Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Blaðsíða 21
TUMI LITLI 117 Þarftu að spyrja svo heimskulega! Já, þér er óhætt að éta rammasta eitur upp á það, að eg skal fara með þér á hverju sem syngur! En ertu nú viss um að við villumst ekki?« »Já, það skal eg ábyrgjast!« »Jæja þá! En hvernig veiztu að kassinn er í hellinum?<. »Bíddu þangað til við komum þangað, þá skaltu sannfærast. Eg skal gefa þér bumbuna mína og yfirhöfuð alt sem eg á, ef við finnum ekki kassann.* »Jæja, þú stendur líklega við orð þín; en hvenær eigum við að fara?« »Strax, ef þú ert orðinn svo hraustur að þú treystir þér.« »Það er nú eftir þvf hve langt það er inni í hellinum. Eg er nú búinn að vera á bífunum í þrjá eða fjóra daga, en þó er eg nú ekki orðinn meiri maður en svo, að eg treysti mér varla til að ganga einn mílufjórðung.« »Eg fer ekki vanalega leið; eg flyt þig á bát svo þú þarft hvorki að hræra legg né lið.« »Það er bærilegt! Við skulum þá fara.« »En við verðum að hafa með okkur dálít- inn nestisbita, eina tvo smápoka, pípurnar okk- ar, fáein k'erti, eldfæri og tóbak og svo eina eða tvær seglgarnshnotur.« Þeir héldu á stað að aflíðandi hádegi og slánuðu* bát hjá manni einum, sem af hend- ingu var fjarverandi. Er þeir komu fram und- an gatinu, benti Tumi á hvíta sandskriðu uppi á hæðinni og sagði: »Þetta er nú miðið mitt og hér lendum við.« Er þeir voru lentir sagði Tumi: »Héðan, sem við nú stöndum, er ekki lengra til gatsins, þar sem við skriðum út, en svo, að við næðum þangað með fiskistöng- inni þinni. Reyndu nú að finna hana!« »Huck leitaði og leitaði, en fann ekkert. Skálmaði þá Tumi hinn hreyknasti inn í þétt- an runna og sagði: »Hérna er nú gatið! En þú mátt engum segja til þess, því mig hefir lengi langað til að verða ræningi og ekkert fylgslni í öllu landinu er betur til þess fallið en þetta. Þetta má enginn vita nema þá kanske þeir Benni og Jói Harper, því þetta verður hvort sem er að vera stór f!okkur!« »En frá hverjum eigum við að ræna?« »Hverjum er vera skal. Við gjörum þeim fyrirsáf, þannig hafa allir ræningjar það.« »Eigum við þá að drepa þá?« »Onei, ekkert frekar. Við byrgjum þá inni í hellinum og látum þá dúsa þar, þangað til þeir greiða lausnargjaldið.« »Lausnargjald ? Hvað er það?« »Það eru peningar sem þeir eru látnir pína út úr vinum sínum og vandamönnum til að sléppa fyrir. Ef ekki eru svo komnir eins mikl ir peningar og upp var sett, þegar fresturinn er á enda, eru þeir tafarlaust drepnir. En aftur á móti eru konur aldrei drepnar. Þær eru alt af ríkar og fallegar, en óttalega hræddar. Við tökum úrin þeirra og annað skraut er þær bera, en fyrst tökum við þó ofan fyrir þeim og sýnum þeim mestu kurteisi, því ræningjar eru jafnan manna hæverskastir. Svo fá þær ást á einhverjum í flokknum, þegar þær eru búnar að vera svo sem tvær þrjár vikur í hell- inum; verður þá lífs ómögulegt að losna við þær aftur, því þó þeim sé þeytt á dyr og þær sæti hinni verstu meðferð, koma þær óðara aftur. Svona gengur það að minsta kosti til í hverri ræningjasögu!« »Þetta er ekki svo vitlaust þegar á alt er litið, og tíu sinnum er þetta æfintýralegra en að vera sjóræningi.« »Já, í vissum skilningi er það öllu betra. Maður er þó nær heimili sínu, íþróttasýning- unum og öðru slíku.« Þeir skriðu nú inn um gatið, festu snúr- una og kveiktu á kertunum; héldu þeir svo á stað og er þeir komu að læknum, sýndi Tumi Huck staðinn, þar sem þau Bekka höfðu setið, og lýsti verunni þar mjög átakanlega fýrir honum. Svo héldu þeir þegjandi áfram, uns þeir komu að klettstallinum, þar sem Tumi hafði séð Jóa forðum, þá sagði hann: »Nú skal eg sýna þér dá!ítið,« og hcnn hélt hátt kertinu. »Beygðu þig nú áfram og líttu fyrir

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.