Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Blaðsíða 16
112 NYJAR KVÖLDVÖKUR. færðist um að hún væri með fullu fjöri. Hann settist svo hjá henni og fór að biðja um fyrir- gefningu. Polly var ákaflega reið og hún hafði líka ástæðu til þess, en hún var ekki langrækin, og þegar fyrstu geðshræringin rénaði, fóru tilfinn- ingar hennar að breytast. Pað er erfitt að fyr- irgefa, en þegar hún heyrði að Tumi bað um fyrirgefningu í fullri hreinskilni, gat hún ekki forhert hjarta sitt gegn honum, eða neitað að taka hann aftur í sátt, þar sem hann hrein- skilnislega kannaðist við að það hefði verið ósæmilegt að Iesa í dagbókinni. Hún mat það líka við hann að hann dró það ekki að biðja um fyrirgefningu og afsaka ávirðing sína. Hún fyrirgaf því systkinunum í hjarta sínu áður en hún lét það í ljós með orðum. Hún var eigi laus við þá hégómagirni kvenna að hafa ánægju af því að þeir sem hefðu gert á hluta hennar fengju dálítið að vorkennast. »Komdu nú út og talaðu við mig, eg hefi haft mikið fyrir því að leita að þér til þess að biðja þig fyrirgefningar,« sagði Tumi. »Fanny gerir ekki annað en skæla uppi á lofti, og þú liggur hér steinþegjandi niðri í tröppu- skotinu. Eg einn má hafa fyrir því að koma öllu í lag aftur.« Pað gladdi Polly að heyra að Fanny væri að gráta. Henni fanst hún mundi hafa gott af því, og hún fór hálft í hverju að vorkenna Tuma að mega vera að ganga á milli sín og hennar til að sætta þær. Hún fór að smá brosa og svo rétti hún drengnum hendina. Tumi var í þann veginn að hrista hana hjartanlega þegar hann tók eftir rauðum bólguþrota um úlfliðinn. Hann vissi hvað valdið hafði og roðnaði og tók svo gætilega í hendina sem hann gat. »Viltu líka fyrirgefa mér þetta,« sagði liann og strauk gætilega höndina og úlfliðinn. »Já, eg finn eigi til af því lengur,« Polly dró að sér hendina og var leið yfir að Tumi skyldi taka eftir að hún var bólgin. »Fanny er mjög hrygg og iðrandi synd- ari, viltu ekki fyrirgefa henni líka?« jspurði Tumi, sem mundi eftir hinni samseku systur sinni. »Eg fer upp til hennar,« sagði Polly og spratt á fætur og hljóp frá Tuma, sem sat eftir með glaðlegu yfirbragði. Frá því segir ekki, hvernig stúlkunum gekk að sættast, en eftir allmikið mas, skælur, kossa og hlátur höfðu þær jafnað sig og samið full- an frið. Dagurinn Ieið svo í fullum friði og bezta samkomulagi. Um kvöldið, þegar Polly var í þann veginn að hátta, var drepið á dyr hjá henni. Hún opnaði hurðina og stóð þá flaska á þröskuldinum og við hana fastur miði, sem þetta stóð á: »Góða Polly, Opodeldok er bezta pieðal við tognun. Vættu dulu í því og vefðu um úln- liðinn, og þá muníu verða jafngóð að morgni. Eigum við að fara sleðaferð á morgun? Mér þykir ákaflega leiðinlegt að hafa meitt þig og angrað. Tumi.« Framh. --------------- Sagan af honum Tuma litla. Eftir Mark Twain »Við skulum ekki skeyta hót um leðurblök- urnar, en reyna bara að finna aftur leiðina sem við komum. Petta verður altaf verra og verra.« Tumi nam staðar og rauf dauðakyrðina með nokkrum háum hrópum, en þau fengu ekkert annað svar, en bergmálið, sem endur- kvað frá auðum göngunum eins og lágir hæðn- ishlátrar. Engin mannleg vera hafði heyrt hróp-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.