Nýjar kvöldvökur - 01.01.1915, Blaðsíða 14
12
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
»Já, en við höfum aðeins getið okkur til
um tímann; það hlýtur að hafa verið annað-
hvort of seint eða of snemma, sem við merkt-
um við skuggann.*
Huck misti rekuna.
»Parna kemur það!'< sagði hann. »Okkur
er víst óhætt að hætta við alt saman, því við
getum aldrei ákveðið tímann svo nákvæmiega,
og þar að auki er svo óttalegt að vera hér um
miðja nótt með drauga og vofur flöktandi í
kring um sig. Mér hefir altaf fundizt eins og
einhver vera hér fyrir aftan mig, en eg hefi
næstum aldrei þorað að líta aftur fyrir mig,
því það gat eins vel verið að annað óhræsið
væri fyrir framan mig og biði bara eftir góðu
tækifæri til að hremsa mig. Mér finst bara eins
og renni mér kalt vatn milli skinns og hörunds.«
»Svona er það líka fyrir mér. Þeir eru
líka vanir að láta einhverja afturgönguna gæta
staðarins, þar sem þeir grafa niður fé sitt.«
»Drottinn minn!«
»Já, þetta hefi eg lesið svo víða.«
»Mér er líka illa við að þurfa að vera hér,
það er heldur ekki hættulaust. Hvernig held-
urðu að þér yrði nú við, ef einhver draugur-
inn ræki hausinn hérna upp úr holunni og á-
varpaði okkur! Nei, það skal eg aldrei vinna
fyrir nokkurn skapaðan hlut, að hætta mér
þangað aftur, er slíkt gæti skeð.«
»Mig langar heldur ekkert eftir því, að kom-
ast í færi við svoleiðis hyski.«
»Mér fer nú ekki að verða um sel að vera
hér Iengur!«
»Mér ekki heldur!«
»Við skulum þá fara í tíma og reyna ein-
hverstaðar annarstaðar.«
»Já, það skulum við gjöra.«
»En hvar ættum við að reyna?«
»Mér finst við ættum að reyna einhvern-
tíma í Draugahúsinu. Rar hlýtur þó eitthvað
að finnast.«
»Mér er nú aldrei um þesskonar hýbýli.
Pegar á alt er litið, þá eru vofurnar næstum
verri en draugarnir, þeir læðast þó aldrei svo
lymskulega að manni; en maður veit ekki fyr
en þær koma aftan að manni í snjóhvítum lík-
klæðunum og beygja sig yfir mann og gnísta
hálffúnum tönnunum. Eg má ekki hugsa til
þess og svo held eg að fleiri séu.«
»Nei, það er ekki von, að neinum geðjist
að slíku, en þær eru þó aldrei á stjái á dag-
inn. Par að auki hafa menn sjaldan orðið neins
varið í »Draugahúsinu«, nema sumir hafa þóst
sjá bláa loga flökta þar fyrir innan gluggagöt-
in. En vofurnar eiga nú auðvitað að búa þar,
sem slíkir logar sjást.«
Peir hættu nú þessu skrafi og gengu heim-
Ieiðis. í miðri dældinni fyrir neðan hæðina
var Draugahúsið, er svo var kallað. Veggir
þess voru víða hrundir og þröskuldurinn sást
ekki fyrir illgresi, sem yfir hann var vaxið og
alt gólfið. Reykháfurinn var hruninn og glugga-
götin auð og á einu horni þaksins var stórt
gat. Drengirnir stönsnðu dálítið og fóru að
virða fyrir sér húsið. Peir voru hálfsmeykir
um að þeir kynnu þá og þegar að sjá bláa
logana blakta þar inni og hypjuðu sig því
heimleiðis og gengu til rekkju.
Um hádegisbil daginn eftir voru drengirn-
ir komnir út á hæðina til að sækja verkfærin.
»Mastu eftir því, að það er föstudagur i
dag?« sagði Huck alt í einu.
Tumi leit upp hálfsmeykur og sagði: »Já,
satt er að tarna, ekkert mundi eg nú eftir því;
aldrei er of varlega farið! Við hefðum lent
í laglegt klandur, hefðum við nú byrjað á þessu
í dag!«
»Pað segja allir að föstudagarnir séu óheilla-
dagar og þar að auki dreymdi mig svo voða-
lega illa í nótt, — mig dreymdi rottur!»
»Já, já, ekki veit það á gott! Voru þær í
áflogum?«
»Nei, sem betur fór.«
»Pað var þó strax betra, þá ér þó ekki
neina hætta^á ferðum. Við ættum að fresta
þessu til morguns.«
Um hádegisbil á laugardaginn, fóru dreng-
irnir aftur upp á hæðina. Peir settust í forsæl-
una undir einu trénu, reyktu þar pípur sínar
og ræddu um hitt og þetta. Svo tóku þeir