Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Síða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Síða 6
78 NYJAR KV0LDV0KUR áfram skrifstofustörfunum, enda þóttist hann með engu móti mega missa mig, sízt á með- an hann hefði ekki fengið bókara, sem væri vel inni í störfunum. Hann kom nú fljótlega og tók til starfa í stað hr. Tomkins, þegar við fórum frá vörustöð- inni í Brentford, og gerðist þá yfirmaður minn. Hann lét ekki lengi bíða að gerast mér óvin- veittur, og virtist öfund lians og óbeit til mín vaxa að sama skapi og Drúmmond varð mér hollari og ánægðari með mig. Einn daginn var eg niðri á skipi með gamla Tuma og amerískum skipstjóra og vorum við þar að tala saman. Rá vatt Hodgson — svo hét hann, nýi bókarinn —fram á skipið, og mælti hann þegat: »Rú þarna, Jakob, upp með þig undireins og að púltinu þínu. Eg vil enga augnaþjóna hafa undir mér. — Út með þig, undireins.* »Heyrið þér, herra pennasleikir,« kallaði þá gamli Tumi, »ætlið þér að segja með þessu, að Jakob sé augnaþjónn?« »Já, það segi eg, og vil engar slettur hafa úr yður, eða eg læt óðara reka yður frá bát- num, gamli ómagi.« »Ja, hvað snertir fyrri partinn af orðum yðar, þá skal eg segja yður í allri kurteisi, að þau eru haugalýgi, en seinni hlutann þurfið þér víst fyrst að sanna.« Skapið í Hodgson batnaði ekki við þetta tilsvar Tuma. Mér fór líka að renna í skap, því að eg hafði orðið áður fyrir meira en litl- um ónotum, og litli Tumi brann í skinninu áð taka minn málstað. Hann lézt slangrast nærri Hodgson og sagði við mig um leið: »Nú, eg hélt þú værir ráðinn á ferjubátnum, Jakob, en það er svo að sjá, sem þú sért bundinn á rit- stofunni. Hvað ætlarðu að þjóna lengi þar?« sRað veit eg ekki,« svaraði eg stuttlega, »en eg vildi óska að það færi nú að styttast • U ' 1 þvi.« »Rað er gott, herra góður; eg skal segja hr. Drúmmond frá, hvernig þér hagið yður. Hann skal fá að vita um undanbrögð yðar.« »Undanbrögð? Svo þér ætlið að tala um undanbrögð hans? Hans störf eru handbrögð við stýrið, en ekki að læra af yður svikabrögð við púltið,« svaraði gamli Tumi. »Svikabrögð? Hvað meinið þér með því, kolgrár þorparinn?« sagði Hodgson í ofsareiði. »Faðir minn meinar víst þessar margvfltu höfuðbækur,« sagði litli Tumi. Retta ónotasvar kom úr þeirri átt er Hodg- son átti sízt von á, og óx honum nú reiðin um allan helming. »Rað er svo að sjá, að þú hafir svarað Itonutn æðisárt,« sagði gamli Tumi, »en eg skil ekki hvernig.« »Pú hefur kent mér að lesa og skrifa, fað- ir minn,« svaraði Tumi, »og þá er hægt að lesa á milli línanna. Eg reyni altaf að bæta við það, sem eg kann, hvar sem eg get —og þetta hef eg heyrt á markaði í Barthelemy.« »Og hefur komið illa við hann með því.« »Rví ætli maður geri það ekki til að hjálpa vini sínum? En vittu til, faðir minn, þetta stend- ur ekki lengi. Pað er óveður í aðsigi, og þó Jakob sýnist rólegur núna, líður ekki á löngu áður enn hann bítur frá sér.« Tumi spáði rétt. Eg hafði ekki setið nema svo sem eina mínútu við púltið mitt, þegar Hodgson kom inn og fór að skamma mig svo að eg stóðst ekki mátið. Eg hafði skrifað rétta og vel ritaða vöruskrá, en hann hrifsaði hana út úr höndunum á mér og reif hana í sundur, og skipaði mér svo að skrifa hana upp aftur. Eg reiddist og taldist undan, fleygði frá mér pennanum og hvesti augun framan í hann; hann varð þá enn reiðarhog þreif stóra skruddu og kastaði henni í höfuðið á mér. Eg tók aft- ur reglustiku*) og borgaði honum sendinguna. Regfustikan var á leiðinni þegar hr. Drúmmond kom inn í ritstofuna, og hann kom mátulega til þess að sjá Hodgson rjúka út af, því að keflið kom rétt í mitt enni honum, en eg stóð gióandi af reiði bak við púltið mitt, og brutust þá ótal tilfinningar um í hjarta mínu. Hvað lengi eg sat þar svo, veit eg ekki, en það hafa að minsta kosti verið tvær stundir. því að í *) Reglustikur þessar eru áttköntuð kefli.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.