Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Page 16
88
NYJAR KV0LDV0KUR.
Erfaskrá Wilsonar.
— Amerísk réttarfarsskrýtla. —
Eftir Philipp Bergers.
»Þvílíkt ágætisland, þessi Ameríka!« segir
franskmaðiirinn Júle Verne einhverstaðar í
fínu háði. »Hreint óbreyttir alþýðumenn, mála-
færslumenn og embættismenn þurfa ekki annað
en að ganga um gólf heima hjá sér, svo verða
þeir alt í einu flokksforingjar, liðsforingjar,
höfuðsmenn og marskálkar,« Maðurinn hafði
undarlega rétt að mæla. Það þarf ekki mikið
fyrir því að hafa stundum að verða háttstand-
andi í hernum: ekki annað en kunningskap við
yfirmennina, eða þá hafa dálítil völd í stjórn-
málum, stundum jafnvel nóg að halda flokks-
foringjunum væna átveizlu, þá er maður áður
en varir orðinn herforingi í því liði, hvort sem
maður hefir nokkurntíma séð fallbyssu eða
hleypt af fuglabyssu á æfi sinni. Um það spyr
enginn.
Einn af þessum hetjum er »marskálkur
Cargill«, málafærslumaðurinn. Prúðmenni það
sat um morgun einn kl. 9 á skrifstofu sinni á
tólfta lofti í hús-hrófatildri nokkru í Chicago
og blístraði léttúðarlag. Stofugögn hans voru:
stóll, borð og tveir hrákadallar. Marskálkurinn
sat á stólnum, lagði fæturna að ameríkanskri
venju upp á borðið og ruggaði sér svo í stól-
num, sem stóð einungis á afturfótunum. Alt í
einu var barið að dyrum og inn kom maður;
hann staðnæmdist brosandi skamt frá marskálk-
inum og leit í kring um sig. »Sælir, marskálk-
ur,« sagði hann og færði höndina upp að
hattinum að hermanna sið. Ekki tók marskálk-
uritin kveðjunni, en fór nú ofan í vasa sinn,
tók upp hníf og klauf flaska út úr borðrönd-
inni utn leið og hann spýtti mórauðu. »Þegar
nettmenni koma inn í skrifstofu ntína,« sagði
hann æfur, »þá eru þeir vauir að taka ofan.«
• Einmitt það,« sagði komumaður þurlega.
♦ Þegar eg kem inn í skrifstofu til prúðntenna,
þá eru þeir vanir að taka fæturna ofan af borð-
inu.« »Það er nú svo,« segir marskálkur, »en
eg er húsbóndi heima hjá niér.« »Nú skakkar
hjá yður,« segir komumaður hvatlega, án þess
að taka ofan. »Ef þér verðið ekki búnir að
borga mér húsaleiguna fyrir hádegi þessa dags,
þá hafið þér hvorki umráð yfir skrifstofunni
né þessum ágætis húsbúnaði yðar.« »Þ?ð kom
mér ekki óvænt.« »Hvernig ætlið þér þá að
hafa það?« »Þér sjáið að eg er að snúa borð-
inu upp í eldspýtur. Þegar það er búið, þá
taka stólarnir við.« »Mikið rétt! Eignin í því
er þó ekki ýkja mikil, en til allrar hamingju er
pjátur í hrákadöllunum, svo þér vinnið síður
á þeim-----«
»Segið mér eitt,« tók marskálkurinn fram í,
»hvenær er fresturinn útrunninn?»
»Klukkan standandi 12 í dag,« svaraði að-
komumaður.
Samstundis rauk marskálkurinn fram að dyr-
um, opnaði hurðina svo auðskilin var mein-
ingin. »Ef þér ekki farið á augnabliki, þá rek
eg yður út með valdi,« öskraði hann, tÞegar
klukkan er 12 eigið þér með skrifstofuna og
gerið með hana hvað sem þér viljið, en þang-
að til varðar yður ekki hið minsta um mig né
mitt. Það getur margt breyst á tveim tímum.«
Aðkomumaður sá það ráð bezt að fara, en
á þröskuldinum stóð hann við og sagði spott-
audi: »Hvað skyldi vera langt síðan, marskálk-
ur góður, að nokkur maður hefur beðið yður
um að flytja mál fyrir sig? Sjálfsagt ár, ef ekki
meir. Hvernig skyldi yður ganga að útvega á
tveim klukkutímum þá 300 dollara, sem þér
skuldið i húsaleigu?«
Lengra komst hann ekki; hurðinni var skelt
aftur, og skrölt það, sem hann heyrði innan frá,
gjörði honum Ijóst að nú hafði marskálkurinn
ráðist á hiákadallana og væri að mölva þá með
fótunum í bræði sinni. Honum skjátlaðist held-
ur ekki. Marskálkurinn blótaði og ragnaði, ham-
aðist við að mölva hrákadallana og tálga og