Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Blaðsíða 14
110 NYJAR KVÖLDVÖKUR. sýna að hún hefði rétt að mæla og gerði eigi ofmikið úr kunnáttu vinstúlku sinnar, tók hún fratn þykka bók í smáu broti og fór að fletta henni. A fremstu síðunni stóð: Dagbók Pollyar. »Lofaðu okkur að sjá myndirnar, það skað- ar engan,« sagði Tumi. >Já, lofaðu okkur að sjá þær,« át Fanny eftir, og rétt á eftir fóru þau að hlæja að skrít- inni mynd af Tuma, þar sem hann lá i gróf- inni undir hjólhestinum og hundinum sem stóð yfir honum. Myndin var að vísu ekki nema lauslegt riss, og langt frá því að vera gallalaus, en hún sýndi að Polly hafði glögt auga fyrir því sem skoplegt var. Pá kom mynd af Fanny og Frank, og af Tuma þegar hann var að flytja orustukvæðið, mynd af Polly sjálfri og herra Shaw úti í garðinum og af Katy með Maud í fanginu. Svo komu mjög hlægilegar myndir af mörgum skólasystrum Fannyar. »Sú er nú ekki öll þar sem hún er séð, sem á þennan hátt gerir okkur hlægilegar bak við tjöldin,* sagði Fanny sem reiddist af því að Polly á þennan hátt hefndi fyrir marga lít- ilsvirðingu, sem henni hafði verið sýnd af stúlk- unum, sem allar þóttust yfir hana hafnar. »Hún málar ágætlega,« sagði Tumi meðan hann virti fyrir sér mynd af fallegum dreng, sem Polly hafði málað geislaumgjörð utanum. Neðan við hana var skrifað: »Minn kæri Jimmy«. »Pú mundir ekki dást að henni, ef þú viss- ir hvað hún hefir skrifað um þig,« sagði Fanny, sem hafði lesið nokkrar línur sem stóðu þar á einu blaðinu. »Hvað er það, sem hún skrifar ?« sagði Tumi, sem gleymdi því að hann hafði einsett sér að lesa ekki dagbókina. »Hún hefir skrifað hér: ,,Eg hefi reynt að láta mér líka vel við þennan dreng, og stund- um gengur það vel, en hann er oft stirfinn, kargur og óhlýðinn við foreldra sína. Hann stríðir okkur stúlkunum og er yfirleitt svo ó- stýrilátur, að eg næstum því hata hann. Pað er ekki rétt gert af mér, en eg get ekki að því gert.“ Hvernig lízt þér á þetta?« spurði Fanny. »Haltu áfram og látum okkur sjá hvað hún skrifar um heimasæturnar,« sagði Tumi, srm hafði lesið lengra en systir hans. »Skrifar hún eitthvað um mig?« sagði Fanny og hélt svo áfram. »Fanny og eg verðum víst aldrei vinstúlkur framar, af því hún skrökvaði að föður sínum og vill ekki fyrirgefa mér, að eg vildi ekki gera það sama. Eg hafði ímynd- að mér að hún væri góð stúlka, en nú get eg það ekki framar. Ef hún væri eins og eg í fyrstu hélt hún væri, mundi mér þykja vænt um hana, en hún er ekki leugur vingjarnleg við mig, og þótt hún oft tali um að menn eigi að vera kurteisir, kemur hún ekki ávalt kurteislega frain við mig. Henni finst eg sérleg og sveitaleg, og það er eg líka, en aldrei mundi mér koma til hugar að hlæja að stúlku fyrir það, að hún væri fátæklega klædd eða fyrir það þótt hún bæri sig ekki til að öllu leyti eins og þessar stórbæjastúlkur. Eg hefi tekið eflir því, að hún skopast að mér, enda er eg nú ef til vill ekki eins og eg ætti að vera. Eg mundi fara heim, yrði það eigi skoð- að sem vanþakklæti við herra Shaw og gömlu frúna, sem mér þykir svo vænt um.« »Nú hefír þú fengið þinn vitnisburð, Fanny, hættu nú að lesa og við skulum fara,« sagði Tumi, sem gladdist yfir sneiðum þeim, sem systir hans fékk. »Ekki undireins,* sagði Fanny og blaðaði aftur eftir bókinni þar til hún kom að opnu, sem virtist hafa verið vætt með tárum, þar las hún upp: »Nú er enginn kominn á fætur þennan sunnudagsmorgun, svo eg hefi góðan frið að skrifa í dagbókina mína. Síðustu dagana hef- ur legið svo illa á mér, að eg hef ekki feng- ið mig til að skrifa neitf. Mér þykir vænt um að verutími minn er tiú brátt á enda, því það kvelur mig að vera hér, og hér er enginn, sem hjálpar mér að vera eins og eg ætti að vera. Eg öfundaði Fanny um tíma, en nú er eg hætt því, því að foreldrar hennar bera ekki eins mikla umhyggju fyrir henni eins og foreldrar mínir bera fyrir mér. Hún er hrædd við föður sinn, en móðir hennar lætur alt eftir henni. Eg

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.