Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Side 9

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Side 9
JAKOB ÆRLEGUR 81 ur og verður svo tekinn í herinn eða fær refs- ingu fyrir ofdrykkju; en þá má hann minnast föður síns, og formæla honum í hjarta sínu fyrir ilt eftirdæmi, sem eg hef gefið honum.« »Já, eg mundi bölva hverjum sem kærði mig eða gerði mér ilt, og heimskunni úr mér, ef eg gerði eitthvert axarskaft, en þér mundi eg ekki formæla, hvað sem á dynur, þú hefur verið svo góður við mig,« svaraði litli Tumj og tók í hönd föðui síns. »Eg vona hins bezta, drengur minn,« svar- aði gamli Tumi, »en eitt er víst, að það hefur verið ranglátlega meðþigfarið, Jakob. Að vísu hef urDrúmmond gert mikið fyrir þig þér til góðs, en nú hefur hann aftur ónýtt það að mestu. Eg skal ekki taka að mér að gera upp þann reikning — en mér finst þú ekki skulda honum mikið, því hvað er að þakka, þó að skip sé tekið í eftirdrag, og slept aftur, þegar mest liggur á? En verst þykir mér samt, að hann hefur sagt að þú megir ekki vera lengur hér á bátnum með okkur. Hefðirðu verið kyr, þá skyldi þig ekki hafa skort, meðan kaupið þitt var óborgað. En kærðu þig kollóttan; Tumi, sæktu flöskuna, drengur minn, við skulum ðrekkja sorginni.« En groggið gat ekki sett almennilega líf í gamla Tuma. Kvöldið dragnaðist áfram, og svo gengum við snemma til hvílu. Mér kom ekki dúr á auga alla nóttina. Alt bernskulíf mitt rann upp fyrir augum mér fet fyrir fet, alt til þessa dags. Eg fann að eg hafði gert skyldu mína, og mér hefði verið gert rangt. Lg fékk höfuðverk af æstum hugrenningum. Eg var eins og villimaður, þegar Drúmmond tók mig að sér, en það var efni í mér, og það hafði spunnizt undarlega vel úr því, af því vel og þýðlega var farið að mér. Þau höfðu synt mér svo mikla vinsemd, Drúmmondshjón- m, Sara, skólameistarinn og ráðskona hans, að það greiddi til um alt það er í mér bjó. Og svo var um fleiri. Svo hafði vinsemdin alið upp alla beztu hæfileikana i mér, og hefði það haldið áfram, hefði lund'arfar mitt og manngildi náð festu á fám árum. En nú var alt umhverft, ranglætið vakti upp tilfinningar, sem sváfu, og eg var allur annar maður, þegar eg brölti fram úr bóli minu um morguninn. Að vísu var ekki alt það um koll komið, sem uppeldi og vin- semd höfðu alið upp í mér. En það var alt lamað og brotið og bramlað, og hefði alveg rokið um koll við hvað lítinn andblæ sem vera skyldi úr rangri átt, og rústir einar hefðu verið eftir. Hefði nokkuð getað haldið því í horfi, þá var það vinsemd og ástúð Söru, því um hana snerust hugsanir mínar altaf við og við. Hún var nú eina stjarnan, sem nú sá til á skýjahimni hugrenninga minna. Rað er oft meira en hættulegur sá andlegi hroki eldra fólksins að ímynda sér, að það geti getið nærri tilfinningum þeim og hugsunum, sem búa í brjóstum hinna ungu. Oft hefur það valdið því, að ungt hjarta hefur lent út í glöt- unina, þó það hefði getað borið góða ávexti, ef rétt hefði verið með farið. Roði göfugrar reiði er jafndökkur eins og roði glæpanna, og fölvi hugrekkinnar er jafnfölur og fölvi hræðsl- unnar. Sakleysið og staðfesta þess er ofoft metið sem forherðing, og tunga, sem er bund- in hrygðarfiötrum særðs hjarta, og óþroskaður líkami, sem titrar og skelfur af innra sálarstríði hafa oft verið metin spretta af illum ástríðum þegar heimskir og sérgóðir dómarar hafa farið að fella dóm um það. Rað ætti aldrei að dæma æskumanninn hart, og það þó hann væri á glapstigum, og ætti skilið að fá harðan dóm, þá á samt að dæma hann með mildi og vork- unsemi. Reir sem öðruvísi dæma, geta átt á hættu að eiga ábyrgðina á að hafa steypt ung- um manni, sem var á vegámótum, i glötun,— Eg gekk um gólf á þilfarinu. Tumarnir báðir voru niðri í káetu og eg var einn uppi. f*á glumdi við rödd, er sagði: »Pú þarna í bátnum — heyrurðu ekki, ferju- strákur, að eg er að kalla á þig.« Eg leit upp og sá þá framan í háðulega^ glottandi, heimskulega smettið á Gubbins, und- irbókaranum. 11

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.