Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Page 12
154
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
strax handleggnum í handarkrika hans.
Það varð víst svo að vera. Hann varð að
láta það. eftir henni núna. Það væri að
vísu dálítið óþægilegt, ef kunningjar sæju
þau svona arm í arm, því að þau voru
ekki ennþá opinberlega trúlofuð. Hann
var svo viðkvæmur fyrir öllu því, sem
braut í bága við gamlar og góðar venjur.
— Hvenær eigum við að opinbera?
spurði hún, er þau höfðu gengið nokkurn
spöl.
— Það er ekki stund eða staður til að
tala um slíkt núna, svaraði hann dálítið
ergilegur. Það var margt fólk á götunni.
Það er óþarfi að láta aðra heyra, þegar
talað er um svoleiðis.
— Ekki hlustum við eftir því, sem aðr-
ir segja, og ég er viss um, að fólkið í
kringum okkur hlustar ekkert eftir því,
sem við tölum, svaraði hún. Og þótt svo
væri, er mér sama.
— Við getum talað um það á morgun
eða mjög fljótlega, svaraði hann til þess
að koma í veg fyrir frekari umræður um
þetta mál úti á götu, innan um margt
fólk. Eigum við ekki annars að snúa við?
— Ekki alveg strax, bað hún, og svo
héldu þau áfram. Mig langar svo til að sjá
almennilega grænt gras, bætti hún við.
Þetta var merkilegt uppátæki, en svona
var hún. Það var víst ekki það til, sem
henni gat ekki dottið í hug. Annað eins
og þetta var auðvitað fjarska heimsku-
legt. Gras er aldrei nema gras, og það
þurfti svo sem ekki langt, til þess að sjá
gras. Víða voru grasblettir í görðum kring-
um hús. Liti hún annaðhvort til hægri eða
vinstri, gat hún séð gras.
— Ekki svona gras, sagði frúarefnið á
Breiðavaði. Þetta er ekki náttúrlegt gras.
Ég vil sjá gras eins og það, sem er í sveit-
inni.
Og hann varð að gjöra svo vel og
þramma með henni alla leið vestur úr
bænum. Þar voru tún, þar var gras, en
túnin voru girt og varla hægt að finna
grasblett, sem hægt var að stíga fæti á.
Þau námu þar staðar og lituðust um.
—- Þarna sérðu gras, sagði nýi prestur-
inn á Breiðavaði. Ertu nú ekki ánægð?
— Þetta er ekki eins og grasið í sveit-
inni, svaraði frúarefnið. En það er víst
ekki öðruvísi gras hér. Þetta er allt tilbú-
ið gras.
—• Allt gras er tilbúið — af g'uði, svar-
aði hann með áherzlu.
Hún svaraði ekki, heldur tók í hand-
legginn á honum og dró hann með sér að
girðingunni, sem skildi veginn og túnið,
og áður en hann hafði áttað sig á því, sem
var að gerast, hafði hún þrýst vírnetinu
niður með annarri hendi, tekið ögn upp
kjólinn sinn með hinni og stígið yfir girð-
inguna, inn á túnið. Hún fór svo fljótt og
liðlega að þessu, að ætla mátti að hún
hefði ekki stundað annað frá barnæsku
en að klofast yfir girðingar. Séra Bjarni
varð sem þrumu lostinn yfir þessu uppá-
tæki unnustu sinnar. Til allrar hamingju
var ekki fólk þarna nærri. En ef svo hefði
verið? Hann þorði blátt áfram ekki að
hugsa þá hugsun til enda.
— Vigdís. Hvað ertu að gera? spurði
hann með skelk í röddinni, þegar hann
mátti mæla.
— Ég verð að ganga á grasi. Það er svo
langt síðan ég hefi gengið á grasi, sagði
hún með nokkrum þráa. En svo sló hún
strax yfir í gáska.
— Komdu fljótt, annars sérðu mig ekki
meir í kvöld. Þú ættir að komast yfir girð-
inguna, ekki síður en ég.
Hann hikaði, en þó vissi hann, að þegar
þessi gállinn var á henni, mundi hann
verða að láta í minni pokann. Hann fór
þess vegna að klofast yfir vírinn, en það
tókst ekki liðlegar en svo að hann reif
aðra buxnaskálmina sína. Þegar hann var
kominn yfir, hljóp hún á undan honum
þvert yfir túnið, og hann varð að elta.