Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Qupperneq 17

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Qupperneq 17
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 41 því fljótt í lag. Hann málaði hundamarkað, þar sem maður selur hundinn sinn út úr neyð; það líkaði henni vel. Zeppa var á miðri mynd- inni. Verkið gekk greitt, en þó var svo að sjá, sem málarinn færi sér hægra, því lengra sem Ieið á myndina. Meðan hann handlék pens- ilinn og Iitaspjaldið, gerði hún sitt til að spjalla við hann og skemta honum, stundum með söng og hljóðfæraslætti, eða þá með því að segja honum atburði úr æfi sinni. Foreldrar hennir voru ríkir jarðeigendur, og voru Iöngu dáin, áður en þau þektu hana að fullu; en hún var gefin fyrir alt sem fagurt var í listunum og náttúrunni. Samkvæmalýðurinn, sem hún kyntist, var henni líka ókunnur, skildi hana ekki. Henni fanst hún helzt átta sig á einum ungum manni, riddaraforingja einum, er leitaði kunnugleika við hana. Hún lofaðist honum, en hann sveik hana. Hann hafði bara viljað hana peninganna vegna; sú, sem átti ástir hans, var leikaramær. Rað var hversdags- saga; en hún skar Agötu í hjartað. Hún hafði fengið óbeit á mönnunum, Hún flutti inn í borgina til þess að lifa þar eins og henni lík- aði bezt, og bezt átti við hana. Meðan hún var að segja Max Odrich þessi atriði úr æfisögu sinni horfði hún stöðugt á hann. Ransóknirhennar virtust gera hana ánægða. Hún varð æ glaðari, og augun hýrnuðu með degi hverjum. Loksins vissi hún til fulls það, sem hún vildi vita. Einn daginn kom hún til Max Odrichs ívinnu- stofu hans. og hafði þjón einn með sér. Hún yrði þó að heimsækja hanu einu sinni aftur, sagði hún. Svo leit hún eftir öllu í þessari fátæklegu stofu, skoðaði hverja mynd, spurði um verð á þeim —og keypti þær. Regar hún var búinn að kaupa það nærri alt saman, sendi hún Georg heim með byrðina. Ungi málarinn var bæði hissa og í vand- ræðum, og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðr- ið. Honum fanst hún fara svo undarlega að, að hann vildi malda í móinn, en þorði ekki, á mcðan þjónninn var við. «En ungfrú mín,» sagði hann nú, þegar hún varorðin ein,« það geturþó ekki verið alvara yðar, að kaupa alt þetta hrasl; eg get ekki látið það eftir; og skammast mín fyrir að hafa sett nokkurt verð á það.» Hún horfði á hann brosandi. «FeIlur yður illa að láta þessar myndir frá yður —þær eru kærar endurminningar — er ekki svo? Jú, eg skil það vel; en berið þér engan kvíðboga fyrir því; þær fara ekki úr ættinni.» Max Odrích þótti það skrítið. «Við hvað eigið þér?» «En ólíkindalætin! Skiijið þér mig alis ekki?» «Nú —ónei» «Svo verð eg að segja það hreint og beint. En þér megið ekki reiðast mér. Sjáið þér — mér líkar ekki stofan yðar.» Nú fór Max að skilja. Hann blóðroðnaði — og varð svo fölur sem nár. Hafði hann von- að einhvers annars. ? «Eg vildi nú helzt ráða yður til þess að hafa híbýlaskifti» hélt Agata rólega áfram, «og búa hjá mér það sem eftir er.» Rað hefði ekki komið meira flatt upp á málarann, þó að eldingu hefði lostið niður við tærnar á lionum. En ljós eldingarinnar þaut óðara í hjarta hans og gaf því skilning. «Agata, skil eg þetta rétt —eru nokkur lík- indi til þess?» «Já» svaraði hún blátt áfram og brosti glað- Iega;» eg skal nú gera þér játningu; þú þarft ekki að segja mér neitt; eg hefi fyrir löngu skilið hið orðlausa mál þagnar þinnar, og fyrst þú hefir spurt mig þegjandi. má eg til að svara þértalandi. Já —eg elska þig, eins og þú mig! Rað hefi eg aldrei ætlað, eg hélt að hjarta mínu væri vel borgið. Á dögunum vildi eg ekki kannast við það - en nú verð eg að kannast við það, að þú ert samt þjófur — hjartaþjófurinn minn.» Endir.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.