Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Side 21

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Side 21
ERFÐASKRA wilsonar 93 'stól og blaðaði brosandi í dagblaði, reykjandi tveggja krónu v'ndil. Gaman var að þessu hvernig blöðin höfðu eins og lyft honum alt í einu upp í skýin úr skarninu, en variéga var þó bezt að fara, gefa ékki fólkinu kost á að grannskoða sig. Um 40 manns höfðú beðið hann um viðtal þann morgun, en öllum varð hann[_að neita sökum annríkis. Enn hringdi tal- síminn: »Hver er það ? Er það herra málafærslu- maðurinn?* »Það er hann;« *Hér situr maðursem við komum ekki burt. Hahn vill endilega finna yður; gerir ráð fyrir að mölva hurðina ef ekki sé opnað; hann lítur út fyrir að vera úr sveit. Má hann koma ?« »Látið hann koma.« Marskálkurinn fleygði frá sér blaðinu og vindlinum og lést vera að skrifa í ósköpum stórt skjal þegar maðurinn kom inn; án þess að líta UPP benti hann manninum á stól, en hélt áfram °g skrifaði og skrifaði. Aðkomumaður settist með lotningu í stólinn, þagði og beið. Loks eRir tímakorn blés hann þungan, lagði frá sér pennan, leit á gullúrið og segir þreytulega: '‘Nú, nú, herra minn.« Maðurinn kom nær og spyr hæversklega: »Má eg bera fram fyrir yður málefni mitt?« ■“Já, það er að segja, einar 10 mínúturget eg hlustað á yður. Lengri tíma má eg ekki missa. Eg á annríkt í meira lagi eins og þér sjáið.« »Vissulega!« segir komumaður. Eg hef lesið um arfleiðslumál Wilsonar, og er til yðar kom- inn til að frambera inínar kröfur líka til arfs- ms. Amma mín var mágkona afa herra Wil- sonar sáluga. Þar að auki hef eg fyrir hér um óil 30 árum lánað hinum látna 5 dollara. Ætli Það sé nægilegt?« Marskálkurinn var stokkinn áfætur. »Hvort. það er nægilegt! Ef það líka er nægilegt. Eg er nú hræddur um það. Rér eruð, segið þér mer-----nú, mágkonusonarsonur, eða réttara sagt: soriarsonur mágkonu afa Wilsonar heitins, ^etta stig ætternis er að vísu nýung, en því fremur aetti það að vera tekið til greina. Og svo líka peningalánið, 5 dollarar. Jæjæja! Rað er ágætur málsstaður. En sjálfur get eg lítið fyrir yður gjört, því er vefj eg vinn svo að segja dag og nótt. Þessum 10 mínútum, sem þér fenguð, stal eg frá sjálfum mér. Ein mín- úta er eftir sé eg að er. Takið þér við miða þessum og farið þér með hann til vinar míns, malafærslumanns Bubblistons, hann mun sjá um málefni yðar,« Ofurlítil vísbending bara um, að nú væri úti, með það fór maðurinn. Úti í næsta herbergi var samstundis .sagt i »fóninum«: 100! Svo þegar erfinginn ætlaði út þaðan, var hatm látinn vita að samtalið þessar 10 mínútur kostaði 100 dollara. Hmn varð fyrst hálfhissa, en borgaði svo eins og upp var sett. Arfurinn bætti það upp. Tæpast var Jóakim kominn út, þegar anil- ar ættingi Wilsonar sáluga bað um viðtal og sætti sömu kjörum, en var vísað til annars málafærslumanns. Nýir »erfingar« komu dag eftir dag, viku eftir viku og öllum var vel tek- ið oggefnar góðar vonir. Peningarnir streymdu inn á hverri stundu, ekki einungis til marskálk- sins, heldur einnig til allra málafærslumanna, sem hann vísaði »erfingjunum« til. Hann hafði lag á að senda þeim »erfingja«, sem honum þótti mestu varða að hafa sér hliðholla. Mála- færslumennirnir áttu ekki minstan þátt í lofinu um hann í blöðunum. Vesalings jóakim, sá hinn sami sem fyrstur kom til marskálksins, stóð með miðann sem honum var fenginn og var að lesa útanáskriftina til Bubblistons málafærslumanns. Fyrst hann var búinn að kosta til 100 dollurum fyrir 10 mín- útur, þá var bezt að reyna að halda áfram og fá arf. Hann fann bústað Bubblestons. Þar varð hann að bíða í V* tíma, því málafærslumaður sá var líka í voða annríki. Reyndar sat hann að spilum með kunningja sínum. Spilaði upp á peninga, það gjöra allir Ameríkumenn, götu- strákarnir spila upp á eyri, auðmennirnir upp á stórsummúr. Bubbleston spilaði upp á smá- skildinga. Rað var langt síðan að hann hafði haft önnur störf með höndum, svojóakim kom alveg óvænt, alveg eins og af himnum sendur.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.