Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Qupperneq 17
ERFÐASKRA WILSONAR
89
brjóta borðið; loksins þurkaði hann uppgefinn
af sér svitann. Svo fór hann aftur að blístra
léttúðarlög, lagði yfir herðar sér Ijósgráa skikkju,
tók fína hattinn sinn og silfurbúna stafinn í
hönd sér, en undir hinni hendinui bar hann
bláan skjalabunka — auðan pappír reyndar —
°g lagði svo af stað. Elevatorinn lyfti honuin
niður á götu af tólfta lofti. Rar stóð hann litla
stund hugsandi, labbar síðan hvatur í spori
niður næstu götu.
Marskálkur Cargill var til að sjá einn af
heim mönnum, sem eru sléttir og fágaðir ytra,
en lubbar og dónar undirniðri: uppskafningur,
uPPgerðar-nettmenni, landeyða og athlægi. Á
gótunni var hann vel til fara, en föt hans voru
oborguð. Hár hans og skegg var vel hirt og
glæsilegur var hann á að sjá hið ytra. En í
mannfélaginu var hann ekki mikils metinn, því
stallbræður hans og kunningjar álitu hann ráð-
leysingja og vandaðan mann, og hann hafði
altof lítið braskað til að hrinda af sér því á-
mæli. Fyrst þurfti hann ekki á hæfilegleikum
né áliti að halda, því hann náði sér í atórríka
konu þegar hann var einungis 21 árs og alveg
nybúinn að læra lög á háskólanum. 5 ár var
hann að sólunda eigum hennar; að því búnu
fór hann að hugsa um að nota lögfræðiskunn-
attu sína, leigði sér skrifstófu og byrjaði á því
að ætla að fara að fletta ofan af svikarafélagi
eh'u, sem búið var með prettvísi að hafa af
viðskiftamönnum sínum of fjár. Áð koma svik-
unum upp um félag jietta hafði hann hugsað
ser, en þegar menn urðu þess varir, þá forð-
uðust allir hyggnir menn hann, sem svona var
óklókur málafærslumaður. Ressu vöndunaráliti
manna hafði hann enn ekki hrundið, nú varð
að hrökkva eða stökkva. Hann var nú orðinn
30 ára gamail, og átti konu. og þrjú svöng
börn. Nú var um að gera að rétta við álit sitt,
na eftirsókn og trausti með einu stóru stökki,
ug sýna fólki að hann væri ekki eins óbrögð-
óttur eins og það áleit, bara að tækifæri fengist.
^nn vissi að nú voru öll sund lokuð efnalega.
Smásvik og prettir nægðu ekki lengur, allir
tyármunir farnir og hvergi lánstraust, því alstað-
ar voru skuldir, Nú varð að treysta varmensk-
unni og láta til skarar skríða.
Fám augnablikum eftir að marskálkurinn
fór burt úr skrifstofu sinni, var hann staddur í
skrifstofu málafærslumanna í Monroegötu nr.
116, þar sem allajafna nokkrir þjónar réttvís-
innar héldu til. Á borninu lá nýútkomið blað.
Hann fór að rýna í blaðið, og því Iengur
sem hann las, því óðari varð andardrátturinn;
hann varð rjóður í framan og höndin skalf,
sem hélt á blaðinu. Svo áfergjulegur var hann
meðan hann las, að það var eins og augun
ætluðu að gleypa blaðið. Hann tók eþki eftír
neinu, í kring um sig, vissi ekki að allir félagarnir
störðu undrandi á hann. »Hvað er það, sem
þú ert að lesa, félagi ?« spurði einn maðurinn
hann. »Æi, það er nú hvorki mikið né mark-
vert; eg sé að vinur minn, miljónaeigandinn
hann Wilson er dáinn,® sagði hann eins og
ekkert væri. »Já, hann er dauður, en hefir þú
heyrt um erfðaskrána hans?' spyr hinn með
ákefð. »Rað er merkileg erfðaskrá það, ómögu-
legt að hagga við einum einasta staf í henni,
svo viturlega og vel er um þá hnúta búið,
enda hefir málafærslumaður Byggliby gjört
hana úr garði, og hann er og verður þó meist-
ari okkar allra hinna, óviðjafnanlegur snilling-
ur, það verða allir að játa.« *Nú, er hann það?«
segir marskálkurinn. »Er hann afbragð annara?
Eg hélt máske að einhver kynni að geta jafn-
ast á við hann.« »Kannske þú getir staðið
honum á sporði, marskálkur?« sagði hinn í
ertni háðslega.
Marskálkurinn fékk sér að drekka, fleygði
borguninni á borðið og gekk svo burt í hægð-
um sínum, en óðara en hann var kominn úr
au^sýn félaganna, stökk hann í flýti upp á járn-
brautarstöðina, keypti sér farseðil og í einu
vetfangi inn í vagninn og af stað.
Herra W. S. Wilson, sem var stórauðugur
verzlunarmaður, sat á skrifstofu sinni þegar
einn skrifarinn hans kom inn til hans með
nafnmiða:
Marskdlkur W. D. Cargill,
mdlafœrslumaður.
12