Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Qupperneq 16

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Qupperneq 16
40 NVJAR kvóldvökur. var skyld landsstjóranum, það vissi enginn, en hitt vissu allir, að landsstjórinn stjórnaði eyjun- um, og að frænkan stjórnaði landsstjóranum og að Don José stjórnaði frænkunni, og þess- vegna hlaut hann að vera ákaflega voldugur, svo allir urðu að bera virðingu fyrir honum. Að öðru leyti vissu menn lítið um hann, ann- að en það, að hann var fæddur í Columbía, og að hann hafði tekið þátt í æfintýrum og dularfullum tyrirtækjum, að hann síðar var stór- borgari í lýðríkinu Venezela, síðar í lýðveldinu Costa Rica í Mið-Ameríku. í þessu nýja föð- urlandi sínu var hann flokkmaður hershöfð- ingja nokkurs, og þegar þessi hershöfðingi gerði uppreist, eins og allir hershöfðingjar í Mið-Ameríku gera, fylgdi hann honum. Venju- lega er uppreisn í lýðríkjunum í Mið;Ameríku tvisvar þrisvar á ári, og venjulega hepnast bylt- ingaflokknum að velta stjórninni og komast tíl valda, en í þetta sinn varð þó undantekning, og stjórnarbyltingin, sem nefndur hershöfðingi ætlaði sér að koma til leiðar, mishepnaðist, og þessvegna sá hann sér ekki annað fært en að hafa sig úr landi og bregða sér til Norð- urálfunnar, og vinur hans, Don José, sá heldur ekki annað ráð vænna fyrir sjálfan sig, því hann var hræddur um að sigurvegarinn mundi í of- metnaði sínum reyna að koma sér fyrir katt- arnef, ef hann næði til sín. Líkt og margir ameriskir æfintýramenn, hafði Don José fyrst lagt leið sína til Parísarborgar. Rað sem hann hafðist þar að, upplýsist síðar í sögu þessari. Svo þegar fór að þrengja þar að honum, kom honum í hug að hann ætti hina umræddu frænku á Azoreyjunum, og hann lagði þegar af stað þangað. Honum leizt þar mæta vel á sig og einsetti sér að dvelja þar fyrst um sinn, og bíða eftir betri tímum. Ressir betri tímar komu líka innan skamms. Rað hafði aftur brotizt út uppreist í Costa Rica og flokksbræður og vinir Don José höfðu sigrað að þessu sinni, og náð völdunum, og nú voru það hinir yfirunnu valdsmenn, sem urðu að leysa farmiðana til Norðuráifunnar handa sér. Hinn áður umgetni hershöfðingi varð fyrsti maðurinn í hinni nýju stjórn, og hann hafði nóg að gera fyrsta sprettinn að útvega vinum sínum og áhangenduin feit embætti. «Alt bíður síns tíma» segir máltækið, og einn af aldavinum hershöfðingjans var Don José, og hann fékk líka í sinn hlut eitthvert bezta em- bættið, hann var tilnefndur sem héraðsstjóri í héraðinu Camba. Petta var tafarlaust símað til sendiherrans fyrir Costa Rica í Parísarborg, og það var hann, sem siðan fékk útgerðarmenn farþegjaskipsins «Lorraine« til þess, fyrir góð orð og ríflega aukaborgun, að koma við í Az- oreyjunum og taka þar hinn nýbakaða héraðs- stjóra. Retta erindi var nú skipið að inna af hendi. Pað er því hægt að ímynda sér að eyj- arskeggjum hafi fundizt allmikið til um þenn- an Don José, þegar þeir sáu að eitt af stór- skipum Frakklands kom þar einungis til þess að sækja hann. Pegar skipið hafði lagzt við hafnarbrygg- juna, sáu menn af þilfarinu kjólklæddan herra- mann koma fram á hana og voru í fylgd með honum nokkrir velbúnir menn og ein skraut- klædd kona; gátu skipverjar þess til, að þar mundi vera hinn væntanlegi nýi farþegi. Land- göngubrúnni var skotið upp af skipinu, og fjöldi fólks stóð upp á bryggjunni og horfð á eftir þessum tigna manni, sem nú var að yfirgefa hina fögru ey. Don José heilsaði fyrst skipherranum, og síðan kastaði hann drembilegri kveðju á far- þegjana. Hann kvaddi því næst Ijúfmannlega landstjórann og frænku sína og aðra heldri menn, er höfðu fylgt honum út á skip- ið, og veifaði hatti og hneigði sig til mann- þyrpingarinnar á bryggjunni- Pegar þessi uppskafningur var kominn út á skipið, var ekki annað eftir en að losa sig við Bovreuil gamla, eða Lavarede, eins og hann var nefndur á skipinu. En nú kom það upp úr kafinu, að enginn frakkneskur konsúll var til á eyjunum. Sá sem hafði verið, var nýlega alfluttur á brott, og sá sem átti að verða það var ekki kominn. Hinsvegar hafði innlendur kaupmaður tekizt á hendur að gegna konsúls-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.