslega, út- undan sér, á mynd sína. Rarna á þessum stað fanst honum hún sér ný og ókunnug, nærri því eiiis og einhver annar ætti hana. En lista- mannsauga hans sagði honum þá þegar, að hún væri í vondri og óhentugri birtu, og hengd upp á milli jtveggja gríðarstórra, íburðarmik- illa sögumálverka. Honum féll það illa; þó að hann hefði ekki sem bezta trú á mynd sinni, vildi hann þó að minsta kosti að hún fengi að njóta sín; hann réði því af að biðja ritnefnd sýningarinn- ar um annan stað handa myndinni. En svo nam hann staðar við fortjaldið, sem greindi herbergið frá sýningarskálanum, og varð sem steini lostinn. Hann heyrði málróm, sem hann kannaðist við. Hvar hafði hann heyrt hann? Kvenmanns rödd—jú, nú mundi hann það; það var hún ungfrú Móralt. Hún var þá komin aftur; Cæsar flaug honum óðara í hug; hann hélt hann væri nú frá; hann ætlaði að rjúka burt í fáti. En orð- in, sem hann heyrði sögð í lágum, en þó skýr- um rómi, bundu fætur hans herfjötrum. Konan hafði spurt eftir einhverju, sem hann heyrði ekki, enn ritarinn heyrði hann að sagði: «Atta hundruð mörk.» Pá varð hin röddin skýrari: «Pað er gott, eg kaupi- myndina; eiginlega er það ekkert verð; hún er miklu meira virði." »Rað er hún líklega, svo mikið eraðhenni dáðst,» svaraði ritarinn, «hverjum skyldi hafa dottið það í hug? En verðið verður að ákveða um leið og myndin er sett á sýninguna. Og svo er þetta mynd eftir ungan listamann— sjái þér,—sem nú kemst að á sýninguna í fyrsta sinni. Rað hefir margur lotið að minna.» Konan gegndi ekki strax; það var eins og hún ætlaði að fara, en svo sneri hún sér við aftur. «Haldið þér ekki að málarinn hafi selt mynd- ina með svona lágu verði út úr féþröng, þó að hann ef til vill hafi vitað, að myndin var meira virði ?» «Pað er mjög líklegt; og eg held meira að segja, að því sé þannig varið með «Hunds- trygðina«.» «So —o» svaraði hún og dró seiminn, «seg- ið mér annars nokkuð —þekkið þér hr. Odrich?» «Ekki af eigin reynd. En félagar hans hafa 3*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.