Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Page 17
Á FERÐ GG FLUGI.
41
störfunum til bráðabirgða, og hann var ein-
mitt í föruneyti landstjórans, þegar hann kom
út á skipið.
Skipherrann fékk upplýsingar um þetta og
og sneri sér því til hans.
«Getið þér ekki» sagði hann, »tekið á móti
geggjuðum manni frá Parísarborg, sem verður
að senda heim aftur.»
Millibils-konsúllinn gretti sig, og spurði hvað
hann ætti að gera við vitskertan mann.
«Pér verðið að láta vakta hann, og senda
hann síðan heim með fyrstu ferð.»
Konsúlnum varð þegar Ijóst, hvílíkt umstang
og kostnað þetta myndi baka sér, og umfram
alt vildi hann reyna að komast hjá því. Kon-
súll vildi hann hreint ekki vera til annars, en
að hafa nafnið. Hann svaraði því:
"F’etta get eg ómögulega gert fyrir yður.
tyrst og fremst eru ekki peningar til þess fyr-
lr hendi í konsúlskassanum, og svo hefi eg
enga hugmynd um, hvenær eg mundi geta sent
•nanninn heim til sín; það er svo sjaldan, að
skipaferðir falla héðan til Frakklands. Pað verð-
Ur að borga hér fyrir hann, og það verður að
vaka hjá honum, og það verður að hafa hann
1 haldi. Vér höfum hér ekkert geðveikrahæli
a eyjunum. Heppilegast mun vera, að þér haf-
'ð hann á skipinu farðina á enda, og ef þér
komið honum ekki af yður í Ameríku, þá get-
þér sjálfir tekið hann með yður til Frakk-
‘ands, þegar þér farið heimleiðis; og það er
keldur ekki svo ýkja langt þangað til þér, eftir
aætlun, verðið aftur í Bordeaux. Að minsta kosti
^eteg ekki tekið á móti manni þessum.«
*Eg set hann þá samt skilyrðislaust íland«
sagði skipher>-ann, «lögreglan verðurþá að sjá
UtT1 hann, það hlýtur að vera skylda hennar.»
^on José, sem hafði séð að Bovreuil bar
Slg mjög aumlega yfir að eiga von á því að
Verða settur á land, vék sér þá að skipherran-
Um og mælti:
*Fyrirgefið, eg efast um að hin portú-
Salska lögregla vilji nokkuð skifta sér af þessu
jnali, en eg yj| je^a ag koma með aðra
°£u, manni þessum viðvíkjandi.»
«Hvaða tillaga er það?»
Eg vil taka að mér að sjá um þennan ó-
hamingjusama mann hér á skipinu, þar til við
komum til Ameríku, og sjá svo um, að þér
verðið þar lausir við hann.«
Og hvernig hugsið þér yður að framkvæma
þetta?» spurði skipherrann.
«Eg tek hann nú þegar sem herbergisþjón
minn.«
«Á þann hátt, og sjáið honum þá fyrir full-
um kosti?»
«Vitanlega, herra skipstjóri.*
«En eruð þér þá ekki hræddir um að hann
kunni að fá æðiskast og verða óviðráðanleg-
ur?»
Eg vona það versta sé um garð gengið,
en þótt hann nú fengi æðiskast, veit eg ráð
til þess að lækna hann.»
«En þér þekkið hann alls ekki?«
«Ójú, ofurlítið, eg hefi kynzt honum í París,
og hann hefir gert mér þar greiða, og eg vildi
nú geta endurgoldið honum það.»
»Jæja, yður er þá heimilt að taka mann-
inn að yður með þeim skilmála, að þér
berið ábyrgð á öllu sem hann gerir hér
á skipinu, og öllum skaða sem af honum kynni
að hljótast. Eg óska að þér þurfið ekki að iðr-
ast góðsemi yðar við þennan geggjaða mann.»
Skipherrann gekk síðan frá honum og upp á
stjórnarpallinn og blés til brottfarar, og eftir
nokkrar veifingar með vasaklútum frá eyjar-
skeggjum skreið Lorraine út af höfninni og
tók til skriðar út á Atlandshafið.
Lavarede hafði heyrt samtalið milli skip-
herrans og Don José, og tekið eftir, að þeir
Iitu svo hvor til annars, okurkarlinn og Don
José, að þeir hlutu að þekkjast frá fornu fari.
Hann gekk þungbúinn fram og aftur um þil-
farið, og var að brjóta heilann um, hvernig
kunningsskap þeirra mundi vera varið.
En þá var það ungfrú Aurett, sem greiddi
nokkuð úr þessu fyrir hann.
Með kvenlegri skarpsýni hafði hún þegar
tekið eftir, að eitthvert dularfult samband var
milli þessara tveggja manna, Hún hafði séð,
6