Nýjar kvöldvökur - 01.01.1915, Blaðsíða 15
TUMl LITLl
13
verkfæri sín og lögðu á sfað til Draugahússins,
en er þangað kom, fanst þeim dauðakyrðin
þar svo ömurleg, að þeir voru á háðum átt-
um hvort inn skyldi ganga; læddust þeir þó
að dyrunutn og gægðust inn með hálfum huga.
Þeir sáu nú að ekkert fjalagólf var í húsinu,
en grundvöllurinn, eins og áður er sagt, allur
vaxinn illgresi. Eldstæðið var hrunið og stiginn
grautfúinn og í hverju horni voru kóngulóar-
vefir. Þeir höfðu ákafan hjartslátt er þeir gengu
>nn og hlustuðu með skelfingu eftir hverju
hljóði, og voru þess albúnir að láta fæturna
forða sér, ef nokkuð grunsamlegt heyrðist. Er
þeir höfðu litazt um þarna stundarkorn og sáu
ekkert eða heyrðu.sem þeir þurftu að hræðast,
urðu þeir hugrakkari og brátt hvarf þeim all-
ur ótti. Peir urðu nú svo bíræfnir að þá fór
að langa til að vita hvað fyrir augum bæri
uppi á loftinu. Þeim var auðvitað óhægt um
undankomu þaðan, ef í illt slægist, en þeir egg-
juðu hvor annan til uppgöngu, unz þeir hentu
frá sér verkfærunum í eitt hornið og gengu
upp stigaræfilinn. Hér bar alt hin sömu rnerk1
hrörnunar og elli eins og niðri. í einu horn-
inu stóð skápur, sem þeim sýndist líklegur til
að geyma einhverja hulda dóma, en hann var
því miður tómur!
XXII.
Þeir voru nú orðnir hinir rólegustu, því
altaf jókst þeim kjarkurinn, og ætluðu að fara
að halda ofan, þegar Tumi alt í einu rétti upp
fingurinn og hvíslaði: »Vertu kyr, Huck!«
»Hvað er um að vera?« spurði Huck og
fölnaði af hræðslu.
»Hafðu ekki hátt! Heyrirðu ekkert?«
»JÚ, guð minn góður! Við skulum flýta
okkur á stað.«
»Nei, við megum ekki hreyfa okkur, það
kemur einhver að dyrunum!«
Drengirnir lögðust niður og horfðu ofan
um rifu, sem var á milli borðanna og nötruðu
af hræðslu.
»Peir ætla ekki að koma inn,« hvíslaði
Tumi. »Jú, þarna koma þeir! Nú er gagn að
við látum ekki heyrast til okkar. Betur við
værum komnir heim!«
Nú gengu komumenn inn. Annar þeirra
var gamall Spánverji, er hafði verið þar í þorp-
inu um tíma, og sagt var að væri bæði heyrn-
arlaus og mállaus. Hinn þektu þeir ekki. Hann
var tötralega til fara með úfið hár og skeggj
Spánverjinn hafði sveipað um sig kápu. Hann
hafði hvítt vangaskegg, sem alt var í sneplum;
græn rykgleraugu hafði hann og hvítt hárið
bylgjaðist niður af hnakkanum. Um leið og
þeir gengu inn, sagði ókunni maðurinn eitt-
hvað, en það var svo Iágt, að þeir heyrðu
það ekki. Peir settu sig niður andspænis dyr-
unum; heyrðu drengirnir þá að ókunnugi mað-
urinn sagði: »Eg er nú búinn að hugsa málið
betur. Mér líst ekki á þetta, það er alt of mik-
il áhætta!*
»Svo þér virðist það áhætta, bölvaður búr-
snatinn þinn,« rumdi nú í þeim »mállausa«.«
Pegar drengirnir heyrðu þennan róm, stirðn-
uðu þeir upp af ótta og skelfingu. Petta var
málrómur Indíana-Jóa! Hann hélt nú áfram og
sagði: »þetta er víst engu meiri hætta en það
sem við gjötðum þarna efra um daginn, og
engin hætta stafar okkur af því.«
»Það er nú öðru máli að gegna. Pað var
svo langt upp með fljótinu og engin bygð
nálægt.«
»F*að er heldur ekkert leikspil að koma
hingað um hábjartan dag, því hver sem sér
okkur, grunar okkur.«
»Já, það er satt; en enginn staður er okk-
ur hentugri eins og nú standa sakir. Eg hefði
nú líklega farið mína leið heim í gær, ef hel-
vískir strákarnir hefðu ekki verið að ólmast
þarna uppi á hæðinni.«
Og »helvískir strákarnir«, sem hann átti við
titruðu af hræðslu er þeir heyrðu þetta. þeim
datt það nú í hug, að það hefði verið gagn
að þeir hefðu munað eftir því, að það var
föstudagur í gær. Þeir óskuðu nú þess eins,
að þtir hefðu betur frestað þessu fjárgraftrar-
fyrirtæki í heilt ár! Þá hefðu þeir aldrei kom-
ist í þessa klípu. Mennirnir tóku nú upp hjá