Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Blaðsíða 9
HVERJUM 'ER UM AÐ :KENNA. 105 bví að hann er mesta óhræsi og mér er illa v'ð hann . .. Rér getið gert við hann, hvað sem yður sýnist, eg vil ekkert orð framar um hann heyra. Og eg hefi fullan rétt t'l að segja Svo, ætla eg að vona. Eða er ekki svo?« Prestur eða hver kristinn maður með nokk- Urn snefil af brjóstgæðum í hjarta hefði nú svarað: »Nei«. En gamli maðurinn, sem Pros- Per beindi spurningunni að, gat ekki svarað nema f nafni laganna. »Jú, þér hafið það,« svaraði dómarinn með alvarlegri röddu. En eg bið yður þó að gæta Þess, að þetta er sonur þeirrar konu, sem þér hafið elskað, og hann hefur nú engan að halla Ser að í heiminum nema yður. Gætið þess, hér hafið verið of harður við hann . .. Ókost- lr hans eru fyrirgefanlegir. Sýnið nú að þér hafið gott hjarta og hafið hann hjá yður. Þó bér alið hann hart upp, verður það þó altaf skárra en uppeldi hins opinbera. Eg hef ekki nema einn stað til að senda hann í — — og það er voðastaður. Hann kemur þangað sak- laus ... Ef til vill kemur hann þaðan gerspilt- ur, og nær sér aldrei alla æfi... Framtíð þessa drengs hvílir á yðar ábyrgð. Pér eruð góð- menni, Aubry. Pér sleppið ekki barninu. — eða ætlið þér að gera það?« Prosper lét hann rausa og steinþagði, en hrukkati á milli augnabrúnanna dýpkaði altaf. »Hef eg rétt fyrir mér -- já eða nei ?« tók hann upp aftur. Dómarinn þagði við og horfði ofan í gólf- ið. Prosper tók húfu sína, labbaði burt og sagði ekki orð. »Viljið þér nú sjá um það sem verður að vera?« sagði dómarinn við skrifarann og var lít- ið eitt skjálfraddaður. — Sama kvöldið var Chretien, lausaleiks- barnið foreldralausa, sent í uppeldisstofnun Há- flatanna í Marne-et-Oiseamti. Meira. Háttprúða stúlkan. Eftir Louise May Alcott. Framh. Erfiðleikar. Pað ber stundum við, að börn, sem um skeið hafa verið óvenjulega siðprúð, vinna það UPP aftur með því að vera óhemjulega óstýrilát hinn sprettinn. Þannig fór það fyrir Tuma. Hann var eins og engill vikuna eftir að hann ^eiddi sig, svo amma hans var farin að halda drengurinn væri eigi með öllu heilbrigður. gamla konan þurfti ekki lengi að vera á- hyggjufull vegna siðprýði piltsins, því innan ^árra daga var alt komið í gamla horfið með hann, og hann var orðinn til hálfgerðra vand- r*ða á heimilinu. »Petta byrjaði alt saman fyrir heimku Poll- yar,< sagði Fanny, og átti þá við atburð, sem kom fyrir á heimilinu þessa dagana. Kvöld eitt hafði Polly hlaupið út í anddyrið til að taka á móti herra Shaw og var að hjálpa honum úr yfirhöfninni; var þá dyrabjöllunni hringt, og þegar hún lauk upp var henni réttur blóm- vöndur af ókunnum manni, sem bað hana að færa ungfrú Fanny hann. »Halló! hvað er nú þetta? Polly litla ei ekki lengi að afla sér vina,« sagði herra Shaw hlægjandi. Polly bæði brosti og roðnaði um leið og hún dró að sér ilm þessara nýplokk- uðu glerhúsblóma og las nafn Fannyar á bréfinu, sem var falið á milli þeirra. Hefði Polly ekki verið heimskingi, eins og Fanny komst að orði, hefði hún þngað og ekki látið á neinu bera, en hún var hrekklaus og hreinskilin og því sagði hún: »Ó, þetta er ekki til mín heldur til Fannyar, líklega frá Frank, 14

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.