Nýjar kvöldvökur - 01.01.1915, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1915, Blaðsíða 3
HVERJDM ER DM AÐ KENNÁ? Saga eftir Frangois Coppeée. I. Það er rignir oft í Calvados og turnarnir á kirkjunni fögru í Caen teygja tindana upp í nærri sígráan himin, og er þar uppi sífeldur skýjahrakningur af vestri. En Chretien Lescuyer sonur Lescuyers yfirdómsmeðdómara hafði lifað svo leiðinlegu lífi, þangað til hann hafði tvo um tvítugt, að hann hafði ekki haft neina á- nægju af því, þessi fáu skifti sem sér til sólar þarna norður í Normandí. F*að hefði mátt í- mynda sér að þessi veslingsmaður hefði fæðst i hellirigningu. Húsið, sem hann hafði orðið fyrir því vafa- sama happi að fæðast í, var frá tímum latigafa hans og var bygt á síðustu stjórnarárum Loð- víks 15. Það var vafalaust skuggalegast af öll- um þeim skuggalegu húsum, sem til voru í Carmenstræti, sem þó var heldri nianna gata, og þó hangir ólundin þar á hverju húsi; og þar eiga heima fáeinar gamlar ættir, en öll önn- ur hús standa tóin. Auk heidur sjálfa hunda- dagana eru gatnasleinarnir blautir á röndunum af slaga, og það fer hrollur um mann, ef mað- ur horfir upp eftir inúrum húsanna. Þar andar maður að sér ólundinní og kvefgerlunum í löngum andartogum. En við endann á strætinu fer að lifna yfir; þar er Jóhannesartorgið, kátt og fjörugt; þar úir og grúir markaðsdagana af bændum með hvítar húfur og í biáum stökkum; en hinu- megin, niðri við höfnina, bjarthærðir, norskir hásetar í rauðum ullarskyrtum að setja timbur- planka á land með miklum hávaða og gaura- gangi. En Carmengatan læst ekki neitt af neinu vita. Hún fyrirlítur vinnuna í þessu fólki, þetta N. Kv. IX. 1. dónalega fjör, þennan skrílslega hávaða. Og hún lokar hlerunum fyrir nærfelt öllum gluggum, sein að strætinu snúa, á þessum höfðingjahús- urn, sem sýnast vera; en múrar þeirra eru smognir af rottum og músum, en’ innifyrir á þar heima dramblátur, eyðilagður maður með lömuðu hjarta. Húsið hans hr. Lescuyers stóð ekki hinum húsunum að baki að skuggsýni og ólundarsvip. Það var greint frá öllum öðrum húsum með háum múr og stóru, tvöföldu porti. En þetta port var nærfelt aldrei opnað. Ef maður vildi komast inn í húsið, varð maður að fara inn um dyr, sem voru í öðrum portvængnum, og var í þeim dyrum þung og stirð hurð, sem gekk illa upp og aldrei nema í hálfa gátt. Þeg- ar .maður var sloppinn inn um þessar skemti- legu dyr, var maður kominn inn í þröngan og skuggalegan húsagarð, og var hann lokað- nr inni af tveim hliðarbyggingum með kláðug- um múrsteinum, og eldvarnarmúr, sem var þétt- vaxinn með óhreinum vafningsviði. Húsagarðurinn var svo ógeðslegur sem hugs- azt gat. í einu horninu stóð gamall brunnur með brunnvindu, og var líkast því, sem hann væri eitraður. Yfir gluggunum voru úthöggnar hryllilega Ijótar grímumyndir, sem virtust vera að gretta' sig til þess að gefa manni í skyn, að það væri bezt fyrir hann að hafa sig^á burt aftur, og riðpallarnir, með slitnum og losalegum steinum í, sögðu skýrt og greinilega: »Hér er enginn maður velkominn.* Og þó var enn verra þegar inn fyrir kom. Þar mátti alstaðar sjá merki um smásálarlegan svíðingsskap og lögvizkurembilæti, svo það fer um mann kuldahrollur óðara en maður kemur 1

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.