Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Page 22

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Page 22
94 NYJAR KV0LDV0KRUR Bubbleston flýtti sér að komast í lag tii að taka sem máiafærslumaður móti manninum. Jóa- kim rétti honum miðan frá marskálkinum: »Rétt er það! Embættisbróðir minn segir mér að þér séuð sonar-sonur mágkonu lang- afa hins dána, eða eitthvað á þá ieið, sem er nokkuð sama.« »Já, herra minn. Amma mín var í tengdum við afa Wilsons sáiuga, eða hann í tengdum við hana, eg veit ekki almennilega hvort held- ur var.« — »Það gjörir ekkert tii. Hvort heldur sem var eruð þér lögiega borinn til arfs eftir manninn. Hvað háa kröfu hugsið þér yður að gera?« »Eg hef hugsað mér að nefna eina miljón?« segir Jóakim hikandi. »Skyldi það vera um of?« »Öldungis ekki mu of! Öldungis ekki! Er það svo nokkuð meira sem þér hafið fram að bera?« »Eg lánaði Wilson sáluga 5 dollara fyrir 30 árum.« — »Sem þér auðvitað hafið aldrei aftur fengið?« »Jú, hann borgaði þá skilvíslega, og galt rentu, 6 af hundraði. Pað gjörði hann. En mér fanst að hann hefði átt að minnast þess og hugsa ofurlítið til mín, þegar hann lét semja arfleiðsluskjalið. Hann lét mig líka skilja það á sér einhverntíma.« — *Sjáum við til! sjáum við til. Gaf yður vil- yrði —hafið þér votta að því kanske?« — »Já, son minn. Wilson tók hann í þjónustu sfna, svo sem í þóknunarskyni fyrir peningalánið og galt honum 50,000 dollara um árið í kaup.« »Nú, rétt! Hvar er sá sonur uú?« »Hann er núna — er ekki viðlátinn sem stendur — Er núna í bili — í hegningarhúsinu.« »Rétt! Er í hegningarhúsinu! Öldungis rétt! Pví fór hann þangað, með leyfi ?« »Honum "Eiafði orðið ofurlítið á, eitthvað viðvíkjandi peningum Wilsons sáluga. Unggæð- isháttur, eingöngu æskuglöp, það er mér óhætt að fullyrða, herra minn. Pað hurfu einusinni 10,000 dollarar úr fjárhirzlu Wilsons sáluga, en reyndar var sonur minn saklaus, honum var komið til þess af öðrum.« »Auðvitað! Petta gengur. Yðar sonur er enginn þjófur, það er sannfæring mín. Pó heil miljón hefði horfið, þá er yðar sonur eng- inn þjófur.« Jóakim tók um hönd málafærslumannsins fast og innilega. »Pér álítið þá að likindi séu til þess að—« »Herra ininn,« svaraði Bubbliston. »Yður er miljónin jafnvís, eins og hún lægi í vasa yðar, en sjálfur hef eg engan tíma til að leiða mál yðar til lykta — því er ansans ver. Eg á svo annríkt — feikilega annríkt, maðurminn! Vinn dag og nótt að heita má, en eg get útvegað yður ágætan málafærslnmann, ágætan, er mér óhætt að fullyrða. Maður sá er Ixley, vinur minn og starfsbróðir.« Með lítilli bendingu gerði hann Jóakim skiljanlegt, að nú hefði hann ekki tíma til lengra viðtals. Jóakim kvaddi og fór, en i næsta her- bergi var hann látinn vita, að samtal þetta kostaði 50 dollara. Nú var að halda til herra Ixley. Maður sá vildi umfram alt reyna að hjálpa honum til að ná rétti sínum, þótt annríkt ætti hann, en peninga varð Jónakim að leggja fram, svo að málinu yrði hrundið af stað, það gerði sig ekki sjálft. Jóakim hikaði ekki við að láta þá af hendi, svo ekki skyldi það í vegi standa. Dag eftir dag fengu málafærslumennirnir senda »erfingja« frá marskálk Cargill. Peir létu öll málin ganga áfram eins og mál Jóakims, og innan skamms voru allir þeir orðnir auð- ugir menn, sem marskálkurinn lét náðarsól sína yfir skína. »Erfingjarnir« borguðu 100 dollara fyrir viðtal í 10 mínútur og þótti ekki dýrt, því allir urðu þeir nafnfrægir og eftirsóttir, sem höfðu mál að flytja fyrir erfingja Wilsons sáluga, en þess urðu málafærslumennirnir að gæta, að taka ekki að sér nema einn »erfingja« hver; ' hinir voru sendir áfram til þess næsta, eftir fyrsta samtalið og 100 dollara. En yfir mar- skálkinn rigndi þakklæti og heiðursviðurkenn- ingum, boðsbréfum og líknarbænum, en þó mest aðdáun embættisbræðra hans frá öllum lögfræðingum yngri og eldri, nema einum.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.