Nýjar kvöldvökur - 01.01.1915, Blaðsíða 20
18
NÝIAR KVÖLDVÖKUR.
varð ávalt að taka við henni, þegar aðrir
réðu ekki við hana. Yfirleitt var fremur leiðin-
legt við miðdegisborðið, svo Polly varð fegin
þegar máltíðinni var lokið. Pá fór hver til sinna
verka og Fanny fór til kvennfata-saumakonu.
Polly varð því ein eftir í hinni stóru dagstofu.
Hún gladdist líka af því að mega vera ein
dálitla stund. Pegar hún hafði skoðað hina
mörgu fallegu liluti, sem voru þar inni, fór hún
að ganga raulandi fram og aftur um gólfið á
hinum mjúku og fallegu gólfábreiðum. Dags-
ljósið var að dvína og eldbjarminn frá ofnin-
um fór að gera meir og meir vart við sig í
stofunni. Litlu síðar kom gamla frúin inn og
settist í hægindastól. Hún sagði við Polly:
»Pað er fallegt lag sem þú ert að raula, viltu
ekki syngja það fyrir mig. Pað er svo langt
síðan eg hefi heyrt það.«
Poily vildi ógjarnan syngja fyrir ókunnuga,
hún hafði eigi fengið aðra tilsögn en þá, sem
móðir hennar hafði veitt henni, en tími henn-
ar tii þeirra hluta hafði verið ærið takmarkað-
ur. Hinsvegar hafði henni verið kent að vera
eftirlát við gamalt fólk og bera virðingu fyrir
því. Hún settist því við hljóðfærið og spilaði
og söng Iagið.
»Pað er slíkur söngur, sem gleður mig svo
mjög að heyra,« sagði frúin þegar Polly hætti.
Stúlkurini þótti vænt um þetta hrós og það
hvatti hana til að halda áfram og hún söng
af fullum hálsi með sinni þýðu rödd, og söng-
urinn hreif hjarta gömlu konunnar, því stúlkan
söng þessi gömlu skotsku alþýðlegu lög, sem
ávalt hafa verið áhrifamikil. Pað var sem stof-
an fyltist af þessum yndislegu tónum, sem brut-
ust út frá hinu stóra fortepianói og brjósti
ungu stúlkunnar.
»Petta var yndislegur söngur, syngdu hann
aftur,« kallaði Tumi og hann rak rauðan koll-
inn upp fyrir stólbak, sem hann hafði falið
sig á bak við. Polly varð eigi svo lítið skelk-
uð, því hún vissi eigi að hún hefði aðra á-
heyrendur en gömlu frúna, sem sat í hálf-
gerðu móki við ofninn. »Eg get ekki sung-
ið tneira.c sagði hún, »eg er orðin þreytt,« og
hún skundaði til gömlu frúarimiar. Rauði koll-
urinn á Tuma hvarf eins og stjörnuhrap ofan
með stólbakinu, því svar stúlkunnar hafði ver-
ið kuldalegt.
Gamla frúin rétti henni hönd sína og setti
hana á kné sér. Hún horfði svo vingjarnlega
á hana, að Polly gleymdi stóru kápunni og
brosti til hennar með fullu trausti. Hún sá að
hinn einfaldi söngur hennar hafði glatt gömlu
konuna og þetta gladdi hana.
»Pú skalt ekkert hirða um þótt eg horfi á
þig,« sagði gamla konan, og kleip í hina
rauðu kinn stúlkunnar. »Pað er svo langt síð-
an eg hefi séð litla stúlku, og mín' gömlu
augu hafa ánægju af að horfa á þig.«
Polly fanst þetta vera undarleg orð og gat
eigi að sér gert að segja: »Eru Fanna og
Maud þá ekki litlar stúlkur?«
»Nei, góða mín, ekki í þeim skilningi sem
eg kalla litlar stúlkur. Fanna hefir hagað sér eins
og fullvaxin stúlka nú i tvö ár og Maud er
ærð af eftirlæti. Móðir þín er mjög skynsöm
kona, barnið gott.«
Petta er undarleg kona hugsaði Polly, og
játaði þó ræðu hennar og starði inn í eldinn.
»Pú skilur varla hvað eg á við,« sagði
frúin, sem enn hélt í kinnina á Polly.
»Nei, frú, ekki til fullnustu,« sagði stúlkan.
»Pað er ekki von, en nú skal eg skýra
þetta fyrir þér. A mínum uppvaxtarárum voru
14 til 15 ára stúlkubörn ekki klædd eftir nýj-
ustu tízku og þau voru ekki látin fara á sam-
komur, sem einungis voru haldnar fyrir full-
orðið fólk, þau voru þá ekki alin upp í iðju-
leysi eða einlægu hringli aftur og fram. Pá
var meira hugsað um heilsusamlegt uppeldi
og þá voru ungar stúlkur ekki orðnar þreyttar
á lífinu um tvítugt. Við vorum skoðaðar sem
börn þar til við vorum 18 ára og urðum þá
stöðugt að vinna og læra á vígsl. Við klædd-
um okkur eins og börn, lékum okkur sem
börn, og heiðruðum foreldra okkar, og okkur
leið þá alment betur en ungu stúlkunum nú á
dögum.« Meira.