Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Qupperneq 11

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Qupperneq 11
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 83 hreyfingarlaus með krosslagðar hendur fyrirfram- an okkur. «Eins og þér viljið,» sagði eg. «Og bet' ur athugað, snertir þetta mál ef til vill yður ems mlkið og konu þessa. Annars skal eg láta yður vita, að óðalseigandinn er kominn heim, og er nú hjá sínum ímyndaða erfinga.» «Petta er undarlegt, eg hélt að hans væri ehki von fyr en í næstu viku.» «Jú, hann er kominn, og egtalaði við hann fyrir fáum mínútum.» «Hvaðeigið þér við, með því aðsegja aðliann sé hjá sínum ímyndaða erfingja,« spurðiDayrell. «Fiú Tregenna hefir skýii mér frá öllu, sem ykkur hefir farið á milli, en það er fylli- lega hugboð mitt, að hún hafi verið' beitt brögðum, og ef þér viljið ekki segja mér það sanna í því máii, ætla eg — —« «Svo þér ætlið að koma með hótanir, greip Dayrell fram í fyrir méi, og rak upp óviðfeld- ’nn kuldahlátur, hversu kænn sem þér kunnið að vera, fáið þér engar upplýsingar hjá mér,» «Eg vil gefa yður allar upplýsingar,» sagði fóstran alt í einu. Dayrell leit við henni ógn- andi, og hún virtist missa kjarkinn -snöggvast, en hún náði sér þegar aftur, og sagði í ein- beittum og ákveðnum rómi: »Eg er ekki fram- ar hrædd við yður Dayrell. og eg get ekki borið þetta lengur. Hann er valdur að öllu þessu,» sagði hún um leið og hún sneri sér að mér. «Eg er svo fegin að þér hafið tekið að yður, að upplýsa þetta mál, feginn að létta af mér samvizkubitinu, sem kvelur mig nótt og dag. Eg sé að þetta ætlar að gera út af við húsmóourina, og sálarstríð mitt hefir verið óttalegt síðan eg Ienti í þessu máli. En nú vil eg skýra yður frá öllu, rétt og satt.» Dayrell stökk fram með reiddan hnefann, en eg gekk á milli þeirra, og bandaði honum frá, en sagði fóstrunni að hún mætti vera óhrædd. «Gi!krist,» sagði hún, «eg er ekkja, á eitt barn, 0g á við erfið kjör að búa. Eg talaði nokkrum sinnum við Dayrell eftir að það heyrð- ist að húsmóðirin hérna væri vanfær, og hann duldi það eigi, að hann var ergilégur yfir þeim líkum, ervoru þess til að, óðalseigandinn muiid eignast erfingja. Pegar barnið fæddist, var það svo lasburða, að efasamt þótti að það mundi iifa, og læknirinn varð að yfirgefa okkur sakir lasleika; jafnskjótt og hann var farinn, kom Dayrell, og spurði um heilsu barnsins, eg sagði honum hið sanna, en að eg vonaði að það mundi lifa, og eftir litla stund var barnið úr allri hættu. Dayrell kom þá enn til okkar og bað mig að finna sig fram fyrir, og sagði rr nú frá sínu illmannlega áformi, sem var a senda til Collet læknis og skýra honum fráþví að barnið væri dautt, bauð hann mér 5000 kr til þess af taka þátt í þessu andstyggilega sam særi, hélt eg fyrst að það væri ætlun hans, að senda barnið burt, og fá annað nýdautt í stað- inn. Eg varfátæk, kjarklaus og hrædd, og áð- ur en eg vissi af, hafði eg lofaá honum, að þegja. Stuttu eftir að búið var að senda lækn- inum boð um dauða barnsins, fréttist að ham væri látinn og von væri á öðrum lækni til frúar innar.» Pegar þetta kom til eyrna Dayrells, hagað’’ hann fyrirætlunum sínum á þann hátt, að hanr hugsaði sér að leika á frúna á annan hátt en taka barnið frá henni. Hann Rugsaði sér að segja henni, þegar hún hefði fengið heilsuna aftur, að hennar barn hefði dáið, og að hann hefði útvegað annað í stað þess, fá hana til að trúa þessu, og kaupa af sér fyrir ærið fé að þegja. Petta lánaðist honum, og hann hefir pínt út úr heiwii ógrynni fjár. Og eg sé, að hann er að gera útaf við þessa ágætis konu, og eg get ekki borið þetta lengur; þessi skálk- ur hefir nú heimtað af henni 30 þúsund pund og eg veit hún hefir engin ráð til að borga þetta. Eg gæti bezt trúað að frúin misti vitið áður langt um líður, ef þessu fer fram, þér verðið að hjálpa okkur, herra Gilkrist, - Síðan fór hún að hágráta. Eg sneri mér að Dayrell og ætlaði að Iesa yfir honum mak- lega hugvekju, en hann var þá allur á brott. < Ætlið þérað segja húsmóður minni þetta?» sagði fóstran, þegar hún náði sér ofurlítið eft- ir grátkviðuna. - Ef þér gerið það verður mér 11*-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.