Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Blaðsíða 15
HÁTTPRÚÐA STULKAN 111 sé þó ekki eftir að hafa komið hingað, því að hér hef eg lært að peningar geta ekki veitt mönnum alt; þó langar mig til þess að hafa dálítið af þeim, því að það er gaman að geta keypt fallega hluti. Eg var að lesa yfir dag- bókina mína, og er hrædd um að hún sé ekki sem allra réttlátust. Eg hef skrifað svo mikið um fólkið hérna og það er ekki alt vingjarn- legt. Eg mundi hafa strikað margt af því út aftur, hefði eg ekki lofað móður minni að geyma dagbókina og skrifa í hana áhrif þau, sem eg yrði fyrir. Svo vil eg tala við mömmu um þessa atburði, sem hafa snert mig óþægilega. Nú er eg líka farin að sjá, að margt af því er sjálfri mér að kenna, því að eg hefi ekki verið nærri eins þolinmóð og vingjarnleg, eins og eg hefði átt að vera. Nú ætla eg að reyna að vera góð og þakklát þessa daga sem eg á eftir að vera hér. Mig langar til að fólkinu þyki vænt um mig, þótt eg sé ekki nema »gamal- dags sveitastúlka«. Þessi síðustu orð komu Fanny til að loka bókinni, og í andliti hennar mátti lesa sjálfs- ásökun; hún hafði einhverntíma í gremju kall- að Polly þetta. Vinstúlka hennar hafði þá engu svarað þessu, en hún hafði blóðroðnað og tár komið í augn hennar. Fanny ætlaði að fara að segja eitthvað, en í því kom hún auga á Polly, sem komið hafði inn og starði á systkinin með þeim svip er þau aldrei hötðu séð fyr. »Hvað eruð þið að fara með mína muni?« spurði hún með leiftrandi augum og rauð í andlitit »Maud sýndi okkur bók, sem hún hafðj fundið, og við vorum að skoða myndirnar í henni,« sagði Fanny um leið og hún mist bókina, eins og hún hefði brent sig á henni. »Og þið lásuð dagbókina mína og hlóguð að þessu glingri, sem eg hafði safnað saman, og reynið svo að koma sökinni á Maud. Petta er sú óvandaðasta framkoma, sem eg nokkru sinni hef orðið fyrir, og mér mun veita örð- ugt að fyrirgefa þetta.« Stúlkan sagði þetta með auðsærri geðshræringu og svo hljóp hún út úr herberginu með svip sem bar vott um fyrirlitningu, sorg og reiði. Systkinin stóðu eftir þögul og skömmustuleg. Tumi gat ekki einu sinni blfstrað. Maud varð svo óttaslegin yfir þessari ákæru frá Polly, sem æfinlega var svo góð, að hún sat steinþegjandi eins og brúða. Fanny fór að leggja munina á sína staði með- an samvizkan átaldi hana, og hún fann nú til þess meira en áður og á annan hátt, hvað vin- stúlka hennar var fátæk, og þegar hún svo lagði dagbókina niður, fann hún að vitnisburðurinn þar særði hana meira en alt annað, sem Polly hefði getað sagt við hana. Hún fann að hún hafði gert sig seka í öllu því, er þar var sagt, og þetta sveið henni nú. Og að Pollyaðsíð- ustu vildi kenna sjálfri sér um nokkuð af þessu og ætlaði að verða þolinmóðari en áður, snerti hjarta stúlkunnar og bræddi af því kuldann. Hún kraup við kistilinn og sagði grátandi: »Það var ekki Polly að kenna, heldur ein- ungis mér.« Tumi skammaðist sín ofan í hrúgu af því að vera staðinn að þessu lúalega verki, en herti þó upp hugann, lötraði af stað til að leita að Polly og biðja hana fyrirgefa sér yfirtroðslur hans. En stúlkan fanst hvergi. Hann leitaði árangurslaust um alt húsið, svo það fór veru- lega að fara um Tuma. »Hún hefur þó ekki hlaupið heim,« tautaði hann, þegar hann sá að hatturinn hennar hangdi á sínum vanastað í anddyrinu. Hann mintist þess nú, hve oft hann hefði reynt að slá þennan hatt af höfði hinnar góðlátu stúiku. Að síðustu fór hann að ímynda sér, að hún hefði hlaupið út á skrifstofu til föður hans, til þess að kvarta yfir meðferðinní á sér. Tumi þurfti að ná stígvélum sínum, sem geymd voru í myrku skoti undir útidyratröpp- unum. Þegar hann lauk upp hurðinni var hann nærri því skollinn afturábak, svo hverft varð honum við að sjá Polly liggja þar með skó- hlífar undir höfðinu. Hann gleymdi öllu sem hann hafði ætlað sér að segja við hana, og þar sem hún lá hreyfingarlaus án þess að gráta, flaug honum í hug að mundi liggja þarna í öngviti. Hann laut ofan að henni og heyrði að hún andaði þungt og títt, svo hann sann-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.