Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Side 10

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Side 10
34 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. var á honum vatnsskál og vatn og þurka; Júda var ekki Farísei, og var því ekki lengi að þvo sér. Óðara en hann var búinn, fór Amra, en systir hans fór að laga hár hans. Regar hún hafði komið einhverjum lokknum í það lag, sem henni líkaði, lét hún hann skoða sig í dálitlum málmspegli, sem hún bar við belti sér að sið Gyðingakvenna. Á meðan voru þau að spjalla. «Pað er satt, Tirza« sagði Júda, «hefirðu heyrt *ð eg ætla að fara burtu héðan?» »Burtu héðan? hvenær? og hvert? og því ertu að fara burtu?« «Rú spyr um heldur margt í einu, systir góð . ., þú veist þó að lögmálið býður mér að velja mér stöðu og æfistarf; faðir minn gekk á undan mér með góðu eftirdæmi í því efni. Eg ætla að fara til Róms, skaltu vita.» «Til Róms! geturðu ekki lært alt það hér í Jerúsalem, sem til þess þarf að vera kaup- maður?» «Egvil ekki vera kaupmaður, Tirza, Iögmálið heimtar ekki að eg hafi sömu stöðu og faðir minn. Eg,« sagði hann með nokkuru mikillæti, «ætla að verða hermaður.» Hún leit á hann í fáti — og vöknaði uin augu — «svo verður þú drepinn!» «Já, ef guð vill það svo — en það eru ekki allir hermenn, sem eru drepnir.» Hún kom til hans, og vafði handleggjun- um ákaflega um háls honum. «Vertu kyr heima, Júda, við lifum svo ánægjulega saman hérna heima.« «Við getum ekki verið heirna til eilífðar. Rað líður víst ekki á löngu, áður en einhver af höfðingjum Júda, eða annarar kynkvíslar, kemur, og sækir Tirzu litlu — og færir hana í sitt hús . . . jú, .ójú, vittu til» bætti hann við þegar hún fór að hrista höfuðið í ákafa. «Og sjáðu til, stríðin eru iðn, sem verður að læra; og bezti hernaðarskólinn ... eru herbúoirnar.« «F*ú ætlar þér þó líklegaekki að berjast fyrir Róm?« «Svo þú hatar Róm líka? Öllum kemur sam- an um að hata Róm! ... Jú Tirza, eg ætla að bejast fyrir Róm . .. til þess að læra að berjast á möti Róm. En . . þey þey, þarna er Amra . . . það er óþarfi að hún viti neitt um þetta enn.« Amrakom inn með morgunverðinná bakka, sem hún setti fyrir þau systkinin. En um leið og þau dýfðu fingrunum í vatnsskálinaheyrðu þau háreysti niðri á strætunum, svo að þau hættu og fóru að hlusta. Hinumegin, norð- an undir húsunum, heyrðist hersláttur. »Pað eru hermenn frá setuliðsstöðvunum» sagði Júda, >þá verð eg að sjá.» Og hann stökk eins og örskot út að brjóst- vörninni, sein öll var jöðruð lauslegum tiglum á norðurbrúninni. Tirsa gekk til hans, oglagði höndina á öxl honum .. . hann varð þess ekki var, svo gleymdi hann sér. Rað sást til austurs alla leið austur að turn- inum á Antoníuvígi. Brýr voru víða þvers yfir götuna. en hún var ekki meira en tíu feta á breidd, bæði þökin og brýrnar voru þakin fólki, sem flyktist út til að heyra Iúðraslaginn. Að sönnu bar meira á bumbudunum en slagn- um, en hann var blásinn undir á hvella og glaummikla trélúðra. Að lítilli stundu liðinni sást flokkurinn koma. Fremstir gengu slöngu- kastarar og bogmenn, og var Iangt bil á milli raðanna. Síðan kom sveit af fótgönguliði með stóra skjöldu og langar kesjur. Síðan kom söng- flokkurinn; því næst var herforingi, sem reið einn sér, og fylgdi honum varðliðsflokkur ríð- andi. Síðast kom í lestinni ný sveit þungvopn- aðra fótliðsmanna. Peir gengu í þéttskipuðum röðum, og fyltu götuna múra á milli, og sá ekki enn fyrir endann á þeim. Meiinirnir voru táplegir útiits; skildir þeirra hreyfðust í réttu falli frá vinstri til hægri hand- ar ; það glóði á hringjurnar, panzarana, hjálm- ana, hjálmbustirnar, fánana og spjótin; alt þetta fékk mjög á júda. Einkum var það tvent, er fékk mjög á hann: fyrst og fremst arnmerki herdeildanna, gyltur ari á fánastöng; hann vissi að hann var tignaður sem guðsmynd, þegar hann var borinn ofan úr geymslustaðnum í turninum. Hitt var herforinginn, sem reið ein- samall í miðri þessari skrúðgöngu. Hann var

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.