Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Blaðsíða 11
LIANA
131
svo ung og þróttmikii, það er ékki svo hætt
við að slíkar manneskjur fái slag náðuga frú....
hún, hún sem menn höfðu myrt, Iá eins
°g fórnarlamb í fangi þess seni bar hana —
hann hélt hún væri dáin og lagði hana í rúm-
'ð, sem hún er búin að liggja í á 13. ár.. ..
Eg gekk við hlið hans; eg er reyndar harð-
*ynd — nei, náðuga frú, í þetta sinn ætla eg
að segja sannleikann — eg er ekkf harðlynd;
eg er jafnvel heimskulega brjóstgóð, og eg hélt
þá að þjartað í mér ætlaði að springa, þegar
vesalings konan lauk upp augunum og varð
jafnvel óttaslegin við gömlu frú Shön og hélt
v’st það ætti að kæfa sig aftur . .. .«
Líana hljóðaði upp yfir sig af skelfingu, en
frn Shön hljóp spölkorn fram á veginn og skim-
aði í allar áttir, svo gekk hún hringinn í kring-
Uni húsið og kom aftur rólegri.
‘Þegar maður er byrjaður á stafrofinu, verð-
nr maður að halda áfram með það,« hélt hún
sfratn í hálfum hljóðum. »Og þar sem eg er
nu einu sinni búin að tala af mér um það sem
01 er er ríkast í huga, þá get eg ekki hætt við
^álfkarað verk. Læknirinn, sem var þýzkur
þ°rpari, hélt því fram, að bláu blettirnir á háls-
ltlUtn stöfuðu af óreglu, sem hefði komist á
blóðrásina! En það voru för eftir 10 fingur,
Sem höfðu gripið um hálsinn, 10 fingur, náð-
uga frú.«
»Hver gerði það?« spurði Líana og stóð
á öndinni.
‘Hver hefur gert það?« endurtók frú Shön
með teiftrandi augum. »Sá, sem ætíð erreiðu-
úinn að þrífa hundasvipuna, sá, sém hefur
°gnu klærnar, sem aldrei virðist ætla að geta
iórað nóg saman .... Náðuga frú, hann er
jöfuli í mannsmynd.*
sHann hlýtur að hafa hatað hana takmarka-
,aust.. . . «
»Hataðl« tók gamla konan upp og setti
a henni hásan hlátur. »Er það hatur að kasta
Ser flötum í jörðina og biðja, kveina og æpa
Urn miskun? ... Já, hver gæti nú séð það á
Þessari gU|u vjsnu beinagrind, að hún hefði þá
I hana á röndum eins og vitstola maður. Eg
hef staðið þarna í sólbyrginu og séð hann
gegnum gluggann, krjúpa á kné frammi fyrir
henni. Hún hratt honum frá sér og þaut svo
framhjá honum út í myrkrið. Þá var hann enn
fljótur á fæti — hann elti hana gegnum allan
garðinn, en hún var Iétt á sér eins og fis, eins
og fiðrildi. Hún var fyrir löngu komin hing-
að inn og búin að aflæsa dyrunum, og kropin
niður við vöggu Gabríels, þegar hann kom að
dyrunum; og þá varð hann að fara svo búinn.«
Frú Shön sagði frá þessu svo skýrt og
greinilega, að Líönu fanst hún sjá þetta alt ger-
ast í huganum........Ósjálfrátt varð henni að
ganga nokkur skref frá Iæknum og gægjast inn
í indverskahúsið, en þar var tjaldað fyrir glugg-
ana með dökkleitu.
»Já, finnið þér ekki til meðaumkunar með
henni, náðugafrú?* spurði frú Shön, sem hafði
tekið eftir augnaráði hennar. »Pað hefur verið
mjög þögult þarna inni síðustu þrjá dagana,
hún sefur mikið — eða svo eg segi eins og er
— hún sofnar bráðlega hinsta svefninum. Áður
en mánuðurinn er liðinn verður öllu lokið.*
Ungu konunni hafði vöknað um augu og
hún spurði: »Var hér enginn, sem gæti vernd-
að hana?«
»Hver hefði það átt að vera? Sá, sem hafði
flutt hana hingað yfir hafið, hans náð, barón-
inn sálugi, var búinn að liggja fjóra mánuði í
rauða herberginu. Gluggablæjurnar voru dregn-
ar niður og enginn gluggi mátti vera opinn;
og þegar hann fékk óttaköstin, Iét hann setja
hlerana fyrir og stinga upp í skráargötin til
þess að djöfullinn kæmist ekki inn. Ef hann
spurði eftir þeirri veru, sem honum var kærust
af öllu hér á jörðu, var honum sagt að hún
væri orðin honum ótrú og tekin saman
við annan. Pvílík svívirðing, hvernig hann var
þá dreginn á tálar! Og allir hér í höllinni
tóku þátt í þessu samsæri — Guð fyrirgefi þeim
það — og manninum mínum sálaða líka. Hann
var herbergisþjónn hjá baróninum sálaða og
hefði mist stöðu sína ef hann hefði sagt eitt
orð .... Og svo fór eg að gera mig harðlega
17*