Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Qupperneq 24

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Qupperneq 24
36 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. þau heppilegar myndir í barnabók. Rað er of leitótt eftir því, er börnin vilja sjá og skilja, í þessum myndum. Rað er ekkert minni vandi að teikna myndir, en rita, handa börnum, svo að vel sé. Allar þessar bækur eru ritaðar handa börn- unum íslenzku — og það er aldrei ofmargt eða of gott, sem þeim er boðið. Blað eitt er og gefið út handa þeim, Unga ísland; það er víða keypt og á sér mikla útbreiðlu, enda.er það vandað að efni og frágangi, og prýtt með mörgum myndum. Æskan getur ekki jafn- ast við það að neinu leyti, J- /• Qrafinn lifandi* í rambygðri líkkistu raknað’ hann við og rekkjan sín fanst honum breytt. — Því kviksettur var hann við konunnar lilið — Að klökna var sama og biðja um grið, sem enginn hefð’ athygli veitt. — Ef kviksettur aumingi hrópar svo hátt, að hljóðið til líkmanna berst, þá æða þeir burtu. Hann ávinnur smátt; hin almenna vofutrú leikur hann grátt og undir því fargi hann ferst —. Hann þekti nú vel þenna veraldar-beyg, er vofutrú flytur með sér. Hann feld’ ekki tár, þó hann fynd’ í sér geig. — En flestum er óljúft að drekka þann teig, er síðasti bikarinn ber — . Að hjartanu þrengdi svo harðleikin kvöl, að hugrekkið stóðst ekki við. t\ björgunaráhöldum var ekki völ, rneð vitfirrings hamförum braut hann þó fjöl, og ávann sér augnabliks frið. En þegar úr kistunni brotið var borð; þá buldi við kirkjuþjóns rödd. ') Tilefni kvæðis þessa er það, að sú saga gengur, að fyrir nokkurum árum háfi líkmönnum eitt sinn heyrst við jarðarför þrusk eða hljóð niðri í gröfinni, og hafi þá komið hik á þá að moka of- an í; sagt er að prestur hafi heyrt þetta líka, og reitt upp hnefann og sagt: »Mokið þið, mokið þið, piltar!*. varsvo gröfin fylt og ekki fleira tíðinda. og vel gat hann skilið hvert einasta orð; þau urðu nú smiðshögg á langdregið morð. Var guðsnáð við gröfina stödd? Hreiðar E. Geirdal. Hver stal brenninu? Anton hafði keypt talsvert af brenni á upp- boði, er hann Iét saga í sundur, en ekki höggva. Svo stóð á að hann gat ekki geymt brenn- ið undir húsþaki, sökum rúmleysis. — Nú leið ekki á löngu að hann varð þess var, að brennihlaðinn fór að lækka, því hann geymdi það á afskektum stað, langt frá húsinu. Petersen, maurapúkinn, sem tíðum ók í vagni sínum fram hjá, og kom oft inn að skeggræða við Anton, ráðlagði honun, að strika brenni- bútana, með rauðri krít, svo hann gæti þekt þá aftur, hvar sem haun sæi þá. En Anton hló að honum og mælti: »Refir stela einnig merktum gæsum.« Svo hlógu þeir báðir. Anton fór út að viðarhlaðanum um kvöld- ið. Hann reif börkinn utan af mörgum brenni- bútum, boraði síðan holur gegnum drumbana, fylti þær púðri og límdi svo börkinn vandlega á aftur. — En þetta sagði hann engum. Skömmu síðar var hann boðinn í afmælis- veizlu til vinar síns, Petersens. Reyndar ætlaði Anton að njósna um brenni- þjófana þetta kvöld, en hann þumbaði það fram.af sér, með því líka að veður var kalt og hryssingslegt. Hann fór því í afmælisveizl- una til Petersens. Pað var alt svo skemtiegt og viðkunnanlegt þar inni. Borðið svignaði undir allskonar kræs- ingum. Vínið var ágætt. Brennið logaði glatt í ofninum, og þá lík- ar manni nú lífið, þegar ofninn er heitur á jafnköldu vetrarkvöldi. Peíersen stóð upp við annan borðsendann með glasið í hendinni. Svo fór hann að halda borðræðuna. Einkum vildi hann benda yngi mönnunum á það, að iðjusemi og ráðvendni væru þær lyftistengur, sem bezt megnuðu að hefja menn upp. Einmitt fyrir þessar dygðir hefði hann sjálfur náð — — — Alt í einu heyrðist har hvellur, húsið nötraði. — Stóri ofninn sprakk.------------- Anton ók heim til sín og var nokkru hygn- ari en áður. Hann hugsaði tleira en hann talaði. En eitt var undarlegt: Eftir þetta var engu stolið af brenninu. Prentsmiðja Björns Jónssonar,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.