Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Side 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Side 22
46 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Bókmentir. Árið sem leið varð Benedikt Sveinbjarnar- son Gröndal áttræður. Rað eru nú vanalega engin stórtíðindi, þó að einhver eða einhver verði áttræður, ef ekki er neins sérstaks að minnast um manninn, sem hefir lifað svo langa ævi. En ef það er stórmenni, sem um er að lala, maður, sem hefir Iátið til sín taka, annað hvortsem vísindamaður eða skáld, stjórn- málamaður eða bóndi í héraði, þá er vert að minnast þess. En ekki að eins vegna þess, að maðurinn er áttrœður, nei, ekki það, heldur þess að vér lítum þá til baka yfir langan ævi- feril, heilt skeið úr sögu lands vors og lýðs, þar sem maður þessi hefir tekið fram í við- burðarásina að einhverju leyti. Rað eru rétt 60 ár síðan fyrstu kvæði Gröndals birtust í 9. ári Fjölnis, og síðan hefir hann við og við alt af látið til sín heyra, og áhrif hans liafa í mörgu orðið frámunalega mikill, einkum á liina yngri kynslóð manna; orðgnótt hans og ímyndunarafl hefir orðið til þess, að þeir hafa lagað sig sjálf- rátt eða ósjálfrátt eftir honum, einkum á yngri árum. Vér þurfum ekki annað en að líta í kvæði Kristjáns Jónssonar til þess að finna á- hrif orðalagsins. í haust komu hingað 3 rit, eitt um Gröndal og tvö eftir hann. Ritið um Gröndal er minn- ingarrit á 80. afmælisdegi hans, er Sig. bók- sali Kristjánsson í Reykjavík hefir gefið út. Rit þetta er ágætt bæði að efni og frágangi. Pað er ævisaga Gröndals í ágripi eftirjón Jóns- son sagnfræðing, og svo ritgerðir um hann, sem skáld, fornfræðing, náttúrufræðing, og heima hjá sér, alt eftir hina ritfærustu ungra manna. Svo má segja, að hver þessara ritgerða sé ann- ari betur samin, og eru þær alveg gersneydd- ar öllunt sleikjuhætti og hálfvelgjukánti, sem svo oft er vant að loða við það þegar farið er að rita um menn. Rað er eins og Gröndal gamli hafi liálft um hálft farið í þá, sem unt liann fituðu, og gefið grelnum þeirra blae af sjálfum sér. Rað er mikið gleðiefni fyrir marga, að þess er getið, að Gröndal er að rita ævisögu sína. — Þar mun að líkindum kenna margra grasa og margt koma fram, sem er ekki lýðum Ijóst, því að, eins og kunnugt er, var hann í Khöfn í fjölda mörg ár, og mjög handgeng- inn þar mörgum ágætismönnum. Framan við bókina er snildarkvæði eftir Sigurð Kristjáns- son. I bókinni eru 5 ágætar myndir af Grön- dal á yngri og eldri árum. Eftir Gröndal hafa komið út Dagrún, lítið kvæðasafn, og Smásögur,4 að tölu, þrjár þýdd- ar og ein frumsamin. Regar kvæði Gröndals komu árið 1900, keypti eg bókina þá þegar, af því að Gröndal hefir verið vinur minn, síð- eg lærði að lesa, og fletti bókinni þegar, til að leita að Hugfró — og fann hana ekki, og þótti súrt í brotið. Eg hafði lesið hana og gleymt sjálfum mér yfir henni þegar hún kom út í Gefn 1872. Nú er hún prentuð að nýju í Dag- rúnu, og nokkur önnur kvæði eldri t. d. Brís- ingamen, þungskilið kvæði og mikilfenglegt o. fl. Svo eru og nokkur ný kvæði, og enda eitt síðan í sumar, og verðurekki séð að Grön- dal hafi mikið hnignað. Rað eru enn í nýju kvæðunum hans sama fyndnin og sama gáfan og fyrr — Sögurnar eru aðkvæðamihni. «Rón- ald undrabarnið* er frægt ævintýri, þýzkt að uppruna, og Brúðardrauginn kannast allir við, sem lesið hafa Nýja Sumargjöf; það er eitt af hinum allra beztu kostasprettum Gröndals, og tekur frumritinu (The spectre-bridegroom e. W. Irving) fratn að fjöri og fyndni. Eg saknaði þar hinnar ágætu sögu: Tréskórinn í Gefn. Nú er eftir að fá Örvar-Odds-drápu gefna út að nýju; þá hefðum við höfuðrit Gröndals í nýjum út- gátum. Annars hefði átt vel við að öll skáld- rit lians hefðu verið gefin út í sainhengi; það er eitthvað leiðinlegt við að eiga það alt í smáheftum, sitt í hvoru broti. Ágúst Bjarnason: Yfirlit yfir sögu mansand- ans. Nitjánda öldin. Rvík, 1906. 375 bls. Bók þessi er stór nýjung — eg vll segja

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.