Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Síða 24
48
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
í skólanum.
Kennarínn: »Ef 8 ykkar fá til samans 48 epli,
32 perur og 64 jarðber, hvað fær hvert ykkarþá, ef
jafnt væri skift?
Ekkert svar.
Kennarinn: »Hana nú, Pétur litli.«
Pétur (hikandi): »Við fengjunijöll magapínu.«
Aðgæzla.
Klæðissalinn: »Láttu ekki alinmálið liggja
þarna hjá ofninum, strákur, hitinn teygir alla hluti.«
Hygginn kral.
Á eimskipabryggjunni í einum af smábæjum
Noregs kallaði gamall bóndi upp til skipstjóra á
eimskipi, sem varð ferðbúið, og spyr hvað kosti að
fara með skipinu fram og aftur. Skipstjóri svaraði
því óðara. »En hvað má eg hafa mikið með,« spurði
bóndi enn fremur. »Eins mikið og þú getur borið,«
svaraði skipstjóri góðlátlega. Rétt á eftir kom karl
fram á skipið tneð kerlinguna sína í fanginu.
Hann: «Foreldrar mínir vilja endilega að eg
giftist ungfrú Pálínu.«
Hún: »Það er ekki illavalið. Pálína er bæði
falleg og gáfuð.«
Hann: »Eg kæri mig hvorki um fegurð né
gáfur, einungis vil eg giftast yður.«
Endurgoldin öfund.
H ú n : Það er til ein kona, sem eg öfunda,
og það undarlega er að hún öfundar mig líka.
Hann: Hvernig stendur á því?
Hún: Við elskuðum báðar sama manninn,
og það varð mitt hlutskifti að giftast honum,
Það hreif.
Jeg bið frúna að reiðast mér ekki, þótt eg sé
svo djarfur, að biðja hana að mæla með því, að
maðurinn yðar taki mig í skrifstofuplássið, sem hann
hefir auglýst, sagði ókunnugur ungur maður.
Get ekki, sagði frúin, eg skifti mér aldrei af
verzluninni.
Ungmennið: Jeg veit eg er fær um að annast
starfið. En cg hefi hættulegan keppinaut. Eg veit
eg er duglegri, en eg er ekki fríður sýnum, aftur
er hún, sem sækir á móti mér------—
Hún! greip frúin fram í með geðshræringu.
Ungmennið: Já, frú, keppinautur minn er ljóm-
andi falleg stúlka, kornung.
Jæja, sagði frúin gætilega um leið og hún beit
sig ofurlítið í neðri vörina. Reynið þér að finna
manninn minn snemma á morgun í skrifstofunni.
Það er ekki ómögulegt að þér fáið plássið.
Á giftingardeginum.
Brúðurin: Mamma heldur að við munum
aldrei rífast eins mikið og hún og pabbi gjöra.
Brúðguminn: Það held eg sannarlega líka,
elskan mín.
Brúðurin: Já, því mammasegir að það muni
verða langtum léttara að stjórna þér en pabba.
Katrín litla: Heyrðu móðurbróðir, eg var í
dýragarðinum í gær og veistu hvað, eg sá þar asna
sem var nærri eins stór og þú.
Hinrik lit'li: Lengi ertu gáfuð Kata, veistu ekki
að það er ekki til í veröldinni eins stór asni og
móðurbróðir.
í greiðasöluhúsinu.
Kostgangarinn: Heyrið þér nú borðþjónn
góður, í dag er maturinn blátt áfram óætur; gerið
svo vel að kalla á gestgjafann.
Borðþjónninn: Afsakið. Húsbóndinn erný-
farinn burt til þess að fá sér miðdegismat.
Hann vissi hvað við átti.
Frúin (við betlarann): Þú ert sá ljótasti slæp-
ingur, sem eg hefi séð.
Betlarinn: Ónei,"frú, en eg lít svo illa út í
samanburði við jafn fríða konu og yndislega, sem
eg nú er nær staddur.
Frúin rétti honum krónu um leið og liann fór.
Hjá spákonunni.
Ungfrúin: Á eg þá einungis að fá einn mann
alla ævina?
K e r 1 i n g i n: Hvernig getið þér búist við
meiru fyrir eina 50 aura?
Eftir tnessu.
Á r n i: Var það ekki skammarlegt, hvernig
Jón í Holti hraut í kirkjunni í dag.
Björn: Víst var það skammarlegt. Hann
vakti okkur hina, karluglan.
Ofullkominn draumur.
»Jón minn!«
»— — hvað viltu elskan mín?«
»Veistu hvað mig dreymdi yndislega í nótt?«
»Nei.«
»Mig dreymdi að þú værir búinn að kaupa svo
ljómandi fallegan sumarkjól handa konunni þinni.t
»Svo, dreymdi þig það, en dreymdi þig þá eigi
hvar eg hafði fengið peningana fyrir hann?«
»Onei!«
»Það var leiðinlegt, reyndu, elskan, að sofna
aftur og láta þig dreyma það, því eg veit engin
ráð til þessaðfá peninga fyrir suniarkjól handa þér.«
Prentsmiðja Björns Jónssonar.