Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Page 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 79
að lægja. Bátarnir voru meira en nógu stórir
til þess að rúma alla skipshöfnina og farþeg-
jana; en eins og hásetarnir sögðu, og það
vitnar bezt um hjartagæðsku þeirra: «hvað ætli
yrði um þessa tvo veslings hvítvoðunga í opn-
um báti, og verða ef ti! vill að flækjast þar
sólarhringum saman?» — Ingram skipstjóri var
farinn ofan til frú Templemore íil þess að segja
henni frá, hve óvænlega á horfðist, og móð-
urhjartað og móðurröddin tók undir með sjó-
mönnunum og sagði: Hvað ætli verðiúraum-
ingjunum mínum litlu?«
Klukkan var orðin nærri sjö um kvöldið,
þegar alt var til. Skipinu var aftur hægt og
hægt beitt upp í vindinn, og bátunum hleypt
út fyrir skipshliðina. Vindinn var alt af að
lægja, en skútan var full af vatni, og menn
bjuggust við að hún sykki þá og þegar.
Pað er ekki á öð'rum stað eða tíma, sem
jafnt ríður á stilling og snarræði eins og
við ])au atvik, er hér er reynt að lýsa. Pað
er alls eigi auðið að vita með vissu, hve nær
'ekt skip úti á rúmsjó muni sökkva. Reir, sem
á skipinu eru, munu vera með öndina í háls-
inum yfir að verða að vera svo lengi á skip-
inu, að það kunni að sökkva í einum svip, og
þeir sprikla í öldufallinu. Petta fundu þeir,
sem voru á «Sérkessameynni», og sumir höfðu
egar leitað til bátanna. Nú var alt til. Os-
vald fékk forustu fyrir öðrum bátnum, og það
var afráðið, að frú Templemóre og börn henn-
ar skyldu vera í stærri bátnum undir vernd og
varðveizlu skipstjóra. Regar hásetar þeir, er
vera áttu með Osvald í bát hans, voru komn-
ir út, ýttu þeir frá skipshliðinni, til þess að
lofa hinum bátnum aðkomastað; lagðist hann
á hléborða, til þess að bíða eftir hinum og
verða samferða. Frú Templemóre kom upp
með Ingram skipstjóra, og hjálpaði hann henni
ofan í bátinn. Fóstran með annað barnið náði
loksins sæti við hlið henni. Kókó leiddijúdý,
hina fóstruna, með hitt barnið á eftir, og In-
gram skipstjóri ætlaði að fara upp úr bátnum
aítur til þess að taka á móti þeim og hjálpa
Júdý með seinna barnið; hitt var hann búinn
að bera ofan áður; en skipið stakst á endum,
og fór sjór yfir allan afturhlutann; við það
rakst báturinn hart á skipið, og brotnaði gat
á hann upp við borðið. «Hún sekkur, svo
sannarlega hjálpi mér guð,» æptu hásetarnir í
bátnum, og ýttu frá í skyndi, til þess að forð-
ast svelg þann, er mundi myndast, er skipið
sykki.
Ingram skipstjóri stóð á þóftu, og ætlaði
að hjálpa Júdý ofan, en slengdist ofan í bát-
inn, og var ekki kominn á fætur, fyrri en bát-
urinn var kominn langt út fyrir hléborða.
«Barnið mitt,» æpti móðirin «æ, barn-
ið mitt.»
«Róið að aftur, piltar,» sagði Ingram skip-
stjóri og greip stýrissveifina.
Hásetarnir höfðu orðið hræddir um að
skipið væri að sökkva; en þegar þeir sáu að
það flaut enn, urðu þeir djarfari, Iögðu út ár-
ar, og reyndu að ná til skipsins aftur — en
það tókst ekki; þeir gátu ekki ráðið við fyrir-
stöðu þá, er vindur og alda veitti þeim. Pá
rak lengra og lengra frá skipinu, þrátt fyrir
alla áreynslu, en móðirin teygði fram hend-
urnar í fáti, og grátbeiddi þá að ná barninu.
Ingram skipstjóri sá að þetta var alt til einskis;
hann hafði gert það sem hann hafði getað, og
eggjað hásetana til hins sama.
«Barnið mitt, æ, barnið mitt,» æpti frú
Templemóre, spratt upp og teygði hendurnar
til skipsins. Skipstjórinn gaf bendingu, og
stefni bátsins var snúið við, Móðirin sá nú
að öll von var úti, örmagnaðist af harmi og
féll í ómegin.
VI. KAPITULI.
Meykerlingin.
Skömmu eftir að þetta gerðist, sem hér hef-
ir verið frá sagt, kom hr. Witherington ofan í
morgunverðarsal sinn nokkru fyr en vant var
einn morgun; sat þá í græna marokkóstólnum
hans William þjónn hans, teygði býfurnar upp
á ofnbrúnina, og var svo sokkinn niður í frétta-