Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Síða 5
NYJAR KVÖLDVÖKUR
77
ans sé sterk og þolin; þá treysta þeir á mátt
sinn og reiða sig á þrek sitt og þol. En ef
skipið fær leka, þá verða þeir lamaðiraf hræðslu,
og ef hann fer vaxandi, fellur þeim allur ketill
í eld. Ef þeir verða þess varir að þeir berjast
til einskis, þá eru þeir litlu betri en börn.
Osvald stökk til dælunnar þegar hann heyrði
orð timburmannsins. < Reyndu aftur, Abel —það
getur ekki verið;höggðu línuna frá —réttið okk-
ur þarna þurran spotta.x
Svo var aftur mælt ídælunni; Osvald gerði
það nú sjálfur — og niðurstaðan var sú sama
«Við verðum að losa um dælurnar, piltar,«
sagði stýrimaðurinn, og reyndi að láta ekki
bera á að hann væri hræddur; «helmingurinn
af þessu vatni hefir hlotið að renna inn á með-
an skútan lá alveg á hliðinni.»
Hásetarnir gripu fegins hendi þessa snjall-
ræðistilgátu; þeirflýttu sér að hlýða boði lians á
nieðan Osvald fór ofan að segjá skipstjóranum
til; en skipstjórinn var orðinn örmagna af vök-
um og áreynslu, og var nú skriðinn í ból sitt til
þess að sofa stundarkorn, þegar öll hætta virt-
ist af staðin.
«Haldið þér, Bareth, að við séum búnir
að fá leka?» spurði skipstjórinn alvarlega; «alt
þetta vatn hefði ekki getað komist öðruvísi inn.»
Nei, alls eigi» svaraði stýrimaðurinn, en hún
hefir orðið fyrir svo miklu volki, að það getur
verið hún hafi gliðnað í samskeytum. Eg vona
það sé ekki verra.»
«Hvað haldið þér það annars gæti verið?»
«Eg er hræddur um að brotin af möstrun-
um hafi skemt hana; þér munið hvað oft við
rákumst á þau, áður en við gátum losað okk-
ur við þau til fulls; sérstaklega einu sinni man
eg glögt eftir því, að stórmastrið virtist rekast
rétt undir botninn á skipinu, og það rakst á-
kaflega liart á það.»
«Nú, það er guðs vilji; við skulum fara
UPP> °g það sem allra fyrst.»
Regar þeir komu upp á þilfarið, gekk timb-
urmaðurinn til skipstjóra og sagði stiililega við
hann: „Sjö fet og þrír þumlungar, herra.»
Dælurrar voru á fullri ferð; skipshöfnin hafði
skiftst í hópa eftir fyrirsögn bátsmannsins, og
tóku hver við af öðrum á tveggja mínútna fresti,
berir ofan að miíti, að ausa. Svona unnu þeir
án afláts í hálfa klukkustund.
Retta var æsingarstund; hér var úr að skera,
hvort vatnið hefði komið inn ofanvert á skip-
inu, eða hefði fengið vatn í sig í seinni storm-
inum, því þá voru góðar vonir um, að við það
mætti ráða með dælunum. Ingram skipstjóri
og stýrimaðurinn stóðu þegjandi nærri vind-
unrii, skipstjórinn með úrið í hendinni, en há-
hásetarnir hömuðust eftir megni. Klukkan var
tíu nu'nútur yfir sjö, þegar hálfa stundiu var a
enda; dælan var mæld —línan var mæld ná-
kvæmlega — sjö fet og sex þumlungar.
Vatnið hafði hækkað í skipinu, þó aðdælurnar
væru notaðar af öllu megni.
Regjandi örvænting lá í augum allra á
skipinu; svo risu upp blót og formælingar.
Ingram skipstjóri stóð þegjandi og beit ávörina.
«I’að er úti um okkur,» sagði einn af skips-
höfninni.
«Ekki enn þá, piltar; við höfum enn þá
úrræði til að bjargast,» sagði Osvald, eg er á
því, að skipshliðarnar hafi látið undan í þess-
um horngrýtis látum og ógangi í nótt er v?.,
og að vatnið fari mest inn í hana ofan til á
hliðunum. Ef svo er, þurfum við ekki annað
en beita henni aftúr upp í vindinn og taka svc
duglega skorpu aftur við dælurnar. Ef hún
liggur ekki eins og nú, flöt fyrir vindinum,
verður hún þétt aftur.»
«Eg er ekki frá því, að herra Bareth
hafi rétt fyrir sér», tók timburmaðurinn fram
í, «að minsta kosti er eg fyllilega á að svo
sé.»
Og eg líka,» bætti Ingram skipstjóri við;
«komið, piltar, og verið nú röskir; ekki má
uppgefast fyr en í seinustu lög. Við skulum
reyna einu sinni enn.» Og til þess að hvetja
hásetana vatt skipstjórinn sér úr frakkanum og
dældi með fyrstu kviðuna, en Osvald gekk til
stýrisins og lagði skípinu upp í vindinn.
Pegar skipið snerist upp í vindinn, sást
bezt, hve mikið vatn var komið f það, á því,