Nýjar kvöldvökur - 01.01.1915, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1915, Blaðsíða 6
4 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. finnanlegur lærisveinn, kom altaf lesinn í skól- ann og var áltaf látinn sitja efstur og var altaf boðinn á skólahátíðina ár Karlsdaginn, fekk iðnisverðlaun á hverju ári og fekk þá op- inbera lofræðu hjá amtmanninum, meðan fagnaðarópin dundu og hersöngvarnir glumdu við — þessi kurteisi, dygðumprýddi Chretien Lescuyer var þrátt fyrir alt þetta það »óhræsi«, að fella sig óðara bezt við þann af skólabræðr- um sínum, sem var honum gagnólíkastur. Pað var alt jafngott í hans augum hjá Frans Qud- mann, þessum lélega lærisveini, þessum greinda, en Iata og þverúðarfulla Parísargötustrák, sem altaf hafði vasana fulla af svartkrít og blýönt- um og engu nenti í tímunum, nema teikninga- tímunum, þessum ósvífna hnokka, sem svaraði kennurunum fullum hálsi og lét skrípamyndir af þeim ganga um bekkinn í tímunum, og sat hnarreistur og hnakkakertur með rauðan lubb- ann, þó hann væri látinn sitja eftir og gera aukastíla, eins og hugrakkur upphlaupsmaður, sem býður skothríðinni birginn á bák við tígul- steinsgarðinn sinn. Pægi skólapilturinn, dygðafyrirmyndin, dáð- ist af ófriðarbelgnum og upphlaupsmanninum, án þess að þora að kannast við það fyrir sjálf- um sér. Hann reyndi að komast í kunningskap við Parísarpiltinn litla, og tók hann því vel, því að hann var góður og ástúðlegur. Peir gerðu satnband sín í milli, leiddust í frímínút- unum, svo kennararnir horfðu á þá með undr- un eða hneyksluðust á þeim. Frans þekti ekki til öfundar eða annara leiðra tilfinninga, en af því að hann var dratthali skólans og var altaf á takmörkunum með að verða rekinn úr honum, fanst honum í einlægni sinni mikið til koma að vera vinur Chretiens, sem var efstur í bekkn- um. En einn daginn fór Chretien með mestu hægð að ráða honum heilt og fá hann til að hlýða skólareglunum; en þá svaraði Fraus hon- um skýrt og skorinort, að það væri alveg til ónýtis gert, því að hann hataði latínu og þyldi ekki lykt af bleki. Hann lifði aðeins fyrir aug- un, og liði aldrei vel, nema þegar hann hefði blýant í hendi sér, en væri orðinn sárleiður á gipsfyrirmyndum. Hann kvaðst finna hann væri maður til að mynda eftir lifandi fyrirmyndum. Hann vildi verða listamaður, myndasmiður eða málari. Helzt myndasmiður. Búa til líkami. Hann fann það að sjálfum sér að hann eyddi tím- anum til ónýtis — skorti hugrekki. »Eg ætti fjandann ekki að vera að híma hér,« sagði hann, og brá fyrir sig útborga- orðalagi, »eg ætti að hlaupa burt frá þessu öllu saman, láta þetta þrælkunargreni eiga sig, fara til Parísar, koma mér í kenslu hjá mynda- smið, og það þó eg ætti bara að sópa gólf og bursta skó hjá honum.« En hann var félaus og foreldralaus drengur. Eini ættinginn, sem hann átti, var gömul ógift föðursystir, sem- átti ofurlítið leigubókasafn í Jóhannesargötu. Hjá henni var hann þegar frí voru. Ekki svo sem það væri svo sérlega skemti- legt. Hann fékk rúsínuvatn að drekka og svaf á strigapoka. Kerlingargarminum þótti vænt um haun og hefði aldrei látið hann liggja úti; en þegar hann fór að skrifa henni um, hvílíka andstygð hann hefði á skólanum, og hann vildi komast til myndasmiðs og læra myndagerð, ógaði kerlingu við; hún bað hann lengstra orða að missa ekki þolinmæðina og vera ögn í skólanum enn. Og hann gat ekki fengið af sér að særa og hryggja aumingja kerlinguna, en átakanlegt var það. Ekki svo mikið sem að geta náð í svo sem hnefafylli af leir. En engar slíkar hugsanabyltingar brutust um í huga Chretiens; hann var of blíðlyndur og dapurlyndur til þess. Framtíðin lá fyrir honum eTns og ruddur vegur. Hann átti að taka em- bættispróf í iögspeki, koma sér niður sem mála- færslumaður, og svo seinna setja upp gullsnúru- lagða dómarahúfu eins og forfeður hans og klæðast káptt, fóðraðri með hermelíni. Svo vildi faðir hans vera láta; það hafði hann sagt hon- um meir en hundrað sinnum, síðan hann kom til vits og ára. Hann vildi það líka sjálfur; hafði ekkert þar við að athuga; fanst það vera eins og það ætti að vera. En hann bar einhverja Iotningu fyrir vini sínum, þessu fjórtán vetra barni, sem lysti fyrir honum þjáningum sínum

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.