Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Blaðsíða 10
106 NYJAR KVÖLDVÖKUR. hún verður víst fjarska glöð af því að fá svoha fallegan blómvönd.* »Nú, svo sá hvolpur er að senda henni þetta og þvílíkt, er það venja hans?* sagði húsbóndinn og leit ekkert vingjarnlega út. Svo tók hann bréfið sem var í blómunum og opn- aði það. Polly stóð ráðalaus og þorði ekkert að segja meðan herra Shaw las þetta rfmbréf, mjög þungbúinn á svip. Síðan spurði hann hastur í máli, hvað lengi þetta makk hefði verið milli stráksins og Fannyar. »Það veit eg ekki, herra Shaw. Fanny hefur engan óheiðarlegan tilgang. Eg vildi eg hefði ekkert talað um, hvaðan blómin væru,« stam- aði Polly, sem mundi nú eftir loforði því, sem hún hafði gefið Fanny, daginn, sem þær fóru á söngskemtunina. Svo fór hún að hugsa um hvað Fanny mundi verða reið við sig, en henni fanst hún ekki geta gert að því. Alt kæmi til af því að Fanny væri að fara á bak við föð- ur sinn. Herra Shaw tók svo af henni blómvöndinn, og bað hana að segja Fanny, að hann vildi finna hana inn á skrifstofuna. »Það er skemtileg rekistefna, sem þú hefur komið af stað, flónið þitt,« sagði Fanny bæði hrædd og reið, þegar Polly færði henni boðin. »Hvernig átti eg svo sem að fara að?« svaraði Polly utan við sig. »Þú áttir iað láta hann ímynda sér að blóm- vöndurinn væri til þín, þá hefði þetta fallið niður.« »Það hefði verið sama og að skrökva og það vil eg ekki.« »Mikil dæmalaust flón geturðu verið, og alt er það [ ér að kenna, að eg er kominn í þess- ar kjíþur. Þér stendur næst að hjálpa mér út úr þeim.« »Það vildi eg fegin gera, en eg vil ekki þurfa að skrökva,« sagði Polly einbeitt. »Það er enginn að biðja þig um það, þú átt bara að þegja og lofa mér að ráða fram úr því.« »Þá er bezt eg fari ekki ofan aftur,« svaraði Polly, um leið og kallað var upp til þeirra í ströngum róm, hvort Fanny kæmi ekki?« »Jú pabbi,« var svarað í auðmjúkum róm, og Fanny laut að Polly og hvíslaði: »Þú verð- ur að koma með, eg gugna alveg þegar hann talar í þessum róm, þú ert væn ef þú gerir það.« »Eg kem með,« hvíslaði Polly, og svo lögðu þær af stað hræddar og með hjartslátt. Herra Shaw stóð við ofninn þungbúinn á svip. Blómvöndurinn lá á borðinu, þar lá líka stutt bréf, sem hann hafði ritað Frank Moore. Um leið og hann benti á bréfið sagði hann við Fanny: »Þetta flaður verður að hætta, og ef það kemur aftur fyrir sendi eg þig á uppeldis- stofnun norður 1 Kanada.« Polly féll allur ketill í eld við þessa voða- legu hótun, en Fanny hafði heyrt hana áður, og hún vakti því bara þverúð hjá henni. Hún sagði því afundin: »Eg veit ekki til að eg hafi gert nokkuð Ijótt, og eg get sannarlega ekki að því gjört þótt drengirnir sendi mér Filipp- inegjöf eins og öðrum stúlkum.* »Það stóð ekkert um Filippine í bréfinu, og það kemur heldur ekki málinu við. Eg hef bannað þér að hafa nokkurn kunningsskap við þennan Moore. Hann er enginn drengur held- ur léttúðugu strákur, sem eg vil að enginn hér umgangist. Þetta vissir þú, en hefur samt ekki skeytt því.« »Eg sé hann svo sem aldrei,« sagði Fanny, »Er það satt ?« spurði faðir hennar og sneri sér að Polly. »Herra Shaw, eg hef lofað Fanny að tala ekkert um það. Fanny mun sjálf segja frá þessu.* sagði Polly rauð í kinnum af vandræðunum, sem hún var komin í. »Þú ættir að segja mér alt sem þú veizt um þetta leiðinlega mál, það mundi verða til meira gagns en skaða fyrir Fanny,« sagði herra ShaW, um leið og hann settist niður, og virtist sem hann vorkendi Fanny, hvað hún var vandræða- leg. »Má eg?« hvíslaði hún að Fanny. »Mér er sama,« svaraði Fanny, sem bæði var reið og skömmustuleg.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.