Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Page 3
Guðmundur Daníelsson,
rithöfundur.
Guðmundur Daníelsson er fæddur 4.
október 1910 í Guttormshaga í Holtum í
Rangárvallasýslu. Faðir hans, Daníel Dan-
íelsson frá Kaldárholti var í beinan karl-
legg kominn af Torfa sýslumanni í Klofa,
og sýnist Guðmundur hafa erft gáfur,
þrek og þrótt þessa nafnfræga forföður
síns í ríkum mæli. Móðir Guðmundar,
kona Daníels Daníelssonar, var frá Mið-
krika í Hvolhreppi. Var hún 4. ættliður
frá presta-Högna.
Þar til Guðmundur var 17 ára var hann
heima hjá foreldrum sínum. Átján ára
gamall fór hann til Vestmannaeyja og
stundaði sjósókn á mótorbát eina vertíð,
og veturinn þar á eftir í Grindavík. Tví-
tugur að aldri fór hann í skólann á Laug'-
arvatni og stundaði þar nám í tvo vetur,
en var á sumrin í vegavinnu. Að loknu
námi í Laugarvatnsskóla fór hann í Kenn-
araskólann í Reykjavík og útskrifaðist
þaðan eftir tveggja vetra nám. Næstu
þrjú árin var hann farkennari norður í
Húnavatnssýslu. Sumarið 1936 fór hann
til útlanda og ferðaðist allvíða. Haustið
1938 gerðist hann skólastjóri barnaskólans
á Suðureyri í Súgandafirði og hefir verið
það síðan.
Árið 1933 kom út ljóðabók eftir Guð-
mund, er hann nefndi Eg heilsa þér. Vakti
sú bók talsverða athygli. Tveim árum
seinna (1935) kom út fyrsta skáldsaga
bans, Bræöurnir í Grashaga, og árið þar
á eftir skáldsagan Ilmur daganna, og árið
1938 þriðja skáldsagan, Gegnum lystigarð-
lnn. Á þessum árum birtust á prenti, í
blöðum og tímaritum, margar smásögur og
kvæði eftir hann. Allir, sem skrifuðu um
hinar fjórar fyrstu bækur Guðmundar,
viðurkenndu að þær sýndu mikla skáld-
N- Kv. XXXIII. ár, 9.—12. h.
hæfileika, en höfðu samt sitthvað út á
þær að setja. Nú í haust kom út fimmta
bókin eftir Guðmund, stór skáldsaga i
Gnðmuiulnr Daníelsson.
tveim bindum, er hann nefndi Á hökkum
Bolafljóts. Var um hana getið í seinasta
hefti N.-Kv., en síðan hafa birzt um hana
ritdómar í flestum blöðum og tímaritum
landsins. Hafa fáar bækur, er út hafa
komið hér á landi, hlotið betri dóma, og
eru ritdómararnir sammála um, að þessi
bók Guðmundar beri langt af öllum fyrri
bókum hans, og að honum megi nú þegar
skipa á fremsta bekk íslenzkra skálda.
Birtast hér á eftir sýnishorn úr ritdóm-
unum:
. .. . „og það skal þá þegar sagt um þessa
bók, að það er engin haugganga eða
myrkraverk að brjótast í gegnum hana,
því að hún er skemmtileg frá upphafi til
enda. Skáldauga höfundarins er skært og
víðvakandi, stíllinn flugléttur og kjarn-
19