Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Blaðsíða 17
TUMI LITLI Í13 in. Þau sneru nú við til að reyna að finna aftur leið þá er þau höfðu komið, en þau sáu fljótt að þau höfðu ennþá farið inn í vitlaus göng, því hvergi sáu þau merkin er þau höfðu sett á bergið. »0, Tumi, Tumi! Eg er viss um að við komumst aldrei út úr þessum voðalega hélli! Hví vorum við líka svo heimsk að fara að skilja við börnin!« Hún henti sér niður og tók að gráta ákaft, Svo Tumi var að halda að hún væri gengin af vitinu. Hann settist því niður og fór að hugga hana og telja um fyrir henni. Hún hætti þó brátt að gráta, og þau lögðu aftur á stað eitt- hvað út í bláinn. Þegar þau höfðu gengið um stund, tók Tumi kertið af Bekku og slökti á því. Það var lika nauðsynlegt að spara kertin, því þau áttu einungis eitt eftir óátekið. Loks urðu þau svo þreytt, að þau settust niður til að hvíla sig; sofnaði Bekka þá strax og þegar hún vaknaði aftur, var hún styrkari og kátari, en hún skamm- aðist sín fyrir að hafa sofið meðan Tumi vakti, því hún vissi að hann var orðinn þreyttur. Svo héldu þau á stað á nýjan leik og leiddust. Er þau höfðu gengið lengi, komu þau að dálitl- u<n læk og settust þar niður; tók þá Tumi eitthvað upp úr vasa sínum og spurði Bekku, hvorl hún væri ekki svöng. »Jú, jú,« hrópaði hún, og henni lá við að hrosa, er hún sá að þetta var slór sykurkringla. »Eg vildi bara að hún væri orðin hundrað sinnum stærri,« sagði Tumi, »þetta er nú alt sem eg á eftir af nestinu.« Þau borðuðu nú kökuna og drukku dálítið af fersku vatni með úr læknum. »Nú verðum við víst að vera hér þar sem vatnið er, því þetta er síðasti kertisstúfurinn sem við eigum eftir. Hér er þó nóg að drekka, en ef við höldum áfram, vantar okkur það kanske líka!« Bekka fór nú aftur að gráta, en Tumi reyndi að hugga hana eftir mætti. »Heldurðu að menn séu nú ekki farnir að •eita að okkur?« mælti Bekka loks. »Jú, okkar hlýtur nú að hafa verið saknað.* Þau sátu nú lengi þegjandi og horfðu ótta- slegin á hve kertisstubburinn þeirra varð altaf minni og minni, þar til loks að ekkert var orðið eftir nema tómt kveikskarið með flökt- andi loga, er ýmist teygðist upp eða hneig niður uns það slokknaði alveg. Og nú sátu bæði börnin í biksvörtu myrkrinu. Þau sofnuðu loks bæði og er þau vökn- uðu aftur, vissi hvorugt, hve lengi þau höfðu sofið, sem nærri má geta. Tumi hélt að nú hlyti að vera kominn sunnudagur, eða kanske mánudagur. Menn hlutu nú að vera farnir að leita þeirra fyrir löngu. Alt í einu heyrðu þau hljóð, eins og ein- hver væri að kalla, langt í burtu. Tumi hróp- aði þegar á móti og héldu þau svo bæði á stað í þá átt sem þeim heyrðist hljóðið koma úr og þreifuðu sig áfram. Þau stönsuðu af og til og köliuðu, en eng- inn tók undir. Örvingluð þreifuðu þau sig því áfram aftur til lækjarins, og datt nú Tuma í hug, að reynandi væri fyrir þau að ransaka einhver hliðargöngin. Hann tók flugdrekasnúr- una sína upp úr vasanum og festi endann á henni um stein við lækinn. Svo héldu þau á stað og röktu niður snúruna. Sextíu eða átta- tíu skrefum innar enduðu göng þessi við klett- stall einn, og Tumi ætlaði einmitt að fara að beygja fyrir klettinn, er þau sáu mannshönd koma í ljós bak við hann og hélt hún á logandi kerti. Tumi laust upp háu fagnaðarópi og kom þá maðurinn í Ijós. En — þetta var þá Índíana- Jói! Tumi stóð sem milli heims og helju og þorði hvorki að hreifa legg né lið, en þó náði hann sér óðar, rétt eins og hánn losnaði úr álögum, þegar hann sá Jóa flýja! Tumi sá nú að Jói mundi ekki hafa þekt sig á rödd- inni, því ella myndi hann án tafar hafa kom- ið og drepið hann í hefndarskyni fyrir fram- burðinn fyrir réttinum forðum. Hann hét því þá með sjálfum sér, að ef sér entust kraftar til að komast aftur að læknum, skyldi hann ekki framar hætta sér til fundar við Jóa. Þarna hýrðust nú börnin í tvo voðalega 15

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.