Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Síða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Síða 22
46 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Fróðleiksmolar. Gullforði Frakklandsbanka var 2813 milj, franka og rúmar 82 þúsundir betur 16. febr. 1905. Rað er alt að 2000 milj. króna. Enginn banki í heimi á slíkan gull- sjóð til. Væri hann veginn á vog, væri hann 9074 hestburðir, ef hverjum hesti væri ætlaðar 2 tíufjórðungavættir eða 100 kílógrömm. Eins og allir vita, er gullið afar þungt í sér, enda væri allur þessi auður hlaði, sem væri 5 metra langur og breiður, og tveggja metra hár, eða sem svaraði 1532 teningsfetum, og rúmaðist í herbergi er væri 6 ál. langt, 6 ál. breitt og 5 ál. undir loft. Vitaturna hefir þjóðverji einn, Arenhold'að nafni, talið ráðlegt að hætta við; byggir hann þá skoðun sína á því, að geislavöndlar þeir, er herskip senda á ská upp í loftið með Ijóskösturum sín- um, með hér um bil réttum skakkhornshalla (45° halla) sjást í alt að 50 km. (= 62/s mílna) fjarlægð í góðu veðri; en ef geislar þessir væri látnir fara beint í loft upp, mundu þeir sjást talsvert lengra. Hyggur hann að glampinn af þeim sæist miklum mun lengra til heldur en hinn lárétti Ijósglampi, sem berst út frá vana- legum vitaturnum, sein eru að jafnaði 20 — 30 metra háir. Ef þetta reynist rétt, væri mikið fé sparað. Háir vitaturnar kosta afarfé, og ljós- kastarar við jörðu niður mundu verða að mikl- um mun ódýrari, þótt sterkari væru. Sjóliðs- stjórn Pjóðverja er nú að athuga tillögu þessa, og ætlar að gera nákvæmar tilraunir með hana. Ef hún nær fram að ganga, koma ljósstólpar neðan af jörðu í stað turnanna,, og verða þeir því bjartari og skærari sem loft er fyllra at sefju og móðu. Einkennileg orsök til eldsvoða. Nýlega kviknaði í eikarborði í efnasmiðju einni í Danmörku. Orsökin var sú, að hnött- ótt flaska, full af vatni, stóð 8 sentimetra frá borðinu, og skein sól á hana inn um glugga; dróg flaskan geislana saman, og verkaði eins og eldgler. Annað eins hefir viljað til áður; og er það nóg til þess að menn ættu að fara gætilega með hnöttóttar vatnsflöskur, er sól skín á þær. Nýtt steinolíuland. Nokkru fyrir austan Gandvík fellur á ein norður í íshafið norðan við Rússland, er Pets- ehora heitir; kemur hún upp í Úralfjöllum og fellur lengst af í norðvestur. Sunnan f hana fellur á, er Isma heitir, og í hana aftur önnur á lítil, er Uchta heitir. Á 40 kílómetra svæði með fram á þessari og þverám hennar renna lækir af steinolíu í hana, og ætla menn að steinolíuland joetta sé full 1800 Q km., eða um 35 □ mílur. Par er í allri jörðu lag af leirbornum og kalkbornum flögusteini, og er nál 2/s af steini þessum tóm steinolía. Er þeg- ur tekið til að vinna hana, þótt í smáum stíl sé, og eigi er meira unnið en sem svarar 1 milj. kílógratnma eðasem svarar7700 steinolíutunnum því að bæði skortir fé, og vetur er þar bæði langur og harður, og tefur mjög fyrir. Flutn- ingabrautir vanta og; hefir það verið ráðgert að byggja mjósporaða járnbraut frá bæ einum er Wolodga heitir, til Uchta, og leggja fram meðhenni pípur tvær; á aðveita steinolíunni eftir þeim, Ijósaolíu eftir annari, en lítt hreinsaðri olíu eftir hinni, er hafa skal til hitunar. Er mikið ráðabrugg með að vinna olíuna, og gert ráð fyrir að nál. 55 milj. kr. muni kosta all- ur útbúnaður til þess; en olían er svo mikil í jörðinni, að búizt er við, að þetta borgi sig vel. En eigi verður hagurinn minni að því að fá aflmikinn námuiðnað í landshluta þenna, því að fólk er þar bæði fátt og fátækt. En mestu er þó um það vert, að nóg er til af steinolíunni, og það þó að lindirnar í Norð- urameríku og Bakú þverruðu og tæmdust.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.