Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Qupperneq 15

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Qupperneq 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 87 «Hefir yður eigi verið leyft að koma þar, faðir.» «Jú, svo segir móðir þín.» «Jæja, þá ætia eg að fara í yðar stað. Ljáið þér mér bænabókina yðar og prestshempuna, — faðir minn á grátt skegg, sem hann brúkaði á ferðum sínum, og það er víst til hér uppi á loftinu — Fæ eg hempuna yðar?» «Já, en hvernig kemst hún til mín aftur?» «Móðir drengsins stóð þar með uppglent augun. «Skilið þér ekki, faðir,» sagði pilturinn enn fremur, «eg tek að mér að vera þér, faðir minn fer út aftur í yðar fötum og flýr, en eg verð éftir í hans stað.» «En ef menn — » «Tyrkir skammast sín fyrir að gera barni mein, þó að það hafi hjálpað föður sínum á flótta.» Testissa faðmaði og kysti drenginn sinn og sagði svo: «Og eg ætla að bíða eftir honum föður þínum hjá honum Agrippos gamla, fiskimanni, þar sem báturinn hans er.» < Rað er rétt, móðir mín, og þar tekur þú við prestshempunni af honuni. Komdu þá líka mcð peninga, vopn, pístóiur og rýtinga handa föður mínum.» «Mikið gull ertu, drengur minn.» Seinna um daginn fór Testissa að finna fangann; fyrst taldist hann undan að þiggja boð sonar síns, en tók því þó eftir nokkurar umtölur, blessaði konu sína og lét hana fara. Regar hún gekk fram hjá fangaverðinum sagði hún grátandi: «Nepetos prestur kemur kl. 8 í kvöld.» Fángavörðurinn kinkaði kolli. Testissa fcr til Agripposar til þess að ráðgera alt við hann. Það glóðu auguu í karlinum. Já, þú mátt reiða þig á það, kona góð,f eg skal koma honum undan heilum á hófi. En hvað mér þykir vænt um, að geta gert ólukkans múselmönnunum dálitla brellu!» Svo var alt til. Lýsimakkos' var stór eft- ir aldri og orðinn dimmraddaður. Hann fór í föt og hempu Nepetosar prests, setti á sig falska skeggið, dró fáein móleit strik í andlit sér, og hermdi svo eftir presti bæði málróm og göngulag. Testissa var allshugar glöð og sagði: «Nú, þú leikur Nepetos prest eins og bezti leikari,» Svo fór hann ofan til hallarinnar þegar rökkva tók, og var umyrðalaust hleypt inn í fangelsið sem presti. Qiorgios Krapólín faðmaði son sinn að sér, svo höfðu þeir fataskifti, og höfðu hraðan á, til þess að ekki yrði komið að þeim. Giorgios breyttist í prest; Lýsimakkos tók kufl og húfu föðurs síns, settist á stólinn, og lagði hand- legginn fram á borðið, og hafði hann midir höfðinu. Varðmennirnir heyrðu bara taut til þeirra. Stuttu fyrir 9 fór klerkurinn út aftur og gekk hægt fram gönginn, þá mælti einn hermannanna: «KIerkurinn virðist hafa stækkað meðan hann var þarna inni.» «Ja hvaða vitleysa, Ibrahim,» sagði félagi hans, «mér sýndist hann ganga álúturaf sorg.» Faugavörðurinn heyrði orðaskifti þeirra, opnaði klefann og sá Giorgios hokra á stólnum eins og vant var. «Og vesalingur,» sagði liann, «Sólin er nú hætt að skína fyrir þig.» Á meðan náði flóttamaðurinn til bátsins, kvaddi konu sína í skyndi ogsagði: «Við sjá- umst fljótlega í Aþenuborg. Kystu Nausiku og drenginn minn væna — og vertu sæ!.» Og svo greip hann hróðugur byssuna, sem Agrippos hafði geymt fyrir hann, sté í bátinn og slapp heill á hófi út í skip eitt stórt, er var á varðbergi þar fyrir utan. Testissa fór heim, og Ias allar- bænir sínar á leiðinni, afhenti presti hempu hans og kápu og lét hann svo burtu fara sem skjótast. Sjálf lét hún fallast niður við bænastúkuna, og grátbað guð fyrir manni sínum og syni. Rað varð heldur fát í höllinni, þegar það barst út, að fanginn væri flúinn. Dig Omar yfirheyrði Lýsimakkos sjálfur, og fékk bezta

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.