Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Side 18

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Side 18
90 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ara en við förum aftur að lifa í heimi veru- leikans, kemur núningsfyrirstaðan, afleyðslan, til sögunnar. Rar getum við auðvitað ekki náð því marki, sem hugurinn nær í heimi andans. Alla leið náum við ekki, hvernig sem við reyn- um. Við hljótum að verða fyrir vonbrigðum. En af þessu leiðir einnig, að við megum ekki stilla vonir vorar og vændir of látt. Fyr- irfram getum við með engu móti reiknað út afl vort og getu með vissu, og því síður fyrir- stöðuna, sem við kunnum að mæta. I3ess vegna er eigi auðið að ákvarða, hve langt við getum náð samkvæmt þeim skilyrðum, sein við höf- um, nema með því að reyna það. Og í þess- um vafa er oss bezt að vænta heldur of mikils en of lítils. Rví, eins og áður er sagt, eru vonirnar og vændirnar sjálfar öflin, sem bera oss áfram að meira eður minna leyti. Rví meira, sem við — innan sanngjarnra takmarka — óskum oss og vonum, því meira fáum við að öllum líkindum — en aldrei alt. »Mesta villa, stærsta synd« — segir Robert Browning — »er að miða of látt; það er engin hneisa að ná ekki markinu; en að þora ekki að setja sér hátt Iifsmiðið, það er synd; það er vantrú. Svartsýnismennirnir gleynia eiuatt þessu höfuðatriði, að vonbrigðin eru aðeins afdráttur lífsins af vonum okkar og vændum. Lífið bregzt aldrei með öllu. Rað gefur okkur ætíð eitthvað af því sem við væntum okkur — aðeins minna en eigingirni vor og sjálfselska heimtaði. Svartsýnismennirnir gleyma ennfremur því að lífið á nokkuð til, sem alveg er andstætt vonbrigðunum. Rað er gleðin oggæfan, semokk- urhafði aldrei dreymt um, sem okkur hafði aldrei grunað, sem við aldrei höfðum búist við, og yfirsté allar æskuvonir vorar. Eg trúi ekki öðru en allir fullorðnir menn þekki unað óvæntrar hamingju og ágæti hennar Fagrar eru æskuvon- irnar, en miklu fegri eru minningar fullorðna mannsins. Voniner aðeins silfur í samanburði við rauðagull mætra minninga. En orsökin til þessa er einmitt sú, að lífið hefir fært oss eitthvert ágæti, sem við þektum ekki í æsku, eitthvað, sem við skildum ekki, eitthvað, sem oss dreymdi ekki um og við gátum ekki búist við, eitthvað sein var betra og fegra en alt, sem við ósk- uðum okkur. Vonaheimur æskumannsins er svo lítill og fölur og kaldur og sviplítill í sam- anburði við óendanlega, lífhlýja, svipmikla minn- ingaheiminn þroskaða mannsins. I raun og veru er lífið miklu auðugra að gæðum en djörfustu ímyndun æskunnar dreym- ir. Margar vonir deyja og margar vændir verða að engu; en eitthvað rætist og eitthvað bætist við, sem aldrei birtist í draumi. Svo rótgróin er þó svartsýnin eðli manns- ins, að engin tunga í víðri veröld á eitt stakt orð yfir óvænta hamingju, þó allar tungur hafi sérstakt orð, sem táknar óvænta ógæfu — von- brigði. — og það sé á hvers tnanns vörum flestum orðum oftar. Huga vorum er þann- ig varið, að sorgir og sársauki ryðja sér þar frekara til rúms en gæfa og gleði. Hríðardag- ar verða okkur mimiistæðari en hlákudagar, regndagar en sólskinsdagar. Rað er mjög auðvelt að komast 'að raun um þetta. Reynið t. d. í lok einhvers mánaðar að geta upp á, hve margir illviðrisdagar hafi verið í mánuðinum. og þið munuð komast að raun um, að þið teljið þá of marga, ef ekki er miðað við ann- að en það, sem ykkur finst. Fyrir nokkrum áruin kom óvanalega rign- ingasamt sumar hér í Noregi. Flestum þótti, sem það hefði rignt næstum á hverjum degi, þegar þeir litu til baka yfir sumarið. Níutíu og níju af hundraði hefðu vafalaust sagt, að það hefði hreint ekki verið fleiri en 5 — 6 þurviðr- isdagar í hverjum mánuði, ef þeir hefðu verið um það spurðir. Menn urðu því alveg hissa, þegar veður- athuganastofnunin færði órækar sannanir fyrir því, að þetta almenningsálit náði engri átt og jafnvel þetta óvanalega illa sumar var gott veð- ur miklu fleiri daga en ilt — regndagar miklu færri en þurviðrisdagar. Dómar vorir um áhrif þau, sem við verð um fyrir, eru mjög óáreiðanlegir og vill- andi. Rað er sem sé ekkert rökrétt samband mílli

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.