Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Blaðsíða 44
164 NYJAR KVÖLDVÖKUR. ódauðleika mannsandans sem sjálfsögð sannindi. Hún leitaði gegn um öll trúarbrögð heimsins, til þóss að finna sannleikann í þeim, og fann í öllum einhvern sannleika, eitthvert Ijós frá guði til mannanna, birt þeim í gegnum opin- berun guðs á mismunandi stigi eftir mismun- andi þroska mannanna. Af þessu leiðir svo lífsskoðun guðspekinnar, og það eitt er víst, að hvað sem menn kunna uin hana að segja, þá stendur hún afarhátt yfir lífsskoðun efnishyggju- manna. Eitt af hinum mörgu ritum Annie Besant er einfalt ágrip af hinum helztu grundvallaratrið- um guðspekinnar, og er nýlega komið á prent. Það heitir »Lífstiginn«, og er gefið út af guð- spekisfélaginu í Reykjavík. Rað eru í sex fyrir- lestrum, og er hinn fyrsti almennur inngangur um guðspeki, annar heitir lífstiginn, eða skýr- mgar á þroskunar- og framfaralögmáli tilver- unnar, bæði allrar í heild sinni og sérstaklega í manninum. Hinn þriðji og fjórði er um þá kenningu guðspekinnar, að mennirnir lifi ekki aðeins einu sinni, heldur mörgum sinnum lífi sínu hér á jörðinni, til þess að þroskast og fara fram, yfirvinna ófullkomleikana og hið illa í sjálfum sér og ná sem mestri fullkomnun, sem lífið hér á jörðu heimilar mannssálinni. Retta kalla guðspekingar endurholdgun, endur- burð eða endurfæðing; ætti óefað síðasta orð- ið bezt við, ef það væri ekki áður til í málinu í annari merkingu. Sjötti og síðasti fyrirlest- urinn er um heima þá, sem maðurinn lifir í, hinn jarðneska heim hér á meðal vor, og svo hinn andlega heim, sem sál hans og andi lifir í, þegar hann er kominn yfir um dauðann og gröfina. Bók þessi, þó lítil sé, er svo efnismikil og svo löguð til að vekja athygli manna, að menn verða að Iesa hana sjálfir, og ekki einusinni heldur tvisvar, til þess að kynnast henni vel. Að fara að þræða efni hennar hér frekara yrði þýðingarlaust, gæfi ekki neina fulla hugmynd um hana. En til þess að gefa ofurlítið sýnis- horn af anda bókarinnar, skal eg Ieyfa mér að setja hér litla grein á bls, 10—11, er svo hljóð- ar: »En hver sem vill vita hvaðan hann er runninn og hvar guð er að finna — ekki aðeins vona það, þrá það eða trúa því, heldur vita það með fullri vissu, hafa bjargfasta sannfær- ingu sem getur ekki bifast — hann má ekki leita hins guðdómlega anda í hinu ytra, heldur hið innra með sjálfum sér. Förum ekki til vís- indamannsins í þessu skyni, hann fræðir oss aðeins um hin órjúfanlegu náttúrulögmál, sem aldrei breytast. Förum ekki heldur til guðfræð- ingsins; hann hefur að vísu orð og ummæli ritningarinnar á reiðum höndum, en vér vilj- um ekki lifa í trú í þessu efni, heldur skoðun. Förum og ekki heldur til listamannsins; hann getur að vísu bent okkur í áttina, en hann segir aðeins að guð sé fegurðin, en það er ekki nóg. Förum ekki heldur til heimspekingsins, þvi að hann kemur aðeins með hugleiðingar og álykt- anir. Nei, vér verðum að halda inn á við, en ekki út á við, verðum að hafa dug og djörf- ung til að ryðja oss braut inn að insta eðl' voru. Vér verðum að ganga inn í helgidóm hjarta vors — þann helgidóm sem vert er að finna. Pví að þar, og hvergi nema þar, getum vér fundið guð. En ef þú hefur fundið guð í sjálfum þér, muntu verða var við, að allir hlutir í heiminum lofa hann og vegsama, þú munt þá sjá, að hann er í öllu og alstaðar. Petta eru hin rniklu grundvallarsannindi, sannindi sann- indanna. Petta er hinn guðdómlegi vísdómur, er vér nefnum guðspeki. Petta er hinn ævar- andi veruleiki, sem nú er gerður héyrinkunnur að nýju.« Er ekki eins og vér heyrum hér endurkveða í fullri mynd vísuna úr »lífshvöt« Stgr. Th., sem var ort löngu áður en nokkur guðspeki var kunn: Trúðu á tvent í heimi tign sem æðsta ber guð í alheims geimi, guð í sjálfum þér. Lengra þýðir ekki að fara út í þetta. Bók- ina verða menn að lesa og kynna sér hana vel, og það því fremur, sem hafinn er talsverður andróður á móti þessari stefnu hér frá eindregnu

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.