Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Síða 4
76
NYJAR KV0LDV0KUR.
»Æ, heyrðu, Turnbull, láttu okkur nú um
það að gera út um þetta. Sæktu vínið, það
er þitt verk; gerðu svo vel að róla út, Turn-
bull. Við Mortimer vitum vel, hvað við eigum
að gera, án þess að þú sért að sletta þér fram
í það.«
»Mig langar svei mér heldur ekki til að
sletta mér fram í það; en eg vil ekki að þú
og þjónarnir þínir sé að jagast — það er alt
og sumt. Ef þeir hefðu boðið mér helming-
inn —«
»Æ, heyrðu, Turnbull, farðu nú og láttu
mig um það að stjórna heimili mínu.«
»Komdu, Jakob, við skulum ganga ofan í
kjallara,« sagði Turnbull við mig — og við
fórum.
Eg hjálpaði Turnbull eftir föngum, en hann
var í illu skapi og hreytti: »Eg get ekki felt
mig við alla þessa vitleysu, allan þerinan íburð
og gauragang og fíflalæti. Alt kemur kalt á
borðið. Borðið er svo langt og svo ofhlaðið
óætu hrasli, að eg get varla náð að kalla til
konunnar minnar, og þjónarnir standa uppi í
hárinu á henni, það veit sá sem alt veit. Reynd-
ar sýna þeir mér það nú ekki, því ef þeir færu
áð tala við mig eins og hana, sparkaði eg
þeim óðara út úr húsinu. En það er ekki gott
viðgerðar, Jakob. Eg vil umfram alt hafa frið,
og svo vörð eg stundum að umbera þetta alt
saman, annars hefði eg aldrei frið árið í kring.
Ef kvenfólkið vill hafa eitthvað fram, þá þokar
ekki fjandinn við því. En við skulum nú koma
upp til mín, þá getum við spjallað, meðan eg
þvæ mér um hendurnar.«
Óðara en Turnbull var búinn að klæða sig,
gengum við ofan í samkvæmissalinn; var þar
alt fult af borðum, og þau full af öllu hugs-
anlegu skarti. »Petta er nú það sem kona mín
kallar hæstmóðins. Það væri eins hægt að stýra
í gegnum heilan hafísflota eins og að reyna að
kasta akkerum hér, án þess að rekast á. Atlaf
klingir við: Á stjórborða með stýrið, eða á
•bakborða með stýrið. Og þegar frakkalöfin
strjúkast við eitthvað, hlunkast altaf eitthvað
niður, og það er sama, hvaða smáræði sem
það er, sem mölvast, þá bölvar konan mín sér
altaf upp á, að það hafi verið dýrmætasti grip-
urinn, sem til var í húsinu. En til allrar ham-
ingju kem eg hér aldrei, nema þegar hún held-
ur samkvæmi. Eg fæ, guði sé lof, ekki leyfi til
að koma hér. Tyltu þér niður á stól þarna,
Jakob, einn af þessum fjandans frönsku kongu-
lóarbrenglum, því konan mín lætur ekki svert-
ingja, sem hún kallar það, setjast í himinbláa
silkilegubekkinn þarna. Er það nú ekki heimska
að eiga húsgögn, sem maður má ekki nota?
eg kýs heldur að það fari vel um mig, en það
er svo að sjá, að það fáist ekki fyrir peninga.«
Kl. var um sex, þegar frú Turribull sigldi
inn í samkvæmissalinn í allri sinni dýrð. Óneit-
anlega var hún falleg kona, og virtist líka vera
allmikið í tízku. En orðalagið hennar kom upp
um hana. Hún var eins og páfugl; meðan hún
þagði, var hægt að dást að fjaðraskrúðinu, en
röddin hennar fór með það altsaman.
»Heyrðu nú, Turnbull,« sagði hún, »eg vildi
nú reyna að gera þér það skiljanlegt, að það
er eitthvað svo dónalegt í fasi þínu, sem eg
get ómögulega liðið, svo sem það, þegar þú
ert að segja þú sofir eins og matrós.«
»Nú, kona góð, þarf maður nokkuð að
skammast sín fyrir það?«
»Já, Turnbull, í dönnuðu samkvæmi má
maður ekki koma með soleiðis orðalag. Pað
er ekki notalegt að gera sig að athlægi í sam-
kvæmi, og þessvegna hef eg hugsað útráðtil þess
að koma í veg fyrir það að þú talir af þér
og gerir skyssur. Mundu það, Turnbull, að þeg-
ar eg segi, að eg hafi höfuðverk, þá er það
bending til þfn að halda þérsaman; og reyndu
nú að gera það fyrir mig, Turnbull, að hafa
hanzkana á höndunum í alt kvöld.«
»A —og líka á meðan eg er að borða, kona
góð?«
»Já, líka á meðan þú ert að borða. Pað er
ósköp að sjá á þér hrammana.«
»Einhverntíma var sú tíð, að þér fanst það
ekki.«
»Hvenær var það, Turnbull? Er eg ekki
ótalsinnum búin að segja þér, að þær eru ekki
snertandi?«