Nýjar kvöldvökur - 01.01.1915, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1915, Blaðsíða 22
20 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. aa tóku svo af honum. Vöfðum við þá vasa- klútum okkar um lær hans, og varð honum nú við þetta hægra um gönguna um sinn. Svo hafði og Randver meitt sig á fæti um sumarið áður, en það meiðsli virtist batnað að fullu löngu áður en við fórum. En nú tók fóturinn að bólgna upp aftur, og bagaði það hann mjög. Voru horfurnar nú ekki'sem glæsilegastar. Héld- um við nú til baka um nóttina og fórum hægt. Veður var gott og tíndum við einiber á leið- inni og átum, því þennan dag lukum við nest- inu. Á fimtudaginn komum við að þverá einni í bakaleiðinni, en þá var hún að sjá ófær. Að vísu var ís á henni að sunnan, en að norðan var auð vök við landið og hátt upp á bakk- ann. Vökin mun hafa verið um 3 álnir á breidd. A eiríum stað var jakastífla yfir vökina, en þó fremur ótryggileg að sjá. Rann Sigurður þar yfir með knáleik miklum, og svo langt upp f bakkann hinumegin, að hann gat fest hendur á grashnotta einum, er þar stóð, og síðan haft sig upp á bakkann. Síðan rétti hann mér staf- broddinn, og tókst mér svo að hlaupa þarna yfir líka án þess jakastíflan rótaðist. En þá leizt mér ekki á, hvernig hinir kæmust þarna yfir. Leysti eg því af mjer pjönkur mínar, tók upp reiptagl og rétti Randveri það á stafbrodd- inum; brá hann því utan um sig, rétti okkur svo aftur annan enda þess og hljóp svo yfir. Rótaðist þá stíflan lítið eitt, svo hann tór ofan í upp í hné rétt við bakkanti. Eins var farið að við Helga, en hann hröklaðist ofan í upp í mitti; en um leið og honum var kipt upp úr losnaði um stífluna, svo að hún fór öll. Hefðum við ekki slarkazt þarna yfir um, er ekki annað sjáanlegt en að úti hefði veriðum okk- ur alla, því að þarna höfðum við engan mat með okkur. Við héldum svo áfram norður að Jökulfallinu. Pegar þangað kom beljaði það ofan á ísnum. Sigurður óð þegar út í það án nokkurra umsvifa; átti eg ekki von á að hann slyppi þar lífs af, því straumur var þungur og tók vatnið honum nærfelt í mitti. Eg óð svo út í á eftir honum, ef ske kynni að eg gæti orðið honum að einhverju liði, ef eitthvað bæri út af. En þegar eg kom út á ísinn fann eg leir og möl undir fótum mér, svo að okkur gekk öllum vel þarna yfir. Þaðan héldum vér svo áfram upp að Hvítár- vatni; þar ætluðum við yfir á ís. ís var á vatn- inu, en þó hafði það sprengt hann af sér þar sem straumur kom í það, svo við urðum að ganga sveig vestur eftir því, til þess að kom- ast suður fyrir. F*ar sem ísinn hafði sprungið sundur, var hann afarþykkur, og hugðum við því að hann væri níðsterkur, og héldum því áfram hiklaust án þess að reyna fyrir okkur. Pegar við vorum komnir alllangt vestur á vatn- ið, brestur ísinn niður undan Sigurði; var þá hepni að eg var nærstaddur, því að eg náði þegar í treyjukraga hans og gat kipt honum upp úr. Eftir þetta fórum við að reyna fyrir okkur, og reyndist þá ísinn ónýtur, og kom- ums við þar hvergi yfir; enda var okkur sagt er suður kom, að í vatnið rynni á, er kæmi norðan úr Svartárbugum, og væri ís jafnan ó- nýtur í grend við ána. Við settumst því á ráð- stefnu við ána, þegar við vorum búnir að reyna til þrautar að komast yfir vatnið og sáum ekki annað ráð vænna en snúa norður á fjöll aftur og reyna að ná í malpoka okkar, sem við höfðum skilið eftir. Pó kom okkur saman um að reyna fyrst að ganga ofan með ánni niður að vaðinu, en það er ekki nema lítill spölur. Pegar þangað kom, var mjó spöng á ánni, en þó svo, að við álitum fært yfir hana. Komumst við þar yfir slysalaust, og urðu nú góðar von- ir um að komast suðúr til bygða úr því basl- inu. Svo lögðum við á stað frá ánni og suð- ur á Bláfellsháls. En er þangað kom, þraut Helga gönguna, var farinn að kvarta um tak- sting og önnur ónot. Randver var og í þann veginri að verða uppgefitin. Sáum við uú ekki önnur úrræði en að setjast þarna að, og tók- um við okkur þar náttstað undir klöppum nokkrum sunnan í hálsinum og vildum hvílast þar. Var þá á sunnan froststormur og ærið sveljandalegt, þar sem við vorum rennandi blautir upp í mitti. Við Sigurður tókum skinn-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.