Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Qupperneq 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Qupperneq 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 39 Zeppa settist á baksætið, og réði sér ekki fyrir fagnaðarlátum yfir að hafa fundið husmóður sína aftur. Max Odrich hallaðist aftur í sætið fölur og þegjandi. Konan horfði á hann með ánægju- svip. „Sárið yðar er þó vænti eg ekki hættu- legt? Það væri óttalegt, ef þér hefðuð mín vegna, alókunnugrar —» «Ó, það eruð þér ekki,» tók hann fram í, og brá hlýlegum glampa við í augunum, «þér, sem hafið gert svo mikið fyrir mig; þér þurfið engar áhyggjur að bera mín vegna; sárið er hlægilega iítið; eg þarf ekki svo mikið sem Iæknis með.» »Betra sem betra er; þér getið þó tafið jijá mér dálitla stund, úr því við erum komin svona langt*, Vagninn nam staðar við dyrnar á húsinu, sem Max Odrich vor orðið svo vel kunnugt. Hann gekk upp riðið með þungu hjarta. Hér hafði freistingin liertekið hann; hér hafði hann gert það. Hefði löggæzlumaðurinn dregið sjálf- an hann í fangelsið í dag í staðinn fyrir hinn þjófinn, hefði hann ekkert orðið hissa á því. Hvernig fer þetta annars? Hann fann að hann varð að gera enda á þessu — að hann gat ekki borið þessa byrði lengur. Læknirinn átti heima þar skamt frá og kom þegar. Hann gerði lítið úr skeinu málarans, og batt um liana, svo hann þurfti ekki að hafa hendina í fatli. Agata Moralt varð því fegin, og mælti síðan til hans: «Nú get eg verið glöð og á- nægð, fyrst eg er búin að finna hann Zeppa. Þér trúið því ekki hvað mér þykir vænt um hundinn; en þegar maður er einn í veröldinni, verður maður að hafa eitthvað til að Iáta sér þykja vænt um. Eg hefi reynt það með mann- eskju fyrir löngu síðan, en það brást. Svo eru bara dýrin eftir handa mér, og svo - ja, þér vitið ekkert um það — en lítið þér nú hérna inn fyrir — í helgidóm konu, sein er viðvaningur. Hún svifti tii hliðar dyratjaldi úr þykkum, rauðum dúk, og bauð málaranum brosandi að líta inn fyrir. Max Odrich horfði forviða á hana: «Nú, þér málið þá?« »Já, ofurlítið, eins og þér sjáið, en bara blóm. Lengra hefi eg nú ekki komizt. En mig langar til að mála dýr; það væri gaman að geta það eins vel og þér. Heyrið þér: nú dettur mér nokkuð í hug: Pér verðið að mála hann Zeppa minn fyrir mig; gerið þér það fyrir mig — eg bið yður innilega um það». Max Odrich varð ráðalaus; tilviljunin krepti æ fastara að honum; hann sá að hann gat ekki framar losazt úr þessu neti, sem flæktist um hann. Agata Moralt hélt víst að þögn hans væri undantölur; hún reyndi því að eyða vafa hans. »Stundarkorn getið þér látið mér eftir á hverjum degi. Og þá getið þér notað þessa litlu vinnustofu mína — er ekki svo? Eg vil heldur ekki skilja við hundinn minn — ekki eina stund. Pér skiljið það — eg sá hvað þér áttuð bágt með að skilja við hann Cæsar — hvar skildi hann nú vera, auminginn?— hefði eg haft hugmynd um það þá! — Enn heyrið þér, ef hann kemur í leitirnar aftur, þá er hann yðar eign, lítill þakklætisvottur, sem þér ekki getið vísað til baka frá minni hendi, er ekki svo? Og við finnum hann — við megum til að finna hann; eg verð ekki róleg fyr en hann er fundinn aftur«. »F*ér viljið leita að honum — þér — fyr- ir mig, náðuga ungfrú? Ó, ef þér vissuð að — að — —«. Max Odrich þoldi ekki við lengur. Kvalir örvæntingarinnar kæfðu niður orð hans. Hann hélt að liann ætlaði að kafna af að játa sekt sína. Hann fleygði sér á hné fyrir henni og sagði með þungum grátekka: »Guð minn góður — eg get ekki sagt það». »Nú, hvað er þetta? Hvað eruð þér að gera? Eruð þér gengin af vitinu hr. Odrich?

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.