Nýjar kvöldvökur - 01.01.1915, Blaðsíða 10
8
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
enganveginn slept að hugsa um það, sem eg
var að tala um við þig um daginn, en ætla
öllu heldur að heimsækja fru Léger-Taburet sem
oftast á meðan.þú ert burtu, til þess að þú
getir átt Kamillu undireins og þú kemur heim
og þannig staðið fjárhagslega á eigin fótum.
En það álít eg sjálfsagt fyrir hvern embættis-
mann . . . . Nú eru lok októbermánaðar. Á morg-
un förum við út að kveðja, og svo ferðu þann
31., til þess að vera búinn að koma þér fyrir
þriðja nóvember, þegar fyrirlestrarnir byrja. Eg
læt þig hafa meðmælingarbréf til þessara fáu
vina, sem eg á enn í höfuðborginni, og skal
þá fyrstan telja bæjarbarn vort, hinn háttvirta
hr. Sherbager, sem þeir vélasmiðirnir á Vend-
ömeplássinu hafa loksins gert að undirdómara
í yfirdómnum, þegar hann var búinn að sitja
við að vera ransóknardómari í tuttugu ár. En
hann hefur verið það með snild og prýði.
Hann verður þér ágætur ráðgjafi, og þér mun
að líkindum lærast að falla vel við syni hans
báða, því hann skrifar mér þeir séu báðir iðnir
og efnilegir menn. Pótt latínudeild borgarinnar
hafi sín óþægindi til að bera, ræð eg þér þó
til að búa sem næst háskólanum. Hvern mán-
uð sendi eg þér 250 franka. Rað verður að
duga þér. Eg bjargaðist víst við helmingi minna^
þegar eg var að læra. Þetta er þá afgert. Farðu
nú að búa þig til ferðar og þakkaðu ekkert
fyrir þig, en sýndu mér í öðru, hvað eg hef
gert fyrir þig — með því að halda áfram að
vera iðinn.«
Þessa ræðu hélt undirdómarinn viðlíka inni-
lega og ástúðlega, eins og hann væri að lesa
upp dauðadóm, og gaf svo syni sínum bend-
ingu um að fara.
Chretien gekk skjögrandi fram úr skrifstof-
unni. Þvílík breyting! Frjáls? Hann? Var það
hugsanlegt? Hann áttiaðfá frelsi. Hann átti að
vera í París. Latínudeildin, keppikefli allra út.
fylkjastúdenta, og sem félagar hans höfðu sí-
felt talað um sem fyrirheitna landið, átti nú
framvegis að verða aðsetur hans; hann átti að
búa í Paradís á jörðunni; þar átti hann að
verða sinn eiginn húsbóndi. Par átti hann loks-
ins að geta notið æsku sinnar áhyggjulaust,
með götudyralykilinn í öðrum vasanum en pen-
inga í hinum, án þess að þurfa að gera nokkr-
um lifandi manni reikning fyrir þeim. Og faðir
hans sagði honum þetta kuldalega, nærri harð-
hnjóskulega, eins og þegar menn hreyta svari
í einhvern, þyrkingslega, eins og þegar fanga-
vörður sleppir burt fanga.
Hefði nú gamli dómarinn haft einhvern
snefil af vinsemd í málrómnum þessa stund,
og þó hann hefði ekki verið nema svolítið
skjálfraddaður, þá hefði Chretien líklega hlaup-
ið upp um hálsinn á honum, hallað höfðinu
að brjósti hans og tárfelt. En þessir menn voru
dæmdir til þess að finna aldrei hver annan í
ástúð og kærleika. Chretien mundi fara að
heitnan eins og varðhundur, sem er að vísu
slept, en finnur á sér að hann kemst fyr eða
síðar undir svipuna aftur. Og þegar hann hugs-
aði til föður síns, mundi hann hugsa til hans
með þræisóltatilfinningu.
Daginn áður en Chretien fór, var honum
ákaflega órótt. Honum féll ekki þungt að skilja
við neinn heima; til þess höfðu leiðindin kval-
ið hanti um of þarna í sólarleysinu innan mygl-
aðra múranna í þessum bæ, þar sem hann
átti engan vin. Og þegar hann kvaddi í Kan-
úkagötu, hugsaði hann nærri því með óbeit
til þessa ráðahags, sem honum hafði þó Iitizt
svo vel á í fyrstu; og þegar hann kvaddi Kam-
illu, tók hann ekkert eftir fátinu sem á henni
var við kveðju hans, og sýndist hún blátt áfram
ljót. Annars var hún ekki nema barn ennþá.
Skyldi annars nokkurntíma verða úr því, að hún
yrði konan hans? En hvað ætti hann annars
að vera að gera sér áhyggjur út úr því, sem ekki
yrði fyr en seint og síðar meir? Eitt var víst,
og það lá fyrir: ferðin hans burt — og frelsið.
Ferðakistan hans stóð fullbúin löngu áður en
hann þurfti af stað. Hann gat ekki sofið nótt-
ina áður en hann átti að fara.
Loksins rann stundin upp. Pað var kaldur
og dimmur októbermorgun; stormur af hafi
og far mikið í lofti. Faðir hann myndaðist við
að faðma hann snöggvast að sér á brautarstöð-