Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Síða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Síða 24
96 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. in gefur konunum einatt kjark og þrek til fram- kvæmda, en nú yfirbugaði hún ekkjuna alger- lega, svo að hún varð eins og ósjálfbjarga barn. Maður hennar vissi það líka vel, að kraft- ar hennar myndi að þrotum komnir, ef hans misti við. A banasænginni kallaði hann fyrir sig Aðólf son sinn, og mælti: »Pú ert barn að aldri, Aðólf minn, en þeg- ar eg er dáinn, verður þú að skipa minn sess á heimili þessu. Veslings móðir þín ann mér svo heitt, að skilnaðarsorgin bugar krafta lienn- ar, svo að hún verður ekki fær um að stjórna heimilinu. Aðólf varð óstyrkur, og brá litum, en hann sigraði grátinn, og leit á föður sinn stóru, ein- lægu augunum sínum, eins og hann með þeim vildi lofa honum því, sem tungan megnaði ekki að mæla. Eg er í 2000 króna skuld, sonur minn, og hana ætlaði eg að greiða skilvíslega; eg hafði ekki búist við dauða nn'num svo snemma,« Aðólf kreisti saman varirnar; svo Iaut hann að föður sínum og hvíslaði að honum: »Eg skal borga skuldina.« «Móðir þín hefir ekki nema 800 krónurtil þess að framfleyta sér og ykkur drengjunum báðum«, mælti faðir hans enn fremur. «Eg skal gera alt sem í rnínu valdi stend- ur« sagði Aðólf hugrakkari en áður. Faðir hans lagði hendina á höfuð honum, Ieit á hann ástúðlega, og mælti: »Eg veit það. Guð blessi þig og styrki, elsku sonurinn minn!« í3á misti Aðólf valdið á sjálfum sér, hann féll á kné við rúm föður síns og grúfði and- litið niður í koddann til þess að kæfa grátinn. Rá heyrði ha::n að hurðinni var lokið upp hljóðlega, og móðir hans kom inn. Hana langaði til að taka sér aftur sæti við sóttarsæng manns síns. II. KAPITULI. Jarðarförin var afstaðin. Líf hins látna hafði verið trygt svo hátt, að það fé nægði enn nokkra stund til daglegra útgjalda í þarf- ir heimiiisins. Ekkjan varð svo yfirkomin af harmi að hún gáði einskis. Allur þróttur hennar og vilji var lamaður. Móðurástin megnaði ekki að fróa harmi hennar. Aðólf reyndi að vera glaður og hug- rakkur. Sorgin skyldi eigi fá vald yfir honum. En hvert sinn er hann ætlaði að byrja á fram- tíðarstarfi sínu, koin fram hið eðlilega þrek- leysi unglingsins, og hann fór að gráta. Hann hafði unnað föður sínum mjög, og saknaði hans sárt ogúnnilega, og byrðin, sem hann hafði tekið sér á herðar, var svo þung og erfið. — En þegar hann leit á móður sína, grátna og harmþrungna og hjálparlausa, mint- ist hann orða föður síns, og reyndi að bera sig karlmannlega. Hann mátti ekki lengur vera barn, liann varð að taka skyldur húsföðurins á sínar herðar. Bróðir hans var táplítill, dulur í skapi og fáskiftinn,og að honum var Aðólf enginn styrkur. Ennþá voru til peningar, sem nægja mundu heimilinu um mánaðartíma, ef vel væri á haldið. Aðólf sá að ekki myndi hlíta að leita ráða né aðstoðar móður sinnar, og sneri sér því til vinnukonunnar, sem verið hafði hjá foreldrum hans sfðan þau giftust. Hún var hyggin og ráðsett, og hafði góðan vilja á því að verða ekkjunni að liði. Fám dögum eftir greftrunina kom skulda- krafan mikla í fátæka dánarbúið. Pað var skuldin, sem faðir Aðólfs sagði honum frá á deyjanda degi. Aðólf sá að sér var ómögulegt að útvega peninga tii þess að borga með skuldina, jafn- vel þótt alt búið yrði selt. Hann stóð um stund ráðþrota, og leit í kringum sig í stofunni. Rar var ekkert nema allranauðsynlegasti hús- búnaður. Hann tók hendinni um brennheitt ennið og stundi þungan. Pi varð honum lit- ið á mynd föður síns á vegnum. Rað var eins og hún liti á hann svo vonglöð og hughreystandi. I kvæði því er birtist í 1. hefti Kvöldvakanna vorn þessar prentvillur: Fremst í fjórða erindi, og, lesist að. í 8. erindi 4. línu, létti ekki’, iesist létti’ ekki, og í 5. vísuorði síðasta erindis aftast, eignin lesist eiginn. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.