Nýjar kvöldvökur - 01.01.1915, Blaðsíða 4
2
NÝIAR KVÖLDVÖKUR.
inn í forstofuna. í borðstofunni var loftið þrung-
ið af endalausu kvefi; Lescuyer undirdómari
var ekkjumaður, og gat því ekki boðið konum
til sín; en í þessari stofu hélt hann embættis-
bræðrum sínum samsæti fimm sinnum eða sex
sinnum á ári. Eldabuskan bar þar að vísu fram
heitan mat, en hann kólnaði óðara af ísköldum
viðtökurn og frosinni röddu húsráðandans.
í dagstofunni lá drepandi lungnabólga í
leyni á hverju hurðarbaki, en á veggjunum í
kring ygldu sig myndir af forfeðrum Lescuyers-
ættarinnar; það voru altsaman lagamenn og voru
ægilegir ásýndum í dómarakápum sínum og
með lausahár á höfðum; þeir hvestu augun á
þá sem inn komu, eins og þeir ætluðu að fara
að halda réttarhald og segja: »Hvað heitir þú
fullu nafni, sökudólgur?*
Ef nú veslings sökudólgurinn gekk upp á
fyrsta gólf og kom inn í vinnustofu hr. Lescuy-
ers, þá rann honum fyllilega kalt vatn milli
skinns og hörunds. Rar voru eintómir bóka-
skápar fullir af lögfræðisbókum, alt í frá söfn-
um af gömlum »samþyktum« ofan frá miðöld-
um í stóreflis arkarbrotsbindum í gömlu elli-
skinnsbandi, og niður til óendanlegra raða af
»Lagatíðindum« í svörtu skinnbandi með rauð-
um sniðum. Þessi urmull af bókum, þessi haf-
sjór af lögspeki og málsskjölum skaut því að
mönnum, hvílíkur munur er á rétti og réttlæti,
og hvað mikið mennirnir hafa barizt fyrir því,
og það oftast til ónýtis, að berjast með skrif-
uðum lögum við þussahátt þann, sem í oss
býr. Rað lá nærri að detta það i hug, hvort
þessir gömlu skrjóðar, úreltir og í fornlegum
böndum, og skýrðu frá úrellum refsingum og
afnumdum pintingum, væru þó ekki, þegar
öllu væri á botninn hvolft, minna ranglátir og
meininga^lausir en lög vorrar tíðar, sem láta
rigna yfir veslings skuldunautinn þeirri skæða-
drífu af málskostnaðarliðum, þegar við förum
í mál við hann út af fáeinum aurum, að hann
mundi stórum heldur hafa komið fram fyrir
austurlenzkan dómstól og fengið þar iljastroku
og sloppið svo. Þó maður hefði aldrei nema
hundrað sinnum rétt fyrir sér og málið lægi
í augum uppi, gæti manni aldrei annað en
blöskrað öll þessi ósköp af pappír, sem hrúg-
ast upp um það, og menn sæju það óðara,
að ef maður rótaði lítillega til í þeim, og læsi
sér ögn til, þá væri hægur vandi að finna tíu
sannanir gegn einni fyrir því, að maður hefði
ekki rétt fyrir sér; og að það væri alhægt, og
það með lítilli fyrirhöfn að fá þar upp nægi-
legar ástæður til þess að svifta oss gersamlega
áliti voru og mannorði.
Þarna í herberginu, innanum allar þessar
prentuðu sannanir fyrir ráðaleysi mannanna um
að koma sér saman um hin allra augljósustu
deilumál, sat venjulega Lescuyer undirdómari
við skrifborð sitt og hafði fjallháa hrúgu af
skjölum fyrir framan sig. Skrifborðið var frá
lS.öld með messingarskjöldum, og góður gripur.
Hann var allra embættismanna nákvæmastur og
iðnastur, og þáði aldrei mútur, en sjóndeildar-
hringurinn var ærið þröngur og hjartað kalt.
Vinnan hafði sljóvgað hann, svo að hann var
ekkert orðinn annað en gamalt vélaskrifii til
að búa til dómsástæður. Hann stóð rétt á fimt-
ugu, þegar saga þessi gerðist árið 1866. Hann
var ramkatólskur í anda og alþektur í dóms-
málastjórninni sem öruggur fylgismaður presta-
veldisins, og þá líka sennilega konungsdæmis-
ins; hafði hann því seint hækkað í tigninni,
þó hann væri lengi búinn að vera í embætti,
og ekkert riddaraband heiðursfylkingarinnar
prýddi frakkagarminn hans, grómtekinn og gljá-
andi af sliti, sein hann hnepti að sér, eins og
hann var magur til; en svo var hann nízkur
og laus við alla hégómadýrð, að hann gekk að
minsta kosti fimm eða sex ár í sama frakkanum.
Það eina, sem hann virtist láta sér ant um
var að hafa vel hvítt og fallegt um hálsinn.
Rað sem hann hafði um hálsinn var æfinlega
eins og skorið út úr snjófönn, en upp úr háls-
líninu stóð svo samanrekinn nautsháls með
þurlegu, rauðu andliti; en umgerð andlitsins
var þétt, hæruskotið hár og kjálkaskegg og
loðnar brýr. Svartir hártoppar uxu út úr nefi
hans og eyrum, og varð hið ógeðslega andlit
hans með bitru augunum, ljóta munninum og