Nýjar kvöldvökur - 01.01.1915, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1915, Blaðsíða 9
HVERJUM ER UM AÐ KENNA 7 út, ónýtist garðurinn minn,« og allar veðurspárn- ar: sRað verður harður vetur í vetur, svölurn- ar fara svo snemma.® Þessi tómlegu, meiningarlausu samtöl voru einstöku sinnum krydduð með dálitlu lasti um náungann; Chreden lagði aldrei orð í belg, en það var ekki talið honum til lýta, heldur miklu fremur talið sem merki upp á ágætt uppeldi. Aðeins einstöku sinnum skifti hann tveim — þrem orðum við systurdóttur-dóttur frú Léger-Tabur- eti en hún var bæði feimin og ekki nema 16 vetra, alin strangt upp af ömmusystur sinni og Hædd eins og brengla. Innan um allan þennan þurk og kulda var þó Kamilla það eina, sem Chretien fanst hann geta laðazt að. Hún var ekki lagleg, en hún hafði góðleg og greindarleg augu og henni fór það vel, ef hún brosti. Og einn daginn, Þegar Lescuyer undirdómari var á leið heim Ur Kanúkastræti með son sinn, lét hann son sinn heyra á sér, hvar fiskur lægi undir steinj ^eð allar þessar heimsóknir, og féll Chretien það vel í geð. 11 Þú veizt það líklega,« sagði faðir hans, »að ungfrú Kamilla eignast með tímanum 18000 franka í árlega rentu . . . Og frænka hennar gamla vill að hún giftist embættismanni. Háyf- 'rdómarinn við yfirdóminn, hann hr. Gigolet úe la Nouziére, vildi feginn fá hana handa syni sínum, en Georg er heimskingi, og féll nú í Segn í þriðja sinn við embættispróf. En þú getur tekið fullnaðarpróf eftir tvö —þrjú ár. Þó e8 sé ekki innundir hjá þeim í París, á eg þó enuþá nokkra góða vini í stjórnarráðinu, sem geta hjálpað þér til þess að ná í undirdómara- embaetti. Og svo virðist mér að þér muni lít- ast heldur vel á ungfrú Letourneur, og þú þarft ekkert að skammast þín fyrir að biðja hennar. því að þó að móðurarfurinn þinn sé ekki stór, þá færðu samt töluverðar eignir eftir mig. Pið eruð nú bæði ofung ennþá til þess, að eg ætli að fara að tala um þetta strax við frú Léger- Taburet, því að hún er myndug kona og veit hvað hún vill .... En hugsaðu nú um þetta, sem eg hef sagt þér.« Petta voru fyrstu orðin, sem sýndu, að hr. Lescuyer var ekki alveg sama um son sinn, enda verkuðu þau eins og mýkjandi dögg á hina skrælnuðu sál í Chretien. Honum var al- veg sama um þetta með heimanfylgju og eign- ir. Æskan er ekki eigingjörn. Hann sá sig þeg- ar í anda trúlofaðan Kamillu, og eignaði henni alla þá góðu kosti, sem hann vildi hún hefði til að bera. Honum fanst tilbreytingarleysið og leiðindin sundrast við þessa tilfinningu; það kom einhver ilmur af henni. Og í einfeldní sinni sökti hann sér ofan í milda hugardrauma um ástúðleg augnatillit, trúnaðarheit, skemti- göngur með meynni niðri í garðinum meðfram vínberjagrindunum nafnkunnu, og ef til vill gæti þá viljað til þau yrðu ein og tekið þá höndum saman. Fám dögum síðar lét hr. Lescuyer son sinn vita, að hann vildi finna hann inn í skrifstofu sína. Aldrei hafði undirdómarinn verið harðneskju- legri á svipinn, þarna umgirtur af öllum rang- indunum í leður- og kálfskinnsbandinu. Augu hans brunnu sem glóandi kol undir brúnarskúf- unum, og hvíta hálslínið var enn ískuldalegra en nokkru sinni fyr. Pað minti ósjálfrátt á norð- uríshafið og rostungaveiðar í borgarísnum. »Sonur minn,« sagði hann í þeim tón, að hitamælirinn hefir sjálfsagt lækkað um nokkur strik, »eg hef nú tekið alvarlega ákvörðun um framtíð þína. Ósk mín er sú, að þú takir fulln- aðar-embættispróf í lögspeki við háskólann í París eins og eg gerði, og því ætla eg að senda þig til höfuðborgarinnar, og láta þig ljúka þar námi. Pað mun taka tvö ár, ef þú ert iðinn. Mér er það augljóst, að þú ert veikur og beygju- legur í lund, og margar hættur og freistingar munu bíða þín í þessum mikla bæ, þar sem þú átt að standa á eigin fótum, en eg efast ekki um, að það jafnast að fullu upp við hags- munina af að vera í París, bæði fyrir nám þitt og framtíð. Mundu altaf eftir því, að þó að eg kynni að láta óátalið eitthvert glappaskot, get- ur þú aldrei átt von á neinni vægð af minni hendi, ef það kveður nokkuð að því. Eg hef

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.