Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Qupperneq 21
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
45
og eg gæti frekast óskað mér. En nú verðum
við að hætta að tala um drenginn og fara að
hugsa um gestinn; fóstran getur tekið við hon-
um aftur, en þú Kata verður að sjá um að
hr. Gilkrist leiðist ekki.«
Barnfóstran, miðaldra kvennmaður, dökk
yfirlitum með harðlokaðan munn, gekk stilli-
lega fram og tók við barninu.
»Við drekkum te í tjaldbúðinni í dag« sagði
frúin, »má eg fylgja yður þangað?» sagði hún
um leið og hún snéri sér að mér.
«r*að er rétt, kona, fylgið honum þangað;
eg þarf að bregða mér út í hesthús, en eg
kem bráðum til ykkar".
Frúin fylgdi mér nú gegnum Ijómandi fall-
egan rósarunna og inn í lítið tjaldhús, er stóð
undir stóru tré. Hún settist við teborðið og
bauð mér sæti við hlið sér.
f’egar við höfðum setið þegjandi stundar-
korn, segir hún: «það var undarlegt, að þér
skylduð vera viðstaddur, þegar maðurinn minn
fékk skeytið uni fæðing drengsins.»
«Já, en það var annað sem var undarlegra,
eg fékk sama dag símskeyti frá vini mínum.
CoIIet lækni,» svaraði eg,
«Collet Iækni í Lundúnum?» spurði hún.
«Já, þekkið þér hann ?»
«Hann var viðstaddur þegar drengurinn
fæddist.»
Hún brá eigi litum, en hún fiktaði ósjálf-
rátt með teskeiðina, og lét tvívegis sykur í teið
sem hún ætlaði að drekka.
«Skeytið, sem eg fékk, var mjög kynlegt,»
hélt egáfram, «það var að vísu skammstafað, en
þó fullkomlega skýrt, það var í því frásaga
yður viðvíkjandi, frú, og hún hefir eigi getað
verið rétt. Skeytið sagði að drengurinn yðar
hefði dáið sama daginn og hann fæddist.»
«Að barnið hafi dáið, að Jón litli hafi dáið,»
mælti hún og horfði ransóknaraugum á mig,
«en sú missögn,» bætti hún við með uppgerð-
ar hlátri, «með öllu ástæðulaus, en Collet læknir
dó, eftir á að hyggja, sama daginn og dreng-
urinn fæddlst, svo hugsanlegt er, að hann hafi
ekki verið með fullu ráði þegar hann sendi
skeytið.»
«Eg var varla búinn að lesa skeytið hans,»
sagði eg, «þegar maðurinn yðar kom til mín,
fram úr lagi æstur af fögnuði, og sagði mér
að alt hefði gengið að óskum, og eg sé að
drengurinn er stálhraustur, eg óska yður
hjartanlega til hamingju með hann."
Þegar hér var komið samræðunum, heyrðum
við óðalseigandann koma. Frúin hafði setið
mjög róleg, en nú spratt hún á fætur, og all-
mikil geðshræring Iýsti sér í orðum og látbragði.
«Ekki eitt orð um það,» sagðihún í lág-
um róm, «um fram alt látið hann ekkert vita
um skeytið frá Collet. Hann mundi halda að
það spáði auðnuleysi fyrir drenginn, lofið þér
mér því að þegja?»
„Úr því eg sagði honum þetta ekki á Ind-
landi, finst mér ástæðulaust að vera að því héð-
an af. Ást hans á barninu er aðdáunarverð.»'
Síðar um kvöldið dvaldi eg stundarkorn
inni hjá óðalseigandanum í skrifstofu hans og
hann sýndi mér þar nokkrar dýrmætar ljós-
myndir, sem hann hafði tekið af sólmyrkvan-
um á Indlandi. Um það bil og eg var að
fara til þess að ganga til rekkju, stendur hann
upp horfir fast á mig og segir: «Og yður
sýnist drengurinn hraustlegur. Er ekki svo?»
«Já, mjög hraustlegur svaraði eg.»
«Og finst yður konan mín eigi stolt af því
að eiga svona efnilegan son?»
«Rér sjáið eigi sólina fyrir honum,» sagði
eg og reyndi að komast undan að svara spurn-
ingunni beint, Pví eg hafði tekið eftir að frú-
in varla nefndi barnið, og virtist eigi mjög til-
finninganæm fyrir því.
Óðalseigandinn varð blóðrauður í andliti.
Eg skil yður, þér hafið uppgötgvað það
sama og eg. Konurnar eru óútreiknanlegar. Eg
hélt hún myndi eigi sjá ^sólina fyrir honum,
en raunin hefur orðið alt önnur, engin kona
hefir hugsað minna um barn sitt. Ekki svo
að skilja að hún vanræki liann, nei langt frá.
(Famh.)